Hvað er auðlind?

Hefur Sigurjón áhyggjur af því að við skulum ekki virkja Gullfoss? Vill hann virkja Jökulsá á Fjöllum? Brennisteinsfjöll, Grændal, Langasjó og Þjórsárver? Allt eru þetta orkuauðlindir en jafnframt er mikil auðlind fólgin í óraskaðri náttúru þessara svæða.

Staðreyndin er sú að hér er göslast áfram með virkjanir, álver og línulagnir án þess að þau náttúruverðmæti hafi verið metin sem fórnað er. Skuldug sveitarfélög og bæjarstjórar með ráðherraglampa í augum beita ósvífnum trixum til að koma framkvæmdum eins langt áfram og hægt er án tilskilinna leyfa og án þess að allar upplýsingar liggi fyrir í þeirri von að þegar staðreyndirnar liggja fyrir geti þeir sagt; "við erum komin svo langt, þið farið ekki að stoppa okkur núna!"

Við verðum að temja okkur ný og betri vinnubrögð. Við verðum að vita verðmæti þess sem til stendur að fórna og við verðum að gera okkur grein fyrir því að verndun verðmætra svæða er oft og iðulega besta nýting þeirra. 

Sú kynslóð er sem betur fer á leið út úr pólitík sem telur náttúru landsins einskis virði nema búið sé til úr henni kjöt eða rafmagn. Sigurjón ætti að sleppa því að gera áhyggjur þeirra að sínum. Reyndar hélt ég að Sigurjón liði engan áhyggjuskort.

Landsbankinn hefur öðrum bönkum frekar lánað gegn veði í íslenskum fasteignum. Af fúsum og frjálsum vilja. Kannski veldur lækkandi gengi krónunnar og íslenskra fasteigna því að bankastjórinn óttast nú afdrif bankans. Að halda áfram að tala óvandaðar ákvarðanir um framkvæmdir á verðmætum náttúrusvæðum mun ekki bjarga neinu.

Afréttarar eru ekki heilbrigðisvottorð. Auðlindir eru margs konar og við megum ekki gleyma þeirri auðlind sem fólgin er í náttúru landsins og þekkingu fólksins (m.a. í bönkunum). Fleira er matur en feitt ket.


mbl.is Áhyggjuefni að sumir vilji ekki nýta auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er búið að byggja þrjú Álver. Hvaða staðreyndir gætu það nú verið sem ekki liggja á borðinu.

það þarf þarf sennilega ástand eins er Þýskalandi og Póllandi með atvinnuleysi launalækkunum og óáran til þess að fólk skilji að lífsviðurværið kemur ekki af himnum ofan.

Íslendingar eru búnir að hafa það of gott of lengi þá geta menn leyft sér svona spekúlasjónir

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dofri...  veistu nokkuð hver er stærsti bankinn á Suðurnesjum? Hver viðskiptabanki Reykjanesbæjar er? Viðskiptabanki Norðuráls?

Spyr sú sem ekki veit...

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið verndunarsinnar stillið málum upp þannig að nú eigi að virkja allar helstu náttúruperlur þjóðarinnar og nefnið til sögunnar virkjunarkosti sem einhverntíma voru til lauslegrar skoðunnar, en eru það ekki lengur. Afhverju haldið þið ykkur ekki við það sem er raunverulega á borðinu og látið það nægja. Hræðsluáróður skilar ykkur engu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín skoðun er sú að sumt fólk hefur ekki hugmynd um hvað raunverulegar auðlindir eru.  Það er fólkið sem mælir allt í peningum, krónum og aurum.  En það er margt annað sem eru auðlindir náttúrunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju segið þið þá ekki verkalýðshreyfingunni að hætta að mæla allt í peningum, krónum og aurum?

Er ekki annars 20 ára útskriftarafmæli í vor Ásthildur?  

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri auðlin er þegar  VG og Samfylkingin og kaffihúsahópurinn 101 hafa ekki áhrif á atvinnusköpun Íslensku þjóðarinnar .

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 18.3.2008 kl. 18:07

7 identicon

Nafni alltaf sami spaugarinn. Hræðsluáróður verndunarsinna frábær frasi. Hvað má þá segja um þetta sem forsætisráðherra lét frá sér í blöðunum nýlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að bygging nýs álvers geti orðið heppileg fyrir efnahagslífið.

„Framkvæmdir á borð við nýtt álver geta auðvitað skipt miklu máli og haft heilmikil áhrif til þess að auka hagvöxtinn og blása lífi í þær glæður sem nú virðast vera að kólna hratt," sagði Geir í umræðum um stöðu efnahags-, atvinnu- og kjaramála á þingi í gær.

Hann sagði stjórnvöld þurfa að bregðast við því að um hægist vegna loka framkvæmda á Austurlandi á sama tíma og bankarnir grípi í taumana vegna ytri aðstæðna. Spurning sé hvort fyrirhugaðar auknar vegaframkvæmdir séu nægar í þeim efnum.

Er þetta þá það sem er kallað hræðsluáróður stóriðju fíkla.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt er að hræða saklausan almenning á því að allt eigi að virkja og engu að eira, en annað að segja að nú sé ágætur tími til framkvæmda. En ég skil það svo sem vel að það hræði ykkur, en verkkvíða er hægt að lækna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú veist vel, Gunnar Th., að verkkvíði kemur málinu nákvæmlega ekkert við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já ég veit það, bara smá grín

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband