Tannpína heilbrigðisráðherra korteri fyrir kosningar

Ég hef áður skrifað um það fáránlega ástand sem ríkir hér á landi í sambandi við tannvernd barna.

Það þarf auðvitað engum að koma á óvart að nær 80% 12 ára barna sé með skemmdar tennur þegar kerfið er þannig að það vill frekar borga fyrir tannfyllingar en eftirlit og varnir eins og flúorhreinsun og skorufyllingar. Þetta er kerfi sóunar - það sóar tannheilsu barnanna okkar og sóar skattpeningum okkar.

Ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ekki viljað gera samninga við tannlækna síðan 1998. Endurgreiðsla Tryggingastofnunar hefur því engan veginn haldið í við verðlagsþróun og þess vegna er hins svokallaða 75% endurgreiðsla í besta falli 50% endurgreiðsla.

Ef ráðherra þyrði að athuga hvaða hópar barna eru með skemmdustu tennurnar held ég að hún stæði frammi fyrir enn einni staðfestingunni á aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Það eru fátæku börnin sem ekki hafa ráð á íþrótta- og tómstundastarfi og varla ráð á að fara í framhaldsskóla sem ekki koma til tannlæknis.

Niðurstöður þessarar nýju skýrlsu þurfa ekki að koma heilbrigðisráðherra á óvart. Það er þess vegna ákaflega ótrúverðugt korteri fyrir kosningar að segjast ætla að hefja samningaviðræður við tannlækna og bjóða upp á ókeypis eftirlit fyrir tiltekna árganga. Ef ekki hefur verið hægt að gera það síðstu 9 ár - af hverju þá núna?

Það þarf að endurskoða þetta kerfi frá grunni og semja upp á nýtt við tannlækna. Til þess þarf að koma hér að ALVÖRU VELFERÐARSTJÓRN sem sér hag í því að fólk haldi heilsu. Þeim peningum sem varið er í tannvernd barna er "tannfé" sem ber ríkulegan ávöxt í "fyllingu" tímans.

Veljum nýja stjórn í vor!


mbl.is Vill að tilteknir árgangar barna fái ókeyps tanneftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Held að ef sama ríkisstjórn verður áfram, mun þetta ekki koma til framkvæmdar.  Þeir eru að losa sig við alla heilbrigðisþjónustu frá ríkinu, og einkareka.  Er mjög svo ósammála því.  Tel mjög mikilvægt að börn og unglingar fái tannlæknaþjónustu ókeypis. 

Fyrir ca 30 árum, vá hvað maður er orðin gamall, þá fékk ég ókeypis tannlæknaþjónustu þegar ég gekk með mitt fyrsta barn.  Og öll börn fengu einnig ókeypis tannalæknaþjónustu.  Man ekki hver var þá við stjórnvöldin á þeim tíma.

Það hafa ekki allir foreldra mikil fjárráð og sumir hreinlega gleyma að þessi hluti er mikilvægur og kemur það svo sannalega niður á börnunum.  Það að veita ókeypis tannlæknaþjónustu og að börn undir einhverjum ákveðnum aldri fengju frítt í allar íþróttir.  Þá værum við að gera öllum börnum það sama undir hatti.  Þessi þjónusta getur borgað sig til lengri tíma litið, gætum kallað það forvarnir í einhverri mynd.  Þjóðfélagið yrði hreint út sagt betra.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 27.1.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eiga ráðherrar að halda að sér höndum þegar dregur að kosningum Dofri?

Þið atvinnustjórnarandstöðufólk sjáið ofsjónum yfir góðu verklagi ríkisstjórnarinnar og ykkur svelgist á framtaksseminni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er nú meiri framtakssemin - að hafa ekki samið við tannlækna síðan 1998!

Dofri Hermannsson, 27.1.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband