Líka góðar fréttir!

Undirritun HSVÞað er hætt við að margar góðar fréttir týnist í því fréttaflóði ótíðinda sem nú skellur á okkur. Ein slík góð frétt fékk litla umfjöllun á föstudaginn var.

Þá var loks undirritaður samningur um Hátækni- og sprotavettvang á milli fjögurra ráðuneyta og samtaka fyrirtækja á þessu sviði. Meginhlutverk samstarfsvettvangsins er að vinna á markvissan hátt að því að bæta starfsskilyrði og stuðningsumhverfi hátækni- og sprotafyrirtækja. Niðurstaða vinnunnar verður vegvísir til næstu 12 ára en skýr stefna stjórnvalda og stöðugt umhverfi sprotafyrirtækja er þeim gríðarlega mikilvægt.

Við þurfum sannarlega á því að halda að skapa hér aðlaðandi umhverfi fyrir frumkvöðla því þeir eru forsenda þess að við fáum ný og fleiri fyrirtæki á borð við Össur og Marel. Fyrirtæki sem skapa fjölda menntaðs fólks góð störf og landinu nauðsynlegar gjaldeyristekjur.

Það hefur talsvert vantað upp á það hin síðustu misseri að ungt menntað fólk virki hugmyndir sínar, búi til fyrirtæki um þær og vinni að vexti þeirra. Enda kannski ekki skrýtið, af hverju að ráðast í óvissan einkarekstur um skemmtilega hugmynd þegar það bíður eftir þér þægilegur skrifstofustóll í banka og milljón á mánuði í laun?

Nú er staðan önnur, heimurinn stendur frammi fyrir því að gleði og ofurlaun síðustu missera voru lán án innistæðu. Þá komast gömul gildi aftur í tísku og fjárfestar fara aftur að skoða litlar hugmyndir sem með tíma, vinnu og þrautseigja geta orðið stórar. Frekar en að lána þær einhverjum á himinháum vöxtum til að kaupa sér flatskjá eða jeppa.

"When the going gets tough, the tough get going" og nú eru þrátt fyrir allt nokkuð góð skilyrði fyrir frumvköðla.  Og með samningi um Hátækni- og sprotavettvang ætlum við að bæta þau enn frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svona eins og Ál útflutningur núna, maður sér ekki marga pappakassana núna gaspra fagra ísland í kreppunni, nú er álið málið og sjávarútvegurinn, það er bara þannig.

Brjánn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband