Ekkert að því að skipta um skoðun - ef sú gamla reyndist vond

Það er ástæða til að óska sjálfstæðismönnum í borginni til hamingju með að hafa skipt um skoðun á hinum gamla draumi sínum (og einu helsta kosningaloforði sínu) um þriggja hæða mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.

Eftir þverpólitískt samráð þar sem samráðshópurinn (sem settur var á fót að tillögu Samfylkingarinnar) fór yfir umferðartölur og önnur gögn náðist samstaða um að í stað mislægra gatnamóta á þremur hæðum yrði Miklabraut lögð í stokk en núverandi gatnamót héldu sér að öðru leyti.

Það er ástæða til að taka undir með Gísla Marteini Baldurssyni sem sagði það sérstakt fagnaðarefni að þetta áratuga deilumál skuli nú vera leyst. Það er ekkert að því að skipta um skoðun - sérstaklega ekki ef sú gamla var vond.

Samfylkingin hafði einnig frumkvæði að stofnun samráðshóps um lausn á deilunni um tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg. Nú er bara að bíða og sjá hvort sjálfstæðismenn eru tilbúnir að skipta um skoðun þar líka!


mbl.is Miklabraut í stokk að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Vei - ég gleðst yfir þessu. Ekki fleiri misheppnaðar slaufur.

Anna Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna hefur einhver ótrúlegur heilaþvottur átt sér stað og ofurtrú á vexti fyrirtækjanna. Ábyrgðarþátturinn hefur algjörlega gleymst og regluverkið verið í molum. Hvernig má þetta vera og hver var að bjarga hverjum.

Verði þetta talið löglegt er alveg öruggt að margir munu sækja umniðurfellingu skulda á sömu forsendum, annars verð ég gjaldþrota.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.11.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Er nú ekki tími til að bíða og sjá hvort fækkun verði á bílum í umferðinni næstu 12 mánuði og endurmeta þá þörfina  ?

Það er alveg á hreinu að það verður ekki sama bílaumferð og verið hefur. Allavega miðað við að allt lítur út fyrir að ennþá sé bara verið að skrifa innganginn af kreppunni.

Vilberg Helgason, 6.11.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er verið að leggja þennan stokk til áratuga.  Það verður alveg örugglega ekki fækkun til lengri tíma frekar en hefur verið hingað til þótt það verði líklega tímabundin fækkun núna í nokkur misseri.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.11.2008 kl. 01:12

5 identicon

Mér finnst loksins að pólitík sé að verða skemmtileg eftir 10 ára deyfð. Hvar er hægt að skoða nánar hvað er verið að tala um og fá nánari upplýsingar um hvaða fyrirtæki sjá um hönnunina?

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Með bættum hraðbrautum eykst umferðin. Soddan er nu det. Og á meðan sitja betri framkvæmdir á hakanum. Þessi stokkur er alveg áhugaverður sko. En umferðin bara ekki nægilega mikil. Menn byggja svona stokka í milljónaborgum.

Stundum held ég að stærðir á eigin tólum séu stórlega ýktar í huga eigenda. Það getur reynst dýrkeypt.

Ólafur Þórðarson, 6.11.2008 kl. 12:44

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Segjum nú að það séu ekki jákvæða punkta á öllu. Fyrsta skref til að gera bílaborg Reykjavík að mannaborg.

Úrsúla Jünemann, 8.11.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband