Eru stjórnendur ekki með réttu ráði?

Í vor fannst manni nú eiginlega alveg á mörkunum þegar Steingrímur Ólafsson, einn helsti spunakarl fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, var gerður að stjórnanda Íslands í dag, korteri fyrir kosningar.

Að munstra hann því næst í stöðu fréttastjóra fannst manni ótrúlegur gjörningur. Það eru flestir á fréttastofu Stöðvar 2 með meiri reynslu og ég hefði t.d. gjarna viljað sjá konur eins og Lóu Aldísardóttur eða Láru Ómarsdóttur fá þessa ábyrgð.

Líklega var það af því mann langaði svo mikið að eiga vandræðalaust sumar dálítið lengur sem maður gerði ekki annað en að hrista höfuðið yfir þessari ráðningu. Sumarið er hins vegar búið og nú þegar hinni ágætu fréttakonu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur hefur verið sagt upp störfum án skýringa þá finnst manni alveg komið nóg af framsóknarmennskunni.

Minnugur þess þegar Framsókn reyndi að taka yfir fréttastjórnina á Rúv fyrir ekki svo löngu síðan hlýtur maður að spyrja...

  • Hvað eru stjórnendur Stöðvar 2 að hugsa?
  • Finnst þeim ráðning Steingríms líkleg til að auka trúverðugleika fréttastofunnar?
  • Finnst þeim það auka trúverðugleika hennar að reka einn af öflugustu fréttamönnum sínum án annarra skýringa en að hún hefur sagt það sem allir hugsa - ráðning Steingríms getur vart verið byggð á faglegum forsendum?

- Já, þegar stórt er spurt!!!


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugaðu hvað þú segir áður en þú ferð af stað með pólitíksan áróður sem snertir heiður fólks ! Reyndu að nálgast hlutina einu sinni út frá staðreyndum og háttvísi og fjallaðu um störf og aðferðir viðkomandi en ekki eins og þú og margir í þínum flokki gera sem hafa alist upp í pólitík með þeirri taktík að stunda skítkast og áfrægingaráróður. Þó að það sé pólitík í flestu þá má ganga of langt og líttu þér nær á þig og þína kunningja í Samfylkingunni, reyndu að vera það sem þú þykist vera.. sanngjarn :)

Ólafur (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verð að taka undir með Ólafi. Horfðu á verk hans á stöð2 og gagnrýndu þau ef þú getur. Sveiattan

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

  •  Hvað eru stjórnendur Stöðvar 2 að hugsa?

Líklega eru þeir að reyna að halda sjálfstæði fréttastofunnar gangandi, vilja líklega ekki lenda í sömu hremmingum og þvælu, og þegar fréttamenn á Útvarpinu urðu kolvitlausir yfir ráðningu annars framsóknarmanns.

Fyrir utan það að stjórnendur stöðvar 2 hafa nú frekar hallað sér að þínum flokki, en nokkurn tímann framsóknarflokknum. Þannig að ég átta mig ekki á hasarnum.

  • Finnst þeim ráðning Steingríms líkleg til að auka trúverðugleika fréttastofunnar?

Finnst þér að ráðning Steingríms rýri trúverðuleika fréttastofunnar ?   Kannski var rýrnun trúverðugleikans komin vel á veg með þeim Róberti Marshall, Þóru Kristínu, Heimi Má og fleiri Samfylkingarfólki , gæti það verið ?

  • Finnst þeim það auka trúverðugleika hennar að reka einn af öflugustu fréttamönnum sínum án annarra skýringa en að hún hefur sagt það sem allir hugsa - ráðning Steingríms getur vart verið byggð á faglegum forsendum?

Mikið er 365 heppið að þurfa ekki að fara í gegnum annað eins bull system eins og útvarpsráð er á RÚV , því þá væri flokkapólitíkin í ráðningum enn meiri en hún hugsanlega er.

Ég ætla rétt að vona að einkahlutafélag sjái sér hag í því að ráða hæfasta einstaklinginn, ef það er ekki haft að leiðarljósi, þá hefði maður áhyggjur ef maður væri eigandi félagsins.

En nú er þannig komið að fólk ræður á hvorn fréttatímann það horfir, og ég legg til að ef fréttastofan er að missa trúverðugleikann að þá stillir þú yfir á RÚV og getur þá líklega verið viss um að þar ræður "fagmennskan EINGÖNGU ríkjum í mannaráðningum"  hehe !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er engin launung að Þóra Kristín var vöruð við því fyrir nokkrum mánuðum síðan að berjast gegn virkljunum í neðri-Þjórsá. Hún sagði sig frá allri umfjöllun um þau mál en það hefur ekki dugað fyrir Landsvirkjunarríkið í ríkinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.8.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er hræðilegt ég er sammála þér Dorfi.

Óðinn Þórisson, 1.9.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: AK-72

Mér þótti þessi ráðning Steingríms fréttastjórastöðu, einstaklega vafasöm með tilliti til hvernig hann notfærði sér aðstöðu sína í kosningabaráttunni þegar Jónínu-mál kom upp. Þar tók hann spin doctor á þetta, dröslaði tengdadóttirinni í viðtal sem var svo greinilega próducað fyrir damage control, að allt álit manns á honum sem e.t.v. hlutlausum manni fauk. 

Það getur aldrei annað en skaðað trúverðugleika fréttastofu þegar maður sem er jafn pólitískur og síður en svo hlutlaus í vinnubrögðum, er gerður að fréttastjóra. Það rýrir álit fóks á heiðarleika og áreiðanleika frétta þar og vekur upp vissa tortryggni um hvað verði falið í leiðinni og ekki sagt í fréttum. Ég lít á þetta þannig að Stöð 2 sé einfaldlega að FOX NEWS-væðast í fréttaflutningi og muni ef þetta sé þróunin, vera áróðursfréttastöð en ekki alvöru fréttamennska.

AK-72, 1.9.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Kvur er þessi Ólafur

Gestur Gunnarsson , 1.9.2007 kl. 13:27

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Bíddu ... eru ekki allir Framsóknarmenn, það er að segja sem voru á ríkis-spenanum, að missa vinnuna sína. Ekki seinna vænna að bregðast við því. Kannski endar allt dótið á 365-miðlum. Er það ekki bara upplagt?

Gísli Hjálmar , 1.9.2007 kl. 17:51

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Áhyggjur ykkar yfir trúverðugleika fréttastofu Stöðvar 2 eru skiljanlegar, en sennilega er of seint að grípa um botninn, það er allt þegar komið í buxurnar hjá þeim greyjunum.  Það er eina vonin að eigendurnir sjái að sér og hætti þessari afskiptasemi.  Það er nebbninlega ekki góður bíssness að vera að blanda saman pólitík og fréttaflutningi..

Ólafur Jóhannsson, 1.9.2007 kl. 19:29

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki ætla ég mér að verja trúverðugleika fréttastofu stöðvar tvö, hún hefur oft verið vafasöm, sérstaklega þegar samfylkingarandinn hefur svifið þar yfir vötnum (Robert Marshall) En gagnrýni á Steingrím þarf að vera málefnalegri en þetta. Og að nefna þetta Jónínumál í athugasemd 7 er afskaplega aumt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband