Góð ákvörðun

Mér hefur fundist óréttlátt að heimta afsögn Björgvins á meðan ekki er farið fram á slíkt af ýmsum öðrum, þ.m.t. ákveðnum ráðherrum, sem meiri ábyrgð bera. Nú hefur Björgvin tekið af skarið og verður forvitnilegt að sjá hvort aðrir sjá sóma sinn í að fylgja fordæmi hans.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin er peð sem fórnað er þegar drottningin vill sýna kónginum að þrátt fyrir að húsið brenni þá elskar hún hann enn og vill halda sambúðinni áfram.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Fín kenning en ég held hún sé röng. Held að þeir ráðherrar sem mesta ábyrgð bera hafi ekki viljað afsögn Björgvins því hún léttir engum þrýstingi af þeim sjálfum, þvert á móti eykur hann til muna.

Dofri Hermannsson, 25.1.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað svosem fólki finnst um refskákir, fórnir eða hvað þetta allt er kalla,  þá er hér um tímamótaatburð að ræða í stjórnmálum á Íslandi. Ráðherra segir af sér, viðurkennir mistök og axlar ábyrgð. Verið er að opna fyrir slíkar afsagnir sem tíðkastu löndunum í kring um okkur og mikið hefur verið vitnað í. Auðvitað má deila um tímasetningu þessa, en skrefið hefur verið stigið og það er staðreynd. Það er ekki tilviljun að þarna er á ferð ungur stjórnmálamaður sem hefur komið fram af heilindum og talað mun skýrar sem margir í sambærilegri stöðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef alltaf haft mikið álit á Björgvini og hann fær prik fyrir þetta. Þá er það Árni Matt. og Seðlabankastjórn og stjórar næst.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.1.2009 kl. 15:02

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það er alveg sama hvað stjórnmála menn gera það er alltaf fundið að því.

Ég held að þú frændi sjáir hlutina í réttu ljósi. Þetta var góð ákvörðun hjá Björgvini og setur gríðarlega pressu á aðra ráðherra eins og Geir, Ingibjörgu og Árna Matt og mættu þau öll taka hann sér til fyrirmyndar :)

Ágúst Dalkvist, 25.1.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Næstu kosningar munu snúast um það hvaða frambjóðendur gefi þjóðinni mesta von um að hægt sé að halda uppi atvinnu og skapa nýja, án þess að henni verði haldið uppi af sköttum sem teknir eru af almenningi það er ríkinu.Björgvin G. Sigurðsson er ekki umhverfisöfgamaður og mun trúlega standa nokkuð vel í sínu kjördæmi.Fall Samfylkingarinnar verður mest í R.Vík.Öfgaliðið og ríkisbetlararnir munu raða sér á VG. og hinir sem vilja vinna á almennum markaði og bjarga sér munu velja aðra flokka en Samfylkinguna.Draumurinn er á góðri leið með að vera búinn.Mest fyrir öfgafólk í Samfylkingunni sem hefur hrakið hana út í horn með potta og pönnuglamri og baráttu gegn virkjunum.

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2009 kl. 20:45

7 identicon

Björgvin er nútíma stjórnmálamaður sem á mikla framtíð fyrir sér sagði Geir. Hann er traustur, hreinn og beinn. Ræktar samband við grasrótina, upphefur sig ekki eins og alltof margir gera þegar þeir komast til valda. Björgvin við teystum á þig, Hann getur samið okkur út úr vandræðum fortíðar Do og xB framhjá öfgum D og Vg

hann (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband