Dugmikið fólk - krefjandi verkefni

Það er gríðarlega krefjandi verkefni framundan. Að rétta við halla á fjárlögum mun krefjast samstillts átaks stjórnvalda, launafólks og atvinnurekenda. Að endurreisa bankana, endurreisa atvinnulífið, semja við erlenda lánardrottna, að endurreisa traust viðskiptalanda okkar á landinu - að endurreisa traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þetta er ekki lítið verkefni - og þó aðeins fátt eitt nefnt.

Engum treysti ég betur til að stjórna þessu verkefni en Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur dugnaðinn, trúmennskuna og mannúðina sem til þarf til að stjórna þessu óvenjulega erfiða verkefni.

Ég fagna líka Katrínu Júlíusdóttur sem nýjum iðnaðarráðherra. Sem þingmaður í aðdraganda kosninga 2007 sýndi hún hátækni- þekkingar- og sköpunariðnaði bæði mikinn áhuga og hafði á þörfum þessara greina góðan skilning. Sem formaður iðnaðarnefndar Alþingis hefur hún haldið áfram á sömu braut. Sprotafyrirtæki í þessum greinum vænta eflaust mikils af nýjum iðnaðarráðherra. Ég veit að verkefnisstjóri Hátækni- og sprotavettvangs gerir það.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil Svandísi sem Viðskiptaráðherra-frú!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er dugmikið fólk en ég er hræddur um að þau ætli sér meira en þau valda. Hér eru nokkur verkefni stjórnsýslunnar næstu árin:

  • Stofna til stjórnlagaþings
  • Sækja um aðild að ESB
  • Semja við erlenda kröfuhafa
  • Tryggja stöðugan innflutning á nauðsynjum
  • Endurhanna fiskveiðistjórnunarkerfið
  • Breyta ráðuneytaskipan frá grunni
  • Finna 200 milljarða niðurskurð á 550 milljarða fjárlögum
  • Semja við NATO um leið til að framkvæma friðlýsingu landsins fyrir kjarnorkuvopnum
  • Innleiða kynjaða hagstjórn
  • Endurreisa bankakerfið
  • Þjóðnýting og endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnuvega
  • Ljúka rammaáætlun um orkunýtingu
  • Virkja 20 þúsund manns sem eru án atvinnu
  • Taka 30 þúsund heimili í gegnum greiðsluaðlögun með eftirlitsmann í 5 ár eða nauðungaruppboð og útburð gegn vilja þeirra.
  • Fylgja eftir niðurstöðum úr rannsóknarnefnd Alþingis
  • Taka útrásarvíkingana til rannsóknar gegnum starfsemi hins sértaka saksóknara.
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en ég leyfi mér að efast um að þau ráði við að koma þessu í verk og hef jafnvel efasemdir um að hægt sé að koma þessum hlutum í gegn án þess að uppþot geri landið stjórnlaust.

Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband