Lýðskrum

Því miður verður að segjast eins og er að þessi tillaga Ólafs F Magnússonar er lýðskrum. Það er ekki hægt að kjósa aftur og aftur í stórum málum eftir því hvernig vindurinn blæs. Þá er munurinn á íbúakosningu og skoðanakönnun orðinn harla lítill. Spurning hvort Ólafur F vill ekki frekar efna til íbúakosningar um það hvort hann sitji áfram sem borgarfulltrúi eða að Margrét Sverrisdóttir taki sæti hans.

Flugvallarmálið er í góðum farvegi. Allir helstu aðilar sem málið varðar hafa undanfarin misseri unnið að því í sameiningu að kanna möguleika á öðrum stað fyrir flugvöllinn. Sú vinna er vel á veg komin. Á meðan hefur verið unnið að skipulagi byggðar í Vatnsmýrinni og framkvæmdir eru hafnar við byggingar í jaðri svæðisins, s.s. við nýja og glæsilega byggingu HR.

Vill Ólafur F henda allri þessari vinnu að lausn málsins út um gluggann? Eða er hann bara að reyna að slá pólitískar keilur?

Það er vert að hafa í huga að þegar kosning um framtíð flugvallarins fór fram árið 2001 hvatti Sjálfstæðisflokkurinn - með Ólaf F Magnússon um borð í galeiðunni - borgarbúa til að sniðganga kosningarnar.


mbl.is Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dofri. 

 Óháð því hvað Ólafur F. er að gera þá er það alls ekki í "góðum farvegi" að halda að betri staður finnist fyrir völlinn.  Landrými í Reykjavík leyfir það ekki nema með stórkostlegum uppfyllingum.  Framsóknarmenn eyðilögðu besta möguleikann á Álftanesi 1974, ef ég man rétt, með því að koma í veg fyrir að flugvöllur yrði gerður þar.  Hólmsheiði er tómt píp og með ólíkindum að íslendingum skuli detta í hug að setja flugvöll uppi á heiði!!  Er fólki ekki sjálfrátt?  Flugmenn og veðurfræðingar afskrifa þá hugmynd.  Miðað við mögulega nýtingu þar uppi á heiði uppfyllir sá staður ekki þær kröfur sem gerðar eru til áætlanaflugvalla.  Lönguskerjahugmyndin er illskárri kostur EF ÞAÐ BORGAR SIG að eyðileggja núverandi flugvöll og byggja nýjan á Lönguskerjum.  Hins vegar má þá líka spyrja sig hvers vegna ekki verði þá bara byggt á þeirri uppfyllingu frekar en að fara út í þann tvíverknað að eyðileggja flugvöll til að byggja nýjan og moka svo burtu mýri (margir metrar niður á fast = mjög kostnaðarsöm og tímafrek framkvæmd) til að byggja á henni. 

Það er hins vegar mín skoðun að R-listinn hafi framið eitt mesta skipulagsógagn í Reykjavík sem á sér enga hliðstæðu í sögunni með því að gefa HR lóðina í Vatnsmýrinni.  Nákvæmlega þarna hefði hin nýja samgöngumiðstöð átt að rísa til að minnka ónæði borgarbúa af flugvélum og skapa flugrekstraraðilum, farþegum og samgöngufyrirtækjum nægilegt rými til að gera sér sæmandi aðstöðu.  Maður fær það oft á tilfinninguna að þarna hafi viljandi verið framið skipulagsklúður til að gera flugvöllinn neikvæðari í hugum borgarbúa.  Það er líka merkilegt að Dagur Eggertsson skuli vera á móti flugvellinum sem sinnir sjúkrafluginu, verandi sjálfur læknir!!! 

Flugmenn, veðurfræðingar og aðrir fagaðilar sem vita hvað þarf til að reka flugvöll, flugvélar og annað sem tengist flugsamgöngum með viðunandi hætti eru allir á einu máli.  FLUGÖRYGGI verður að vera fyrsta forgangsatriði.  Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður mun flugöryggi minnka.  Athugaðu að þetta er fullyrðing, ekki ágiskun.  Völlurinn er svo mikils virði fyrir þjóðina að það verður aldrei metið til fjár, sérstaklega ekki þegar misvitrir menn reyna að reikna lóðarverðið á svæðinu uppí þær skýjahæðir sem þeir telja sig fá fyrir fermetrann af mýri.  Fjöldi reykvíkinga mun sömuleiðis flytja til Reykjanesbæjar ef Keflvíkurflugvöllur verður sá eini sem verður í boði.  Það er alveg öruggt.

 Betri byggð MEÐ flugvelli vil ég meina.

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Að sjálfsögðu er best að flytja flugið til Keflavíkur.

Ólafur Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband