Ég skal gefa þér gull í skó...

Það er alveg frábært að sjá Sjálfstæðisflokkinn auglýsa stórátak í samgöngumálum eina ferðina enn. Fólk og fjölmiðlar eru orðin svo hvekkt á brellunni að í hvert einasta skipti sem fjallað er um átakið láta fjölmiðlar þess getið að svona átak hafi verið boðað oft áður - en ekki staðið við það.

Það er gaman að skoða hve miklir peningar hafa verið eyrnamerktir samgöngum á fjárlögum undanfarin ár. Það má sjá á súluritinu hér að neðan. Grænu súlurnar eru kosningaár - þá er lofað!
Að vísu er aldrei staðið við allt sem sett er á fjárlög en það er önnur saga.

samgönguáætlun

Þarna er skemmtilegt mynstur. Alltaf á kosningaári er látið líta út á fyrir að nú eigi að fara í stóra átakið. Þannig er það ´95 en svo er dregið saman þangað til aftur kemur kosningaár. Eftir það er haldið í horfinu (verið að saxa á gamlar frestanir) og svo ´03 kemur aftur kosningaár og glæsileg loforð. En strax á 1. ári kjörtímabilsins er aftur dregið saman og enn á næsta og þarnæsta ári þar til núna að framlag á fjárlögum rýkur upp rétt fyrir kosningar. Eina ferðina enn.

Af því það er svo oft búið að leika sama leikinn þarf að bæta í loforðapakkann í hvert skipti sem hann er endurtekinn. Þess vegna er núna boðað meira en 300 milljarða átak á næstu þremur árum.

Það er reyndar full þörf á slíku átaki. Enda hefur formaður Samfylkingarinnar rætt um slíkt átak sem nauðsynlegan þátt í að bæta samkeppnishæfni landsbyggðarinnar. Samfylkingin telur nefnilega að bættar samgöngur séu það sem mestu máli skiptir í þeim efnum. Að stytta vegalengdir, auka öryggi, stækka atvinnusvæði og auka þar með möguleika fólks á atvinnu, námi og þjónustu. Samgöngumál eru í raun velferðarmál - sjálfsagður hluti af innviðum samfélagsins. Ekki stolin gulrót til að veifa framan í kjósendur korteri fyrir kosningar og stinga svo í vasann.

Það ættu að vera til peningar fyrir samgönguátakinu. Það má glöggt sjá á næstu mynd. Tekur af ökutækjum hafa stóraukist ár frá ári á sama tíma og framlög til samgöngumála hafa dregist saman.

tekjur af umferð

Fyrir utan langa hefð fyrir því að svíkja samgönguloforð hafa Sjálfstæðismenn eina góða afsökun eins og ástand efnahagsmála er núna. Þenslan sem stjórnvöld hafa skapað gerir það að verkum að það er ekki rými í efnahagslífinu fyrir mörg hundruð milljarða fjárfestingu í samgöngum.

Þeir sem hafa enn einu sinni látið vekja vonir sínar ættu því að hugleiða hvort Sjálfstæðismenn munu láta ganga fyrir - álverin þrjú sem Geir Haarde boðaði í Silfri Egils í gær - eða samgöngulummuna.

Ef þú giftist, ef þú bara giftist...

 


mbl.is Ráðist í breikkun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar út frá Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nema eitt við þessu að gera: Fjölga alþingiskosningum! Ég legg hér með til að kosið verði til alþingis á tveggja ára fresti.

Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband