Lagið um það sem er bannað

Það má ekki tala um ESB
um Evruna, það má bara ekki ske.
Ef Sólrún opnar munninn
þá hrapar krónan niður
og allir missa vinnuna því miður.

Þetta Sjálfstæðisfólk er svo skrýtið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.

Fagra Ísland ekki ræða má
allir verða kolbrjálaðir þá
og jafnvel sumir tuða
sem hefðu átt að fagna
og allir hinir krossbölva og ragna.

Þetta Sjálfstæðisfólk er svo skrýtið...

Það má ekki lækka verð á mat
þá éta bara allir á sig gat.
Og allir bændur landsins
þeir deyja drottni sínum
og allt er það að kenna flokki mínum.

Þetta Sjálfstæðisfólk er svo skrýtið...

Um lýðræði má ekki segja orð.
Íbúakosning jafnast á við morð,
því fólkið gæti breytt því
sem búið er að ráða
og bæjarstjóra skilið eftir smáða.

Þetta Sjálfstæðisfólk er svo skrýtið...

Ég vil banna eitt og aðeins eitt
að enginn megi segja ekki neitt
án þess krónan falli
og bændur fari að deyja
því Ingibjörg Sólrún vildi ekki þegja.

Þetta Sjálfstæðisfólk er svo skrýtið...


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Evrópumál hafa, eru og VERÐA ætíð á dagskrá íslenzkra stjórnmála. Þannig að allt
tal Ingibjargar um þagnaarbandalag um Evrópumál eru út í hött. Hins vegar er enginn
hljómgrunnur fyrir Evrópustefnu Ingibjargar og Samfylkingarinnar meðal Íslendinga t.d skv. nýlegri skoðanakönnun í Fréttablaðinu. Það er eins og lánleysið elti Ingibjörgu
og kratanna þessa daganna,  og fylgishrunið blasir við þeim. Það er kannski það
ánægjulegasta, alla vega í augum okkar sem viljum halda í óskorað fullveldi og
sjálfstæða íslenzkrar þjóðar.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.1.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

hahaha

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 27.1.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Endilega láta Ingibjörgu tala sem mest og þá helst um evruna.  18% "and going down..."

Steinarr Kr. , 28.1.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband