Gangandi börn í Breiðholti og Grafarvogi

Í Breiðholti eru fæst börn keyrð í skólann af öllum hverfum borgarinnar, aðeins um 14% og næstfæst í Grafarvogi, aðeins um 16%. Önnur hverfi koma þar langt á eftir og í sumum hverfum er allt að 38% barna ekið í skólann á morgnana.

Þetta skapar mikla hættu á skólalóðinni. Fólk getur ímyndað sér hvernig ástandið er í skóla þar sem um 200 bílar eru að reyna að komast upp að skólanum á sömu 5-10 mínútunum. Stressuð á klukkunni, í myrkri, rigningu og jafnvel hálku á bílastæðinu. Það er ástæða fyrir því að Umferðarstofa segir skólalóðina hættulegasta staðinn fyrir börn í umferðinni.

Það besta sem hægt er að gera fyrir öryggi barna í umferðinni er að gera þeim auðvelt og hvetja þau til að ganga í skólann. Í fréttum í gær var sagt frá slíku átaki í Grundarskóla á Akranesi.

Einnig er lofsverð græn samgöngustefna Grafarvogs en um hana hafa tekið saman höndum hverfisráð Grafarvogs, grunnskólar, leikskólar, íþróttafélagið Fjölnir og aðrir frístundaaðilar með það í huga að auka öryggi barna, draga úr umferð innan hverfisins og bæta hverfisbraginn. Allir aðilar hvetja börn eru hvött til að ganga, hjóla og taka strætó til og frá skóla og frístundastarfi. Foreldrar eru hvattir til að sameinast um skutl til þegar þess er þörf.


mbl.is Kysst bless við sleppibílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Þetta finst mér mjög svo gott famtak. Styð þetta

Aprílrós, 18.9.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband