Bitur sveitastjóri

Á síðu 8 í Fréttablaðinu er viðtal við sveitastjóra Öfluss sem um daginn sagði að athugasemdir við Bitruvirkjun skiptu engu máli, ekki heldur álit Skipulagsstofnunar, sveitarfélagið myndi virða það allt að vettugi rétt eins og það gerði varðandi malarnámið í Ingólfsfjalli.

Hann gerir nú heiðarlega tilraun til að draga ögn úr valdhrokanum og segir að vel verði farið yfir allar athugasemdir áður en framkvæmdaleyfi fyrir Bitruvirkjun verður gefið út. Vel megi vera að sveitastjórn og framkvæmdaraðila hafi yfirsést eitthvað.

Ætlun sveitastjórans er samt alveg skýr: "Við veitum framkvæmdaleyfi, það er alveg á hreinu, en ekki fyrir hverju sem er. Mörgu, sem hefur komið hingað inn á borð hefður verið hafnað og það verður farið vandlega yfir þetta með óháðum aðilum sem eru í vinnu hjá okkur" segir sveitastjórinn.

Einhvern veginn á ég erfitt með að koma auga á hið óháða samband þeirra aðila "sem eru í vinnu hjá okkur" og sveitarfélaginu sem gerði samning við OR um að haga skipulagi "þannig að það falli að fyrirhuguðum framkvæmdum".

Sveitastjórinn heldur því fram að með því að virkja á þessu einstaka útivistarsvæði muni ferðamönnum þar stórfjölga. Það finnst mér undarleg rökfærsla. Einhver hluti fólks getur hugsanlega haft áhuga á að skoða Hellisheiðarvirkjun ef það verður farið sérstaklega í að moka þangað inn skólakrökkum og skipulögðum hópum til að hlusta á kynningu og þiggja léttar veitingar. Að það verði 200 þúsund manns hlýtur þó að vera mikil bjartsýni.

Enn meiri bjartsýni er að álykta sem svo að ef 200 þúsund manns komi að skoða Hellisheiðarvirkjun muni annað eins eða meira koma til að skoða næstu virkjun við hliðina á, Bitruvirkjun. Kannski trúir sveitastjórinn að enn fleiri komi svo í virkjunarhúsið í Hverahlíð og svo koll af kolli.

The Famouse Icelandic Geothermal Powerplant Tour! Come to Iceland! Visit three identical power plants at the same site - free sandwiches and soda if you finish the whole tour!

Ef aðrar áætlanir sveitarfélagsins eru jafn góðar og þessi er ég ekki hissa á barlómi sveitastjórans. Ég held hins vegar að hann sé ástæðulaus. Nánast í hverri viku sér maður auglýstar nýjar lóðir og eignir til sölu í sveitarfélaginu. Þar er gert út á umhverfisgæðin og nálægð við höfuðborgina. Þetta þykja mjög eftirsóknarverð gæði og fólk sem gjarna vill búa í fallegu umhverfi, hafa aðstöðu til útivistar, hestamennsku, veiði o.fl. mun í vaxandi mæli sækja í búsetu þar sem allt þetta - auk nálægðar við höfuðborgina - er í boði.

Ef sveitarfélagið ákvæði að búa í haginn fyrir Ölkelduhálssvæðið sem útivistarsvæði, bæta gönguleiðir, koma upp merkingum og betri aðkomu að svæðinu austan megin frá er ég viss um að innan fárra ára væri svæðið farið að draga að tugi þúsunda ferðamanna. Fólks sem kemur til að njóta útiverunnar og er mun líklegra til að kaupa sér þjónustu í héraðinu en þeir sem boðnir eru ókeypis til OR í stutta kynningu og léttar veitingar.

Ef sveitastjórinn tæki þann pólinn í hæðina finnst mér líklegt að enn fleiri myndu vilja flytja búsetu sína í sveitarfélagið til að njóta nálægðar við bæði náttúru og höfuðborg. Það slær dálítið á spennuna við að flytja í náttúruparadísina Ölfus að sjá og heyra sveitastjórann predika eins og einvald í valdavímu um virkjanir og línulagnir á verðmætum náttúrusvæðum.

Bitran hefur aðdráttarafl. Biturð sveitastjórans hefur hins vegar bara fælingarmátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

einhvernveginn tel ég að langflestir ferðamenn sem fara um hengilsvæðið séu erlendir.. þeir sem stoppa þar eru erlendir líka... Þessir fáu íslendingar sem njóta útiveru þarna eru í miklum minnihluta.

Ég er ekkert að gera lítið úr svæðinu sem slíku, bara merkilegt að það hefur aldrei verið talað um mikilvægi þessa svæðis sem útivistarsvæðis fyrr en að átti að virkja þarna.

p.s. starfa sem leiðsögumaður af og til.

Óskar Þorkelsson, 22.11.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Sævar Helgason

Hengilssvæðið er að mínum dómi afar vinsælt og mikið nýtt útivistarsvæði . Sjálfur hef ég um þrjátíu ára viðkynningu af svæðinu öllu þó einkum með gönguferðum upp Sleggjubeinsskarð um Skarðsmýrafjall og niður á Kolviðarhól,  sem var.

Skeggi hefur verið heimsóttur í einhver hundruð skipti- hverasvæðið við Ölkelduháls heldur minna.

Þessi útivist mín á Hengilsvæðinu hefur spannað allar árstíðir þó mest frá vori fram á haustið . Oft hefur verið farið í hópi með ferðafélögunum - en mest einn á ferð.

Alltaf hef ég mætt öðru útivistarfólki á ferðum mínum þannig að þetta svæði hefur mikið aðdráttarafl enda með afbrigðum fjölbreitt og heillandi- sumir kalla það litlu Alpana.

Verndum þetta frábæra útivistarsvæði - það verður sífellt verðmætara í þá veru. 

Sævar Helgason, 22.11.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er einmitt að undirbúa að setja þessar greinar inn á bloggsíðuna hjá mér. Þú hefur rekið augun í svipaða hluti og ég, Dofri. Málflutningur sveitarstjórans í Ölfusi er með ólíkindum, jafnvel þótt einhver hafi ráðlagt honum að dempa valdhrokann - hann skín engu að síður í gegn og fáránleikinn færist í aukana.

Hér er líka mjög athyglisverð umfjöllun sem ég hvet alla til að lesa. Margt fleira athyglisvert um málið á þeim vef.

Ég tek heilshugar undir með Jóni Kristófer og Sævari - Hengilssvæðið er ótrúlega fallegt og náttúran þar gríðarlega fjölbreytt. Þar má nánast sjá allt sem íslenska náttúru prýðir og kyrrðin er hluti af heildinni. Þessu svæði má aldrei spilla.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2007 kl. 19:47

4 identicon

Margir hafa notad thetta svaedi í gegnum árin, baedi íslendingar og útlendingar en eins og thid hef ég lengi verid hissa á thví ad ekki fleiri thekkja thad midad vid nálaegdina vid höfudborgina. Thad vard svo kveikjan til ad búa til heimasíduna www.hengill.nu -til ad vekja athygli á svaedinu ádur en thad yrdi of seint.

Ég er sammála thví - og meira en sammála - mér finnst thad óttalegt bull ad virkjunin mundi lada ad fleiri ferdamenn. Nei, hún mundi slátra svaedinu sem útivistarparadís - alla vega their ferdamenn sem ég hef farid med um svaedid eru á thví máli. Ég aetla ad reyna ad koma med útdrátt úr grein á morgun sem kona skrifadi eftir ferd um Ölkelduháls í sumar.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:18

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar og ef Hverahlíðarvirkjun rís og viðbótarvirkjun í Þrengslunum líka er augljóst að það þarf ekki fleiri virkjanir til þess að fá þangað þessa 200 þúsund ferðamenn sem sveitarstjórinn talar um. Þetta er svona álíka og að með því að reisa eina eða tvær Hallgrímskirkjur við hliðina á þessari gömlu muni ferðamannafjöldinn í kirkjurnar þrefaldast. Ætla að blogga sérstaklega og ítarlegar um þetta nú á eftir.

Ómar Ragnarsson, 22.11.2007 kl. 22:57

6 identicon

Hér er útdráttur úr greininni sem ég lofadi í gaer. Ég aetladi ad snúa henni yfir á íslensku en mér fannst ég ekki ná lýsingarordunum nógu vel thannig ad ég leyfi henni ad fara svona, thó ad faerri kannski skilji hana. Ef einhver annar hefur gaman af thýdingum er thad velkomid!

Unser Sonnentanz am nächsten Morgen hat Wirkung gezeigt. Es scheint nicht nur die Sonne, den ganzen Tag über begleitet uns auf unserer Wanderung ein Regenbogen nach dem anderen. Das beeindruckende, wunderschöne und einsam gelegene Tal bei Ölkelduhals wird es in seiner natürlichen Schönheit womöglich gar nicht mehr lange geben. Schon jetzt stören Stromleitungen die Harmonie, doch es ist dort ein noch größeres Kraftwerk geplant. Wir können dagegen das Paradies  noch ungestört genießen. Nachdem wir die heißen Schlamm-Blubber-Quellen mit unseren Energien gefüttert haben, können wir völlig befreit einen tollen Ausblick nach der anderen genießen und auf dicken, komfortablen Moosmatratzen abhängen. Gemsenähnliche Erlebnisse haben wir auf dem schmalen Pfad in Richtung Plumpsklo. Derart erleichtert steuern wir einen weiteren magischen Ort an: den Wasserfall am Ende eines anderen Seitentales… Die vier Elemente auf engstem Raum erlebt beim Wasserfall dann jeder auf seine eigene Weise - Karl nach seinem Rucksack beispielsweise das Wasser recht intensiv. Doch er sollte nicht der einzige an diesem Tag bleiben. Und überhaupt: Wir wollen schließlich alle nach dem Zusammenfluss von einem heißen und kalten Bach in der wilden Natur in die Fluten steigen. (Iris Häfner)

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband