Grímuklædd kosningabarátta er heigulsháttur

BjarniBenÞað virðist vera að Sjálfstæðisflokkurinn þori ekki að taka þátt í kosningabaráttu undir eigin nafni. Það er vegið úr launsátri.

Auglýsingar með upplognum ásökunum á hendur Samfylkingu og Vg eru birtar fyrir hundruð þúsunda á degi hverjum af aðilum sem vilja ekki láta nafs síns getið. Hver skyldi borga þær?

Nú ráðast grímuklæddir aðilar inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar og sletta (hrærðu) skyri á starfsfólk og húsbúnað. Enginn lýsir ábyrgð á hendur sér eða upplýsir um tilganginn með þessum gjörningi.

Spilling er eitthvað sem maður bjóst alveg við af Sjálfstæðisflokknum. Heigulsháttur ætti kannski ekki að koma á óvart en gerir það samt. Óþægilega.

Ætlar hinn "hrærði" formaður að láta þetta viðgangast? Finnst honum þetta vera rétta leiðin til að endurvekja traust almennings á Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Eitt er að vera hrærður og annað að vera skekinn. Ritari þessa pistils er greinilega skekinn yfir aðförinni, sem er óvænt og jafn óverðskulduð og hver önnur heimsókn mannkynsfrelsara sem tjá sig með því að sletta lituðu skyri. Það er hins vegar ansi langt seilst að skella skuldinni á hinn nýfundna "all-purpose" syndabukk, Sjálfstæðisflokkinn.

Flosi Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 12:58

2 identicon

Mikið ósköp er þetta lágkúrulegur málflutningur hjá þér Dofri. Ég taldi þig meiri mann en þessi skrif þín gefa tilefni til. Er þetta kannski það sem vænta má úr púlti Alþingis náir þú inn á þing?

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nú er erfitt að segja hver stóð að þessari hollustugjöf skyrslettufólksins, en þó tel ég ekki sjálfstæðisfólk standi þar að baki. Þeirra aðferðir eru oftast úthugsaðri og skaðlegri en smá skyrslettur. Þeir ganga heldur erinda þeirra sem greiða best fyrir slíka þjónustu. Beita þá aðferðum sem tengjast kvótasukki og arðráni á íslenskri þjóð.

Ég held að þarna hafi heldur verið um barnalegt skyrkast að ræða af einhverjum óflokksbundnum, en að þarna hafi verið Sjálfstæðismenn að verki.  Skyr getur maður jú þvegið af sér, en afleiðingar gjörða Sjálftökuflokksins getur enginn þrifið af sér!  :(

Baldur Gautur Baldursson, 20.4.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Sjálfstæðismenn hafa hingað til ekki gengið um grímuklæddir, og eru pottþétt ekki byrjaðir á því núna.

Hinsvegar gæti verið þarna á ferðinni Ungliðahreyfing VG eða jafnvel einhverjir úr Saving Iceland, nema bæði sé. Þetta eru jú þær aðferðir sem að þessir tveir hópar beita óspart, og þá iðulega með grímur.

En ef þér líður betur Dofri, þá er spurning hvort það sé ekki bara hægt að kenna Davíði Oddssyni um þetta, eins og flestu öðru sem aflaga hefur farið í Íslensku samfélagi, að mati vinstri manna.

Annars hélt ég satt best að segja að þú hefðir verið talsvert meðfylgjandi hverskyns skyr kasti hingað til, en þá hefur það væntanlega átt rétt á sér   :)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 13:52

5 identicon

Æ, Dofri, er þetta ekki nákvæmlega sama fólkið og þið hjá Samfylkingunni mærði svo mikið nú fyrr í ár?  Þá talaði enginn ykkar um einstaklinga sem væru grímuklæddir vegna heigulsháttar, heldur var sagt að hér færi fólk sem væri að tjá skoðanir sínar.  Svo þegar þetta kemur illa við ykkur Samfylkingarfólk, þá farið þið að kveinka ykkur.

Gestur Þór Þorleifsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Byltingarforinginn

Þér fannst semsagt allt í lagi að grímuklætt fólk berði náttgögnin sín og gerði alls konar annan óskunda á Austurvelli til að koma Sjálfstæðisflokknum frá , en þegar það bitnar á hentistefnuflokki Íslands, þá kveður við annan tón!

Byltingarforinginn, 20.4.2009 kl. 13:59

7 identicon

Þeir einu sem hata Samfylkinguna nóg til að gera svona lagað eru Sjálfstæðismenn. Hvítliðar Sjálfstæðismanna eru farnir að sletta skít út um allt, láta sér greinilega ekki nægja að gera þetta í auglýsingum sínum.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:23

8 identicon

Það er komin tími til að við svörum þessum hrottum á sama hátt í auglýsingum. Við eigum að kyrja á því hverjum það er að kenna að landið fór á hausinn. Við eigum að kyrja á því hverjir það voru sem komu í veg fyrir stjórnarskrárafrumvarpið. Við eigum ekki að taka þessu liggjandi. Þó það sé sorglegt að kosningabaráttan sé komin á þetta lága plan, en við vitum að Sjálfstæðismenn ala börnin sín upp með hugmyndafræðinni ég um mig frá mér til mín og skítt með alla hina, þó við séum betur upp alin þá þurfum við ekki að taka þessum skít liggjandi. Ég er ekki að meina að fara í svona drastískar aðgerðir, en við getum verið grimmari í auglýsingum okkar, t.d. um mútumálið. það er ekki seinna að vænna, brettum upp ermar og tökum á þessum sðillingarpésum.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:29

9 identicon

Ef þetta hefðu verið umhverfissamtök þá hefðu þau gert þetta undir nafni, þau eru nefnilega ekki heiglar.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Valsól: "Ef þetta hefðu verið umhverfissamtök þá hefðu þau gert þetta undir nafni, þau eru nefnilega ekki heiglar."

Mesta þvæla sem ég hef heyrt, svona þar fyrir utan þá sé ég ekki betur en að þú sért nafnleysingji á blogginu, þannig að risið á þeim sem hrópa hæst er nú ekkert mjög hátt...

En að öðru leyti, bestu kveðjur.... :)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 14:52

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Er þetta besta leiðin til þess að svara svona innrásum? Hvað segir Jóhanna? http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/20/thetta_var_bara_innras/

Þetta var og er brjóstumkennanleg færsla hjá þér.

Egill Óskarsson, 20.4.2009 kl. 15:54

12 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Æ hvað er gott að þú ert bara Varaborgafulltrúi.  Þvílík heift já að gefa sér niðurstöðu fyrirfram.

Svaraðu því frekar hvernig í ósköpunum þið ætlið að fara beint í aðildaviðræður ESB í ríkisstjórnarsamtarfi við VG.   Ég er bara ekki að sjá það ganga upp.   Evrópusinnum er best borgið að kjósa D held ég bara.

Helgi Már Bjarnason, 20.4.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband