Nokkrar spurningar fyrir alvöru blaðamenn

  • Hvort er hér um að ræða álver upp á 250 þúsund tonn eða 360-400 þúsund tonn eins og seinast var í umræðunni?
  • Af hverju taldi Century stærra álver nauðsynlegt til að hægt yrði að fjármagna ævintýrið?
  • Hvað er hæft í grunsemdum um að helst vaki fyrir Century að fá samþykktir fyrir pakkanum svo hægt sé að selja hann og bæta fjárhagsstöðu Century?
  • Hvar á að fá orkuna sem álverið þarfnast? (Ath. að ólík svör fást eftir því hvort rætt er við OS eða HS sem tæpast getur talist hlutlaus aðili)
  • Hvað verður þá eftir fyrir aðra aðila sem bæði skila fleiri störfum á hvert MW og meiri virðisauka til samfélagsins - s.s. græna iðaðarstarfsemi af ýmsu tagi?
  • Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að framlengja orkusölusamning sinn við Norðurál sem rennur út nú um áramótin? (fundur í dag)
  • Ef svo er, hve mikið mun OR þá eiga eftir til að selja til grænnar iðnaðarstarfsemi?
  • Ef svo er, þýðir það þá að stefnt sé að Bitruvirkjun þrátt fyrir neikvætt umhverfismat?
  • Ef svo er, hvað varð um þá afstöðu OR að ekki ætti að setja öll egg í sömu körfuna?
  • Er slæm fjárhagsstaða Reykjanesbæjar og afleit staða Helguvíkurhafnar aðal ástæða þess hve hart bæjarstjóri Reykjanesbæjar sækir þetta hagsmunamál Century?
  • Er eðlilegt/heppilegt að bæjarstjóri skuldugs Reykjanesbæjar sé jafnframt stjórnarformaður HS og taki ákvarðanir um fjárfestingar þess fyrirtækis?
  • Er eðlilegt/heppilegt að bæjarstjórnarmaður og samflokksmaður bæjarstjórans í Reykjanesbæ sé jafnframt aðstoðarmaður fjármálaráðherra og þar af leiðandi nátengdur samningum ríkisins við Century um mögulegar ívilnanir til handa Century?
  • Er með réttu hægt að segja að bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans hafi allir mikla pólitíska hagsmuni af því að Helguvíkurálver komist á koppinn?
  • Er hætta á að pólitískir hagsmunir þessara manna hafi áhrif á ákvarðantöku þeirra?

mbl.is Helguvík langt komin í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hér kemur þá spurning fyrir alvöru Samfylkingarmann.

Lengist ekkert á manni nefið við að ljúga kjósendur fulla með "Fagra Íslandi" og standa síðan ekki við neitt í því plaggi?

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 29.12.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góðar spurningar sem einhver frétta- eða blaðamaður tekur vonandi upp og fer ofan í saumana á þessum málum. Fréttin í Mogganum í dag er hér ef einhver hefur áhuga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 13:56

3 identicon

Álver eru einmitt það sem okkur vantar til að hressa upp á efnahaginn.  Svo held ég að það sé líka alveg athugandi að gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins.

Einar (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:16

4 identicon

Einar,  get ekki verið meira sammála þér.  Þetta er ekki hugmynd sem hefur komið upp áður

itg (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:37

5 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Dofri

Væri ekki frekar ástæða að gleðjast yfir því að hætt hafi verið við að byggja 400 þús tonna álver í Dubai? Varla heldur þú að það hafi staðið til að kynda það með sólarorku?  Eða heldur þú að með því að koma í veg fyrir álver á íslandi sé hnatthlýnun yfir íslandi reddað?
Með skuldastöðu Reykjavíkur og Or vil ég segja að Samfylkingin og Reykjavíkurlistinn stýrðu borginni frá 1994 til 2006. Getur þú ekki spurt Ingibjörgu Sólrúnu
og Steinunni Valdísi og síðan sagt okkur? Síðan var Dagur B þarna líka á tímabili árið 2007 til 2008?  Villtu spyrja þau hvers vegna skuldastaða borgarinnar er svona slæm og síðan segja okkur?  Þetta fólk ber mesta ábyrgðina á slakri stöðu borgarsjóðs.

Fyrst þú talar um pólitíska hagsmuni, samfylkingin í Hafnarfyrði hefur pólitíska hagsmuni af því að stækka álverið í Straumsvík? Hafnarfjarðarbær er á kúpunni og það er bara hægt að kenna einum flokki um það. Þú þekkir innviði flokksins betur en ég, getur þú ekki farið lítillega yfir það?
kv.
Jón Þór
 

Jón Þór Helgason, 29.12.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góðar spurningar, Dofri! Góður!

Það er enginn vandi að réttlæta öll álver og virkjanir á Íslandi, í Yellowstone og öðrum þjóðgörðum heims með því að velja sér það að álver knúið olíu eða kolum hefði risið í staðinn.

Hins vegar eru fjölmargir lönd og staðir í heiminum, þar sem er hægt að reisa álver knúin vatnsorku með aðeins broti af þeim umhverfisspjöllum sem hljótast af því að umturna einu af undrum veraldar á Íslandi.

Ómar Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ómar, 

Getur þú nefnt nokkur dæmi um svæði erlendis þar sem hægt er að byggja vatnsorkuver án þess að fórna verðmætum söndum?

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 29.12.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Morten Lange

Eitt af því sem mér fannst mjög gott í framsögu Paul Hawken, í þjóðmenningarhúsi fyrir jól,  var áhersla hans á hversu mikið er sóað af áli í heiminum.  Og hversu stórt hlutfall fer í að gera bjórdósir, miklu meira en fer í flugvélar og þess háttar. 

Annað sem hann lagði áherslu á var einmitt að ekki sé ráðlegt að setja öll eggin í einni körfu, sem sagt nota mjög stór hluti af hágæða orkuna í stóriðju og meir að segja einni tegund af stóriðju.  Lækkun álverðs undanfarið og upprifjun um hvernig samningar um orkuverð til amk Reyðaráls tengist álverðs er tímanleg áminning um glapræðið.

Alveg eins og með Karl Marx var greining Paul Hawken á vandanum mun betri en tillögur hans um lausnir. Því miður.

Takk fyrir viðleitnit til að aðstoða blaðamenn með metnaði til að sinna hlutverki sínu sem fjórða valdinu, Dofri  !

Fjölmiðlar og blaðamenn ( en kannski ritstjórar og eigendur einna helst) bera talsverða ábyrgð á því hvernig komið er fyrir landið.

Morten Lange, 29.12.2008 kl. 16:40

9 identicon

Jón Þór, svo Ómar skilji nægir ekki að segja ,,verðmætum söndum".  Það verður að segja ,,algerlega ómetanlegum söndum sem eiga sér enga líka í veröldinni og eru eitt af undrum veraldar".

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 16:45

10 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Góðar spurningar...en veist þú ekki öll svörin?

Ein fyrir þig: Finnst þér í lagi að stjórnmálamenn skammti atvinnuuppbyggingu í takt við fylgi og kjörvon?

Önnur fyrir þig: Finnst þér sem stjórnmálamanni í lagi að rústa atvinnuuuppbyggingu og lífsafkomu fjölda fólks á altari þinna einkaskoðana jafnvel einkahagsmuna. Þú hefur jú hagsmuni sem stjórnamálamaður.

Ein fyrir alla: Af hverju á fólk sem ræður yfir landi, orku og áhuga ekki að fá að nýta sína umhverfisvænu orku sér til lífsviðurværis.

Önnur fyrir alla: Þessum gjörningum er stjórnað úr ráðuneyum olíumálaráðherrans og dýralæknisins...er það í lagi?

Svar við öllum spurningum: Eruð við ekki öll... eitt af undrum veraldar?

Sigurjón Benediktsson, 29.12.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Jón Þór Helgason

Rétt Magnús.

þetta eru sömu sandar og hann rak rollur inná og tók síðan upp og sýndi í RÚV fréttum.  Kenndi síðan rollunum um allt uppfokið á afréttinum.  Verslings maðurinn hafði nú ekki meira vit á því sem hann var að gera að hann taldi að rollurnar gætu rústað landinu.  Þá voru sandarnir ónýtir, en nú einstakir.

Dofri, er von á svari við spurningunum frá okkur?  Eða eru eins og Ingibjörg Sólrún? Svarar ekki óþægilegum spurningum?

Jón Þór Helgason, 30.12.2008 kl. 00:37

12 Smámynd: Gísli Gíslason

Nú er sóknarfæri fyrir alla að benda á nýjar leiðir til atvinnuuppbyggingar.  Orka þeirra er betur varin í það en að rembast á móti frekari uppbyggingu í Helguvík eins og Dofri gerir hér að ofan.   Nú þurfa allir að horfa fram á veginn og búa til ný störf í landinu og það fljótt ! 

"..græna iðaðarstarfsemi af ýmsu tagi" eins og Dofri nefnir hér að ofan eru góð og gild svo langt sem þau ná. Það vantar  að skilgreina hvað átt er við, það þarf að  leggja á borðið arðsemiútreikninga, hvað þetta skaffaði mörg störf osfrv.  Á meðan það er ekki gert, þá verður svona málflutningur  áfram ótrúverðugur.

Það voru öfl sem börðust hatrammlega á móti uppbyggingunni á Austurlandi.  Í dag er erfitt að ímynda sér Austurland án þeirra starfa sem þar voru mynduð.  Það voru öfl sem börðust á móti því að álverið í Straumsvík yrði stækkað. Nú myndi muna um það að verktakar væru með fólk í vinnu við að stækka álverið í Straumsvík, sem svo sköpuðu framtíðarstörf.   Dofri er hluti af þessum öflum sem börðust á móti þessum framfaramálum.   Sóknarfæri þeirra er að fara að tala af ábyrgð og festu um hvernig atvinnuuppbyggingu þau vilja sjá.   Á meðan ekki bólar á neinu slíku þá er uppbygging álvers í Helguvík þjóðþrifamál.

Gísli Gíslason, 30.12.2008 kl. 11:16

13 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gísli. Hefur þú ekkert fylgst með því hvernig gengur að reikna "framfaramálið" Kárahnjúkavirkjun út með hagnaði? Ekki vel. Það er varla hægt að fá viðunandi arðsemi á eigið fé þrátt fyrir að ríkisábyrgð hvíli á lánunum því eins og allir muna sem kæra sig um var reynt að fá einkaaðila að verkefninu en enginn slíkur aðili treysti sér til að hætta peningunum í það. Sem var skynsamlegt af þeim. Uppgangurinn fyrir austan er því á kostnað skattborgara. Ég er ekki að segja að ekki hefði mátt nota skattfé til að gefa Austfjörðum vítamínsprautu en ég er algerlega sannfærður um að það hefði verið hægt að gera það með mun ódýrari og betri hætti en gert var.

Þú segir það standa upp á mig að setja fram arðsemisútreikninga á öðrum valkostum en álveri. Það er ósanngjarnt að fara sífellt fram á að þeir sem benda á vankanta einhvers að þeir séu jafnframt sérstaklega vel að sér um aðra kosti. Það vill hins vegar svo vel til að ég veit um ein 5 erlend fyrirtæki, stór og smá, vilja setja hér upp starfsemi. Þetta eru fyrirtæki sem þurfa frá 3 og upp í 90 MW, eru fjölbreytt að gerð og með vel launuð störf fyrir menntað fólk. Þessi fyrirtæki þyrftu samanlagt um 115 MW og myndu skapa um 450 störf, um helmingur starfanna krefst sérstakrar menntunar.

Af því ákvörðun hefur verið tekin um að þurrka upp alla orku á SV horninu (og jafnvel víðar) til að seðja orkufrekjuna í Helguvík er lítið sem ekkert eftir fyrir aðra starfsemi. Stefna stjórnvalda (sem endurspeglast í því að aðeins er horft til ávera) virkar einnig mjög fráhrindandi á fyrirtæki sem væru til í að koma hingað með stækkunarmöguleika í huga. Það er ekki hægt að gefa nein fyrirheit um slíkt - öllu hefur veirð lofað til Helguvíkur!

Dofri Hermannsson, 30.12.2008 kl. 13:07

14 Smámynd: Gísli Gíslason

Dofri.  Þeir sem eru/voru á móti virkjuninni fá arðsemismat af Káraknjúkavirkjun í mínus aðrir plús þmt sérfræðingar Landsvirkjunar sem mér finnst trúverðugastir í þessu, enda þeir einu sem vita raforkuverðið og lánakjörin.  Allt tal um að skattfé sé notað í virkjunina fæst ekki staðist, því það er lánsfé sem virkjunin er byggð fyrir sem orkukaupinn greiðir niður. Staðreyndin er að Kárakhnjúkar mun borga sig niður á nokkrum áratugum og svo verður virkjunin framtíðar gullmylla fyrir afkomendur okkar.  Umhverfisvæn orka sem verður bara verðmætari með tímanum.    Ný störf sem koma til vegna virkjunarinnar auka svo skatt tekjur hins opinbera.

Það vantar störf á Íslandi og þegar menn setja sig uppá móti ákveðinni uppbyggingu þá er alls ekkert ósanngjarnt við það að farið sé fram á að menn komi fram með hugmyndir um önnur störf.   Í landi þar sem er atvinnuleysi er sérstaklega mikilvægt að allir leggist á eitt með að finna ný störf. 

Þú nefnir að það hefði verið hægt að gefa Austfirðingum "ódýrari vítamínssprautu".  Ekki veit ég við hvað þú átt en væri ekki ráð hjá ykkur að nota slíkar "vítamínsprautur" til hjálpar t.d. á Vestfjörðum, eða Norð austur landi þar sem samfélag er í mikilli vörn. 

Mér finnst áhugavert að þú nefnir þessi 5 erlendur fyrirtæki, nokkuð sem ég hef ekki heyrt um.  Ef öll orka hér á SV horninu er lofuð til Helguvíkur, þá hlýtur að vera sóknarfæri að fara í frekari virkjanir og fá þessi ágætu 5 fyrirtæki sem þú nefnir til að koma og kaupa orku.  Við eigum sem betur fer næga orku og það hlýtur að vera hægt að komast að sætta sjónarmið þannig að hægt sé að ráðast í frekari virkjanir.  Það hlýtur einnig að vera eðlilegt að benda þessum fyrirtækjum á að t.d. á Norð austur landi er ónýtt orka, þannig ætti orkuskortur einn og sér ekki að vera ástæða þess að viðkomandi fyrirtæki komi ekki til landsins.

Svo óska ég þér og þínum gleðilegs nýs árs. bestu kveðjur Gísli G.

Gísli Gíslason, 30.12.2008 kl. 16:09

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að Dofri og aðrir sjálfskiðaðir sérfræðingar í Reykjavík um framkvæmdir á Austurlandi,  kæmu með létta kennslustund fyrir okkur hér á Austurlandi, um útrás fjármálgmannanna. 

Vel þegið væri það Dofri, að þú sýndir okkur jafnframt fram á að það, að aldrei komi að okkur, saklausum skattborgurum landsbyggðarinnar, að borga niður þann herkostnað.

Vel þegin væri einnig kostnaðarskiptingin, annars vegar hvað útrás fjármálageirans muni kosta samfélagið, á móti þeim kostnaði sem fellur á sama hóp, vegna byggingar álvers og virkjunar á Austurlandi.  Eru það bara Reykvíkingar þem koma til með að bera þann kostnað útrásarvíkinganna?  Voru það ekki bara íbúar í Reykvíkingar sem lögðu upp í þá "vegferð"?

Benedikt V. Warén, 3.1.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband