Dýrt er stolt sjálfstæðismanna í borginni

Til að lappa upp á sært stolt sjálfstæðismanna í borginni á að drífa í að selja hlut borgarinnar í REI. Með því er að öllum líkindum verið að hlunnfara borgarbúa um tugi milljarða í hagnað af orkuútrásinni - útrás þekkingar sem almenningur hefur safnað á undanförnum árum og áratugum.

Með því er líka verið að setja almenning á Suðurnesjum í fullkomna óvissu því kaupi einkaaðilar hluta borgarinnar í REI er Hitaveita Suðurnesja í raun komin í einkaeigu. Ætli bæjarstjórinn í Reykjanesbæ kunni flokksfélögum sínum miklar þakkir fyrir?

Mér er til efs að 6% maðurinn samþykki þetta með glöðu geði. Það væri alla vega í hrópandi andstöðu við stefnu Framsóknarflokksins og ekki sýnist mér að Gestur Guðjónsson, hugmyndafræðingur flokksins, sé ánægður með þetta ráðslag.

Það getur þó vel verið að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins kyngi þessu ef hann fær eitthvað sætt.
"Just a spoonful of sugar and the medicin goes down..."


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sammála þér Dofri, enda siðferðilega nokkuð samstíga þrátt fyrir að margt skilji á milli.  En ég held að 6% hafi barsta þótt töff að fylgja hinum % að máli, enda ekki leiðinlegt að verða síðar gamli góði Bjössi.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 8.10.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flaustursleg vinnubrögð þar sem græðgi fáeinna manna stýrði atburðarásinni.

Síðan var sama flaustur viðhaft til að bjarga siðferðisútliti kjörinna fulltrúa almennings.

Sennilega tapast nokkrir milljarðar auk þess sem trúverðugleiki meirihlutans er hruninn til grunna.

Menn skyldu ævinlega hafa í huga varnaðarorð Gests gamla á Hæli sem hann viðhafði í ávarpi til ungæðingslegs mótframbjóðanda:

- Sláðu aldrei í folann fyrr en þú ert kominn á bak! 

Árni Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband