Hver er við stýrið?

hin-morgu-andlit-lydraedisÞessi mynd hefur gengið á netinu.
Það er með ólíkindum að þessi maður skuli ekki hafa verið látinn taka pokann sinn. Hér eru örfá atriði sem engum seðlabankastjóra hefði liðist nema Davíð og dr. Gono í Zimbabwe.

Skortur á aðhaldi og aðgerðum fyrir hrun, rangt mat á stöðu bankanna í skýrslum, Kastljósviðtalið þar sem hann tilkynnti heiminum að Ísland ætlaði að stela peningum frá útlendingum, skaðlegt gaspur um Rússalán, fáránleg varnarræða hjá Viðskiptaráði og nú síðast hótun um endurkomu í pólitík ef hann verði látinn víkja!

Verði hann ekki látinn víkja hið snarasta er myndin að verða býsna sannferðug.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er nokkuð góð spurning.  Ég held alveg örugglega að það séu tveir sem haldi um það, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.  Hvernig væri að þið í Samfylkingunni sýnduð hvað í ykkur býr og hótið stjórnarslitum nema Davíð víki.

Þú fékkst annars góðan stuðning við tillögu þína um einhliða skiptingu yfir í evru í grein í Fréttablaðinu í dag.

Marinó G. Njálsson, 4.12.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með Marinó.

Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 11:45

3 identicon

Þetta er líklega alvarlegasta tilfellið af " Davíðs-heilkenninu" !!

 Spurt er: Fylgja þessu heilkenni, magaverkir ?? !

 Svimi & höfuðverkur ??

 Kannski niðurgangur ??

 Alla vega hlýtur andlega líðanin að vera hörmung !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Ásgerður

Ég spyr líka,,,hvernig stendur á þvi að Samfylkingin fari ekki fram á að maðurinn fari úr Seðlabankanum strax ,,,eftir hverju er verið að bíða???

Átti ekki von á þessu frá Samfylkingunni,,,að sætta sig við að vera strengjabrúður manns sem heldur að hann sé guð almáttugur

Ásgerður , 4.12.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kanski eru það merki um hvað sf er máttlaus stjórnmálaflokkur að DO situr í umboði sf.
Jú vissulega Dofri þá hafið þið lagt fram bókun og ítekun á bókun að DO sitji ekki í umboði sf.
En Dofri þar sem þið gerið ekkert í þessu þá staðfestið þið það sem ég tel að sf sé eingöngu spjallflokkur. Ekki satt.

Óðinn Þórisson, 4.12.2008 kl. 12:51

6 identicon

Ja, Dofri hver er við styrið. Það eru örugglega ekki kratar. Hvar eru kratarnir þeir eru örugglega ekki i samfo. Get ekki kosið samfo aftur. Johanna er eina manneskjan sem stendur uppur af þessu liði.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:10

7 identicon

Já Dofri og nú hæðist DO að sjálfri viðskiptanefnd Alþingis með því að bera fyrir sig "bankaleynd" og þessvegna ekki getað upplýst nefndina um vitneskju sína.

Hvurslags eiginlega farsi er þetta. Getur Alþingi Íslendinga látið þetta viðgangast. Hann valtaði alltaf yfir Alþingi þegar hann var forsætisráðherra en nú er hann embættismaður´sem á að starfa í þágu þjóðar og þings.

Þetta er ekki hægt hann drullar yfir Alþingi og þjóðina sína líka !

Eitt getur Alþingi gert og það er að setja lög þegar í stað sem afnema bankaleyndina af seðlabankastjóra í þessu tiltekna máli.

En ég held að hann myndi samt senda þeim puttann. Hann er nefnilega yfir allt og alla hafinn þessi hrokagikkur.

Hvað á þessi seðlabankastjóri að vera þarna lengi í boði Samfylkingarinnar, Dofri ! Því að hann er það meðan þið hangið í Ríkisstjórninni og gerið ekkert !

Alþingi og þjóðin getur ekkii látið bjóða sér þetta stundinni lengur ! Ekki meir, ekki meir !

BURT MEÐ SEÐLABANKASTJÓRNINA OG BURT MEРÞESSA HANDÓNÝTU RÍKISSTJÓRN SPILLINGARAFLANNA ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:19

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Davíð Oddsson er fyrir löngu kominn út fyrir öll mörk í því að sanna sitt vanhæfi til starfs Seðlabankastjóra. Nú verður samstarfsflokkurinn að ganga hart eftir afsögn allrar stjórnar Seðlabankans. Trúverðugleiki flokksins í ríkisstjórn er í veði og það sem verra er að nú ber flokkurinn ábyrgð á því að þessi maður haldi áfram að sletta hinu og þessu í hálfkveðnum vísum um um víðann völl. Slíkar slettur frá Davíð eru nú þegar búnar að skaða okkur nægilega og þetta verður að stöðva.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Slítið undan eistun, því þau liggja hvort sem er útum víðann völl

Máni Ragnar Svansson, 4.12.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ef einhver Íslendingur hefur áhuga þá er súrsaður hrútspungur ágætis þorramatur

Máni Ragnar Svansson, 4.12.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband