Þjóðernishyggja - farvegur reiðinnar

Án þess að vilja á nokkurn hátt bera blak af Brown, verður að hafa í huga að í Bretlandi eru fleiri að tapa eigum sínum en nemur fjölda Íslendinga. Mörg sveitarfélög, góðgerðarfélög og aðrar stofnanir eru að tapa milljörðum og almenningur finnur fyrir því.

Það er skiljanlegt að þetta fólk sé reitt ekkert síður en við hér heima. Það er hins vegar mjög mikilvægt að við missum ekki reiðina, sárindin og vonbrigðin út í þjóðernishyggju. Það verður aðeins til þess að fólk sem lætur sér nægja ofureinfaldaðar skýringar á ástandinu lætur eftir sér að taka reiðina út á borgurum hinnar hötuðu þjóðar. Jafnt á báða bóga.

Það er afar óheppilegt og gæti auðveldlega leitt til enn meiri óhamingju. Almenningur á Íslandi á ekki í stríði við almenning í Bretlandi eða öfugt. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa hins vegar farið mjög óvarlega og í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem gengið hefur yfir heiminn fóru íslensku fyrirtækin á hausinn. Nú lítur allt út fyrir að íslenska ríkið (almenningur) sé ábyrgt fyrir skuldum við breskan almenning.

Við höfum tvo augljósa kosti og báða vonda. Að borga allt og verða skuldum vafin þjóð eða borga ekki og glata orðspori og velvilja í okkar garð. Vonandi tekst að finna skaplegri lausn. Ég tek undir með þeim sem segja að við ættum að ráða verulega færa almannatengslafræðinga í að aðstoða okkur við að komast úr þessari klemmu. Orðspor og velvilji er ekki gripið upp af götunni.


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einna helst leiðtogi þessa fólks sem skapar þessa rosalegu óvild í garð íslansku þjóðarinnar með því að spila hrikalega úr stöðunni, með það eitt að leiðarljósi að auka hróður sinn á kostnað minni máttar....

Það þarf að gera hann ábyrgan fyrir því. Breska pressan matar svo sitt fólk á þessu og elur á hatrinu.

Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi þessi vandræðamál þá hefur komið í ljós að fjármálaeftir lit í Bretlandi með erlendum bönkum með starfsemi þar, hafi verið allt að því í skötulíki. Það sem er ámælisvert við viðbrögð Gordons Brown að grípa til laga sem fyrst og fremst varða hermdarverk. Breskir lögfræðingar sem láta sig varða mannréttindi eru ekki sáttir við þessa umdeildu misnotkunná lögunum. Gordon Brown bætti gráu ofan á svart og olli meira tjóni með þessu, framdi hermdarverk gegn Íslendingum í einum vettvangi. Við eigum erfitt með að fyrirgefa þessum manni sem e.t.v. er að fylgja gamaldags heimsvaldastefnu Breta með því að reyna að leggja Ísland undir sig.

Varðandi hvað hugsanlega vakir fyrir Gordon Brown hefi eg leyft mér að draga saman á þessari slóð:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/677445

Mjög dapurlegt er ef þessi lögleysa Gordon Brown sé þannig fram sett að efla fylgi sitt á umdeildan og varasaman hátt á kostnað heillrar þjóðar. Slíkt telst múgsefjun af versta tagi og mikilvægar persónur í heimssamfélaginu eiga aldrei að grípa til slíkra aðferða.

Mosil

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: A.L.F

Við förum ALDREI að borga allt. Sú krafa breta stenst ekki einu sinni fyrir dómi, þeir hafa aldrei greyt hærra en upp að tryggingargjaldinu og geta ekki gert neitt annað en að sætta sig við það sama frá okkur. Þeir verða líka að sætta sig við það að fá ekki NEITT fyrr en þeir létta þeim bönnum sem sett hafa verið á landið.

A.L.F, 17.10.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Páll Jónsson

Ég sé ekki betur en bæði íslensk og bresk stjórnvöld séu á mjög gráum svæðum hérna, svo ekki sé meira sagt.

Ríkið ábyrgist vissulega aldrei meira en 20.000 pund á þessum IceSave reikningum en það er ekki mjög sanngjarnt gagnvart innlánseigendum þar að hluti af eignum Landsbankans, t.d. Nýi Landsbankinn, muni ekki lengur ganga upp í skuldir við það. Ríkið stendur sem sagt við tryggingarnar sínar en kippir burt hluta af þeim eignum sem bankinn sjálfur hefði notað til tryggingar.

Hvað Kaupþing varðar þá eru Bretar auðvitað úti á túni en ég skil gremjuna varðandi hitt.  

Páll Jónsson, 17.10.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ert þú borgunarmaður fyrir einhverju Dofri.Hitt liggur ljóst fyrir að helsti spunamaður Samfylkingarinnar fyrir því að við förum nú að liggja á hnjánum fyrir framan Breta með beiðni um að við fáum strax inngöngu í ESB heitir Jón Baldvin Hannibalsson.Sá hinn sami sem er orsakavaldur að því að við erum nú fyrirlitnir um alla veröld sem bónbjargarmenn.Hann samdi um fyrirbrigðið EES og kom okkur þangað.Samningur þessi er nú minna virði en skeinipappír.Og Jón kann ekki að skammast sín, nú klifar hann á því að vi skulum ganga en lengra.Við eigum að henda þessum EES samningi í ruslið nema ettir honum sé farið af ESB og ESB geri ekki meiri kröfur til okkar en samningurinn um EES segir til um.   

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ha, ha, Sigurgeir góður. Á nú að kenna Jóni Baldvini um ástandið núna?

Sigurður Haukur Gíslason, 17.10.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Sigga Hjólína

Ennívei... Er ekki málið að selja ekki eignir bankanna á brunaútsöluverði svo að þjóðin borgi sem minnst? Eignir bankanna eru útistandandi skuldir útrásarvíkinganna til dæmis sem og annarra fyrirtækja hér á landi. Skuldir einstaklinganna við bankann eru brot af heildarskuldum. Vitið þið hvernig pælingin er með að Íbúðalánasjóður yfirtaki lán bankanna? Greiðir Íbúðalánasjóður sanngjarnt verð fyrir þau skuldabréf eða....? Þetta rennur ekki bara á milli án þess að Í borgi bönkunum?

Sigga Hjólína, 18.10.2008 kl. 02:05

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

#9 Takk fyrir ábendinguna. Ekki er mikilvægt orð.

Dofri Hermannsson, 18.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband