Virkjum hugann - verndum náttúruna

Sumir segja að umhverfis- og náttúruvernd sé "ofboðslega 2007". Það er rangt. Staðreyndin er sú að það verðmætatap sem hefur átt sér stað á þessu ári er brandari miðað við verðmætatap í vistkerfinu. Skógareyðing, jarðvegseyðing, flóð og fellibyljir af völdum loftslagsbreytinga, mengun vatns og sjávar, útdauði tegunda....listinn er langur.

Fulltrúar nauðhyggjunnar voru fljótir að hlaupa til þegar bankarnir hrundu og segja að engin verðmætasköpun í landinu væri raunveruleg nema álframleiðslan. Þeir hafa á röngu að standa. Með 80% af öllum raforkusamningum bundna við verð á áli erum við heppin ef sú heimska okkar að setja ævinlega öll egg í sömu körfu á ekki eftir að leika okkur grátt.

Það sem er að bjarga okkur núna er hugvitið. Nú taka sprotafyrirtækin sem áttu ekki séns í hágengis- og okurvaxtastefnu gróðæranna mikinn vaxtarkipp. Þau eru að bæta við sig tugum nýrra starfskrafta í hverri viku.

Það er líka bjart framundan í ferðaþjónustunni sem líka var grátt leikin af ofurgengi og mafíuvöxtum. Nýsköpun í ferðaþjónustu á eftir að taka stóran kipp. Ef við byggjum á hreinleika og virðingu gagnvart náttúrunni bæði til sjávar og lands þá eigum við mikla möguleika á að byggja hér upp ímynd lands, þjóðar og framleiðslu á gildum sem verða kjarninn í öllum bissness um langa framtíð.

Það er mikið gleðiefni að þessi mynd Andra og Þorfinns sé loks að koma út.


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og í Enronsmálinu var mest af þeim peningum, sem látnir voru blásast upp með því að setja fáránlega háa verðmiða á viðskiptavild og framtíðarhugmyndir hvers konar aldrei til.

Að því leyti til er stór hluti fjármálakreppunnar aðeins leiðrétting á verðmætamati.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vissulega er fleira verðamæti en peningar og peningar í sjálfu sér ekki verðmæti, heldur ávísun á verðmæti... eða þannig held ég að það eigi alla vega að vera.

Vissulega ber að sýna náttúrinni virðingu og ganga ekki á hana með rányrkju og græðgi.

Hversu mikið gleðiefni þessi mynd er hins vegar á eftir að koma í ljós.

Emil Örn Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 14:52

3 identicon

Sæll Dofri,

Oboðslega ertu þröngsýnn.  Þú getur endalaust skrifað um hvað íslenska náttúran er verðmæt, hvað hún gefur af sér og síðan í næsta orði talar þú um að heimurinn sé að farast vegna mengunar og loftslagsbreytinga.

Ég er meiri náttúruvendarsinni en þú, ég nefnilega hugsa um heildarhagsmuni heimsins en þú hugsar bara um þinn rass!  Umhverisverndarstefna þín nær nefnilega ekki mikið lengra en rétt út fyrir stofugluggan hjá þér.  Þér er nefnilega alveg sama þó að Kínverjar noti kol til að keyra áfram verksmiðjur og í Austurlöndum nær hafi verið á teikniborðinu að byggja 400 þús tonna álver(svipað og í reyðarfirði) kynnt áfram með Olíu.   

Hér er ein spurning fyrir þig.

Hvert af eftirtöldum álverum veldur mestum loftlagsbreytingum?

1. 400 þús tonna álver í Kína, kynnt áfram með kolum.

2 400 þús tonna álver í Dubai, kynnt áfram með Olíu.

3 400 þús tonna álver á Íslandi, kynnt áfram með vatnsorkuveri.

Reyndar held ég að þetta sé of erfið spurnig fyrir þig, þú munnt ekki svara henni. ég þekki þig ekki nógu vel til að átta mig á hvort það sé vegna yfirgripsmikillar vanþekkingar á umhverfismálum eða vegna þess að pólitískt ástæða.  þar sem þú ert í atkvæðasmölun getur þú ekki svarað þessu.

Það svo hrikalega glatað hjá þér að tala um hlýnun jarðar þegar þú ætlara bara að lækna vandamálið hér á íslandi en ekki í heiminum. 

Gaman líka að sjá hvað vinur þinn Ómar Ragnarsson er orðinn duglegur að tala um hvað mikill gróður er inná hálendinu. í mörg ár rak hann rollur inná svarta sanda og tók myndir af því og kenndi rollunum um að hálendið væri farið í auðn. Þetta kallast víst fréttamennska.

Dorfi minn, farðu nú að þroskast og horfðu aðeins lengra en útúr gluggan hjá sjálfum þér. Við búum í einum heimi og öndum að okkur sama loftinu. Veltu því fyrir þér hvað við græðum mikið á að taka úr notkunn reykspúandi olíu og kolaorkuver sem eru að hækka hitastigið í heiminum.  Með því getum við gert heiminum  mikið gagn.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:16

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ummhumm, Jón Þór... ef einn pissar í laugina syndum við öll í hlandinu.

Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 13:53

5 identicon

Einar, þetta er akkurat það sem ég er að segja. Ekki getum við hætt að framleiða iðnaðarvörur. Þá er um að gera að hugsa um heildarhagsmuni heimsins, en ekki bara um Ísland.

ég vill ekki fylla landið af Álverum, alls ekki. ég hef aldrei verið talsmaður þess. En við búum við sérstöðu sem getur minnkað mengun í heiminum. En við megum ekki ganga of langt, en Dofri gengur of langt í hina áttina. Annars ætlar Dofri ætlar ekki að svara mér frekar en venjulega.

Og Einar, skemmtilega orðað hjá þér :-)

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þessar athugasemdir Jón Þór (ef það er þitt rétta nafn) ég sé þetta allt í nýju ljósi núna. Sé að til að bjarga jörðinni frá kolakyntum álverum verðum við að virkja hér hvert einasta Mw sem hægt er að kreista úr ám og iðrum jarðar.

Vona bara að það sé nóg því annars erum við í vondum málum, ekki satt? Gætum þá jafnvel þurft að fara að skattleggja mengun og gera eitthvað raunverulegt í málunum eins og að nota efni sem menga minna, endurvinna meira, nota minna af frumvörum til iðnaðarframleiðslu. Guð og náttúra Íslands forði okkur frá því!!!

Dofri Hermannsson, 14.3.2009 kl. 10:27

7 identicon

Sæll Dofri,

Ég heiti Jón Þór Helgason og láttu ekki eins og ég sé að skjóta á þig úr launsátri. Nógu snöggur varstu að birta upplýsingar um mig þegar ég sagði skoðun mína á því hversu valdasjúk og lélegur leiðtogi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er.

Málið eru þessar rosalegu öfgar þínar.  ég er umhverfisverndarsinni og lifi samkvæmt því.  Munurinn á mér er að ég geri ráð fyrir því að fólk sem hefur ekki eins gott og við Íslendingar eins og Asíubúar og Afríkubúar vilji sjá sín lífskilyrði batna. Er það ekki eðlileg krafa þeirra?  Við verðum því að menga því að ekki viljum við að velferðarkerfið verði lagt niður, við viljum halda úti menningu (ég er reyndar á þeirri skoðun að tónlistahúsið sé umhverfisslys)og góðu skólakerfi.  Til þess þurfum við störf.  

Því þurfum við að nota vörur sem eru búnar til úr auðlindum og að breyta auðlindum í nothæfa vöru mengar.  Við kaupum vörur frá Kína og Evrópu en ÞÚ villt ekki taka ábyrgð á þessari mengun!!!  Þú situr væntalega fyrir framan tölfu að lesa þetta og hún er líklega búinn til í Asíu. Mengunn í Asíu útaf þinni þörf. bara sem dæmi.  

Umhverfismál eru jafn fáranleg eins og flest þar sem pólítíkusar koma nálægt.  Kína, USA og Indland eru ekki aðilar að Kíoto samkomulaginu, Fiskiskip eru talinn með en flugvélar ekki nema að hluta.  Það er ekki tekið tillit til þess að við sem þjóð höfum hugsað mikið um umhverfismál og mengunn vegna hitunar og lýsingar er afar lítill.  Villtu annars að við förum að nota Blí í staðin fyrir ál í bíla eða járn í flugvélar? Járnverksmiðjur eru umhverfisvænari en Ál. 

 Síðan þessi fáranlegur mælikvarðar sem notaðir eru.  Af hverju eru notaðir mælikvarðar eins og mengunn á mann? Af hverju er ekki notaður mengunn miðað við framleiðsluverðmæti?  Það er rosaleg verðmætaframleiðsla hér á landi og með littla mengunn.  Framleiðslan er fiskiðnaður og orkufrekur iðnaður.  Í raun eru þessir mælikvarðar að fara skipta meira máli, þegar markaður með mengunarkvóta fara að ganga kaupum og sölum. Þá sérðu hvað ég er að tala um. Hagkvæmi framleiðslu vegna umhverfisvænna orkugjafa er mjög mikill hér á landi. Af því að við getum nýtt auðlindir okkar sem menga lítið nema auðvitað taka frá okkur land. 

Endurvinnsla þarf að auka, en vandamálið er að hún mengar líka og kostnaðurinn við að safna saman því sem er ónýtt er mikill. Að safna saman rusli, flokka það og endurvinna kostar líka peninga og mengar. Og ég veit ekki hvað þú heldur að menn sem eru í framleiðslu séu að gera, en það eru allir að einbeita sér að því að minnka notkunn á öllum vörum til að lækka kostnað og um leið að menga minna.  Að breyta lífsgildum í neysluþjóðfélagi eins og við lifum í tekur lengri tíma en það ekki gert með öfgum.

Síðan lestu náttúrulega ekki hvað ég segi, og líklega vegna þess að þú hefur ekki áhuga á að hugsa um það sem þú ert að segja.  ég hef aldrei sagt að það eigi að virkja allt. ég held reyndar að þú sért orðinn röklaus enda duglegri að koma fram með frasa án þess að nokkuð sé á bak við þá. 

Talandi um peninga og mengun.

Hvað þurfum við að menga mikið til að reka tónlistarhúsið í heilt ár?  Sem dæmi;Rekstur þess kostar um 1,1 til 1,5 milljarða á ári. Skatttekjur af Álverinu í Reyðarfirði er um 1,5 milljarðar á ári.  Þannig að við verðum að byggja helt álver uppá 460 þús tonna framleiðslugetu til að reka þennan minnisvarða hroka og sjálfsdýrkunar. Ertu ekki sammála mér um að Tónlistarhúsið er merki um sóun á hæðsta stigi?  Þar er verið að búa til dýrt hús þar sem við þælarnir í þessu samfélagi þurfum að greiða fyrir og MENGA til að hægt sé að reka það.  Þetta hús er í mínum huga efsta stig hroka fólks sem hefur galað mest um umhverfismál og telja sig umhverfisverndarsinna.

Ertu ekki sammála mér, Dofri?

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Þór.  Ég er samála þér 100%. 

Vandamálið með Dofra og þeirra sem eru í sömu tröppu samfélagsins, að þeir eru góðir í innistæðulausum "frösunum" og geta ekki sett hlutina í nokkuð vitrænt samhengi.  Þeir setja hlutina oftast upp í "annað hvort eða" samhengið.  Það er annað hvort hægt að virkja, eða vera með ferðaþjónustu.  Það er annað hvort hægt byggja álver eða vera með gagnaver.  Svona málflutningur er mjög vinsæll hjá þessum hópi, en engin innistæða er fyrir henni.

Bara sem dæmi, þá hefur ferðaþjónustan á Austurlandi vaxið fiskur um hrygg, við virkjanarframkvæmdir við Kárahnjúka og helgast það af aðallega tvennu.  Í fyrsta lagi er kominn fær vegur inn á þetta, svæði sem gerir ferðalög þangað auðveld.  Í öðru lagi er áhugi á þessu verkefni og margir hafa gaman að verða vitni að því mikla afreki að byggja þessar stíflur og hemja Jöklu til að framleiða verðmæti.

Tónlistarhúsið við höfnina er einn mesti skandall sem við Íslendingar höfum farið af stað með. Kostar gríða mikla peninga og skuldsetur börn og barnabörn okkar til langrar framtíðar.  Ekki einasta við að greiða niður þær skuldir sem núverandi kynslóð stofnaði til, heldur einnig við halda úti rekstri hússins til framtíðar, svo fáir útvaldir geti spígsporað þar um gólf með nefið upp í loft og verið í heimspekilegum umræðum hvert við annað á nótum Dofra og félaga.  

Benedikt V. Warén, 15.3.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband