Kemur ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hrapi í fylgi. Flokkurinn hefur farið með stjórn efnahagsmála undanfarin 17 ár og niðurstaðan er sú sem fólkið finnur á eigin skinni þessar vikurnar.

Samfylkingin er nýkomin í ríkisstjórn og fólk veit að hagstjórnarmistök undanfarinna ára eru ekki hennar sök. Hins vegar smitar óánægja með Sjálfstæðisflokkinn óhjákvæmilega yfir á Samfylkinguna.

Vg nýtur þess að hafa aldrei borið ábyrgð á stjórn landsins. Fjórði stærsti flokkurinn virðist svo vera "Auðir og ógildir". Ef þetta yrði niðurstaða kosninga og hugmyndir Friðriks Erlingssonar rithöfundar fengju fram að ganga yrðu 9 þingsæti auð.

Það er sannarlega kominn tími á uppstokkun í samfélaginu. Það verður samt að gefa lýðræðinu tíma til að setja niður áætlun um hvað á að gera, hvaða stefnu á að taka og af hverju. Tíma fyrir ný framboð að koma fram ef stemning er fyrir því og tíma fyrir núverandi flokka að stilla upp nýjum listum. M.a.s. Vg hefði gott af því.

Það þarf líka að gefa tíma til að ræða breytta stjórnskipan. Þetta fyrirkomulag, sem í raun réttri ætti að heita stjórnbundið þing en ekki öfugt, er jafn glatað fyrirbæri og verðtryggingin og virkar álíka vel við að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins og stýrivextir við að tryggja lága verðbólgu.

Til að bjarga fólki og fyrirtækjum í skjól þarf að taka upp evru, einhliða, nú þegar, hefja um leið aðildarviðræður við ESB, kjósa til alþingis með vorinu og um aðildarsamning þegar hann er tilbúinn.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Einkennilegt er þetta Evru-trúboð um gjaldmiðil sem er hvergi í sjónmáli, jafnvel þótt Íslandi væri á morgun orðið aðili að ESB.

Það er líka nokkuð einkennileg sagnfræði að segja Samfylkinguna nýkomna í ríkisstjórn þegar kjörtímabilið er bráðum hálfnað. Þar að auki studdi Samfylkingin dyggilega fjölmörg stefnuatriði fyrri ríkisstjórnar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar svo sem einkavæðingu bankanna og boðaði skattalækkanir þegar látið var vaða á súðum í ríkisfjármálum og viðskiptahallinn var í hæstu hæðum. Og gleymum ekki stóriðjudæminu eystra, Kárahnjúkavirkjun og Alcoa-álbræðslunni. Skyldi skuldsetningin og þenslan af þeim sökum ekki hafa átt gildan þátt í hvernig fór í október sl.?

Hjörleifur Guttormsson, 1.12.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Samfylkingin er nýkomin í ríkisstjórn og fólk veit að hagstjórnarmistök undanfarinna ára eru ekki hennar sök"

Viðbragðsleysið við fjárhagskreppunni er aftur á móti á ábyrgð Samfylkingarinnar, en hennar fór fyrst að verða vart fyrir 15 mánuðum síðan.

Samfylkingin getur heldur ekki frýjað sig ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru í hruninu, eins og nýlegum gjaldeyrishöftum, þar sem Samfylkingin jók völd Davíðs, þrátt fyrir að hafa látið bóka mótmæli gegn honum. Nú hefur jú komið í ljós að það var bara til að sýnast.

Gestur Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gleymdi að minnast á Framsókn sem fær enn sem fyrr minna í könnunum en í síðustu kosningum.

E.t.v. vegna þess að nú stendur þjóðin frammi fyrir afleiðingum 90% lánanna og einkavinavæðingar bankanna, afnáms bindiskyldunnar, áhrifa stóriðjunnar á efnahagsstjórnina (sem Sf varaði þrátt fyrir allt við HG).

Að ekki sé minnst á það hvernig er að fjara undan krókódílunum í flokkseigendafélagi Framsóknar sem hafa nú skilið 30 ma sameignarsjóð eftir í rúmlega 20 ma skuld.

Dofri Hermannsson, 1.12.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þögn er sem sagt sama og samþykki?

Ekki gleyma því að 90% lánin voru keyrð áfram og voru að frumkvæði bankanna, ÍLS fylgdi á eftir. Kosningaloforð Framsóknar hljóðaði upp á allt að 90% þegar og ef efnahagslíf þjóðarinnar leyfði.

Útskýrðu fyrir mér hvernig einkavæðing bankanna olli þessu hruni. Sérstaklega þá Glitnis sem hrundi jú fyrstur vegna fáránlegra viðbragða Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks við aðstoðarbeiðni þeirra.

Afnám bindiskyldunnar. Væri ekki rétt að þú skoðaðir hvernig bindiskyldan hefur þróast í nágrannalöndum okkar, t.d. þeim löndum sem er í ESB. Stóriðjuáhrifin urðu jú mun minni til þenslu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hvernig tengist uppgjör Giftar forystu Framsóknar?

Gestur Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 23:32

5 identicon

Sérkennilegar ályktanir hjá þér Dofri varðandi ábyrgð Samfylkingarinnar.

Reyndin er sú að þið fenguð tækifæri til að grípa í taumana í þjóðfélagi þar sem spilling og sérhagsmunagæsla hefur ráðið ríkjum en klúðruðuð því hrikalega. Fólk er skiljanlega löngu búið að gefast upp á því að gera móralskar kröfur til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en það hafði örlitla vonarglætu í Samfylkingunni.

En þvi miður - frá upphafi stukkuð þið í vagninn hjá útrásarvíkingunum og hlóðuð undir þá með skjalli og ókeypis almannatengslum erlendis. Björgvin og Össur fremtir í flokki með útrásarfrasana á lofti. Hvað finnst þér t.d. um það að sagnfræðingurinn Björgvin G. Sigurðsson þurrki út fortíð sína á netinu?

Þú verður að skilja ef þú og þínir samflokksmenn haldið áfram að vera svona gagnrýnislausir á sjálfa ykkur þá eruð þið engu betri en þeir sem þið hafið verið að gagnrýna. Heldur þú að ráðning Ingibjargar á vinkonu sinni í sértilbúna sendherrastöðu skaði ykkur ekki? Eða flokkar þú það undir smit frá Sjálfstæðisflokknum?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ágúst. Af hverju þarf að krefjast allra hluta? Er ekki hægt að eiga skoðanaskipti án þess að krefjast svara? Ekki hefur staðið á mér að svara því sem til míns friðar heyrir. Evru vil ég af því það er illt bæði fyrir fólk og þjóð að þurfa að nota peninga sem halda ekki verðgildi sínu. Umsókn um ESB aðild vil ég af því það er fráleitt að láta ekki á það reyna hvað kæmi út úr slíkum samningum. Ef niðurstaða slíkra samninga er ásættanleg er betra að vera fullgildur þátttakandi í stefnumótun og setningu reglna en að vera bara með þýðingastöð á reglugerðum frá Brussel. Evrópa er okkar stærsta viðskiptasvæði og þangað eiga Íslendingar margt fleira að sækja s.s. menntun, menningu, ættingja og vini til langs tíma. Við eigum að vera hluti af samfélagi þjóðanna en ekki Bjartur í Sumarhúsum.

Dofri Hermannsson, 2.12.2008 kl. 08:31

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lími hingað inn svar til Flokksmanns í mínum elskaða flokki, og bið menn fyrirgefa, að ég bendi honum á bithaga þjóðníðingana í Samfó.

Guðbjörn minn.

Þú þarft ekkert að stofna annann flokk.

Farðu bara til hinna sem eru sama sinnis og SAMFYLKIÐ GEGN ÍSLANDI með aðildarbullinu í ykkur.

Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá fiskveiðsistefnu ESB.

 Það liggur fyrir, að við fáum EKKI undanþágur frá tilskipun um orkusölufyrirtæki og námur.

Þatta hefur aðeins í för með sér, að við verðum útjaðar með engin áhrif (hugsanlega 4 atkvæði af fl hundruð)

Einnig að þegar útlendingar haf afengið að versla á MARKAÐI með Kvótann og orkufyrirtækin, verður það þannig, að skipuin koma EKKI að landi hér, nema þa´stundum þegar þarf að gera smotterí við  þau.

Orkufyrirtækin verða búsett erlendis go greiða sína skatta þar, því samkvæmt LÖGUM ESB má ekki leggja á gjöld vegna námuvinnslu eða borana, vikrjan fallvatna eða annars orku öflunaraðgerðum (sett inn vegna Breta og Norðusjávar olíuborana)

Hvaða TEKJUR verða þa´til að greiða reikninginn vegna hjúkrunar okkar og skólagöngu barna okkar?

Nei minn kæri vinur, Samfylktu bara gegn afkomendum mínum hér á landi og ég mun snúast gegn þér af grimmd.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 10:43

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég sé sérstaka ástæðu til að þakka Bjarna fyrir að senda mér Guðbjörn. Við Guðbjörn erum ekki alveg sammála um alla hluti en ég verð að segja að hann skrifaði á vef sinn býsna góða greiningu á ástandinu innan Sjálfstæðisflokksins. Ég sé ekki annað en að með þessari athugasemd sé Bjarni að staðfesta kenningu Guðbjarnar.

Ég bið Bjarna að halda endilega áfram þessu merka starfi sínu - að reka flótta Sjálfstæðismanna inn í Samfylkinguna.

Dofri Hermannsson, 2.12.2008 kl. 11:19

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Dofri  ég skal hvergi draga af mér, að senda útlendingadindla til ykkar þarna í undirlægju flokki landsins.

Mér er lí léttu rúmi, hvort Flokkurinn fær meira eða minna út úr skoðanakönnunum eins lengi og hann er trúr nafni sínu SJÁLFSTÆÐIS flokkurinn.

Kvislingar eru lyddur, sem frekar vilja undir erlent veld en berjast frjálsir og heiðarlegir menn með ást á frelsi og viðgangi afkomendana í sínu ástsæla landi sem fóstraði þá.

Verði ykkur að því sem það gefur, að fá til ykkar hratið.

Með kveðjum friðarins og frelsisins

MiðbæjarÍHALDIÐ

Bjarni Kjartansson, 2.12.2008 kl. 11:28

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Berðu kveðju mína í Sumarhús, ef Ásta Sóllilja er ekki farin.

Dofri Hermannsson, 2.12.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Og nú er bara að vona það að kratakommarnir hrapi líka í fylgi og helst út úr stjórnmálum.

Marinó Óskar Gíslason, 2.12.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband