Björgvin á góðri siglingu

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með viðskiptaráðherra taka til í neytendamálunum. Hann er á mikilli siglingu og það verður spennandi að sjá hvað fylgir í kjölfar þessara tilmæla ráðherrans.

Manni finnast þessi seðilgjöld, sem innheimt eru jafnvel þótt greitt sé rafrænt, býsna ósvífinn aukakostnaður. Að ekki sé minnst á FIT kostnaðinn svokallaða sem aldrei hefur verið sýnt fram á hvernig er myndaður. Það er ástæða til að hvetja alla sem eru að fá sér debetreikning til að biðja um sundurliðaða skýringu á FIT kostnaði áður en skrifað er undir samning.

Ég vona svo að við sjáum ráðherrann taka meira til í samkeppnismálum á milli bankanna en það er grátlegt að horfa upp á það hvernig bankarnir hafa að undanförnu verið að taka gjörsamlega óskylda starfsemi eins og sjúkdóma- og líftryggingar inn í þjónustu sína.

Ástæða þess að ég er eindregið á móti því að blanda þessu tvennu saman er að fólk ætti að taka hagstæðustu líf- og sjúkdómatryggingarnar þar sem þær bjóðast en ekki taka verri kost þar af því þá lofar bankinn lægri yfirdráttar- eða íbúðarlánavöxtum.

Það getur auðveldlega komið upp sú staða að eftir veikindi af einhverju tagi sé erfiðara að fá sér hagstæða sjúkdóma- eða líftryggingu á nýjum stað. Fólk getur því hæglega lent í því að vilja skipta um banka en geta það ekki af því það er fast með sjúkdómatryggingu hjá gamla bankanum.

Eins er með íbúðarlánin sem bankar hóta að gjaldfella eða hækka vextina á ef íbúðareigandinn hættir hjá bankanum. Þetta takmarkar samkeppnina. Eins hafa uppgreiðslugjöld líka verið mikill dragbítur á raunverulega samkeppni bankanna.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rausnin lætur ekki að sér hæða frekar en stórfelldur árangur viðskiptaráðherra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Góður hann Björgvin - með vindinn í seglin.

Páll Jóhannesson, 7.1.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Sævar Helgason

Hver vegferð hefst með fyrsta skrefinu- viðskiptaráðherra boðar að mörg fleiri skref verði tekin á næstu mánuðum í þessum málaflokki. Auðvitað tekur tíma að vinna svona mál áfram- undirbúningur krefst vinnu starfshópa ,það kom vel fram í spjalli ráðherra og Guðjóns Rúnarssona framkv.stj. banka og sparisjóða í sjónvarpinu í gær. Það verður að vanda til verka.

Ég sé hér að ofan að mönnum fellur þetta vel- þó sumir vilji auka hraðann... 

Sævar Helgason, 8.1.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sakna þess að Dofri fjalli um ráðningar Össurar Skarphéðinssonar.   Skemmtilegt að það skuli vera dagsformið sem ræður hvort tekið er tillitil menntunar eður ei hjá ráðherranum. 

Eða er það eitthvað annað sem ræður hvort menn eru hæfir??

Hvar í ættartölunni hjá Össuri er Ragnar Reykás???

Benedikt V. Warén, 8.1.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband