Stefnan hefur veljandi áhrif

Bolungarvík hefur verið eitt þeirra sveitarfélaga þar sem óbilandi bjartsýni hefur verið öllu svartagallsrausi yfirsterkari. Þess vegna kom það manni ekki á óvart þegar sveitarfélagið réð Grím Atlason til að stjórna bænum.

Bæjarstjórinn var áberandi í þjóðmálaumræðunni, barðist fyrir hagsmunum sveitarfélagsins en ekki með barlómi og betlistaf eins og oft vill henda heldur af bjartsýni og stórhug. Þetta skilaði þeirri ímynd að bjartara væri yfir Bolungarvík en öðrum sambærilegum sveitarfélögum.

Nú virðist sem Anna Guðrún Edvardsdóttir hafi slitið meirihlutanum vegna ágreinings um það hvort stefnan skuli sett á olíuhreinsistöð. Það var ljóst á Kompásþættinum um daginn að bæjarstjórinn er ekki upprifinn yfir hugmyndinni og Soffía Vagnsdóttir hafði látið í ljós sömu skoðun.

Með því að losa sig við það fólk sem leyfir sér að efast um að olíuhreinsistöð sé helsta bjargráð Vestfirðinga er Anna að hreinsa burt úr sveitarfélaginu þá sem vilja bjarga sér sjálfir en laða til sín þá sem vilja sitja og bíða eftir bjargráði Íslensks "hátækniðnaðar" og huldumanna Ólafs Egilssonar.

Verði henni að góðu.

 


mbl.is Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mínar heimildir fyrir vestan segja mér að málið sé allt öðru vísi vaxið en gefið er til kynna hér þ.e. að málið snúist um olíuhreinsunarstöð. Ég reikna með að raunverulegar ástæður skipbrots meirihlutans komi upp úr kafinu á næstu vikum og þá er allt eins víst að Samfylkingin vilji fjarlægjast þá umræðu.

Sigurjón Þórðarson, 22.4.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ert þú dálítið fyrir hálfkveðnar vísur Sigurjón?

Dofri Hermannsson, 22.4.2008 kl. 12:28

3 identicon

Stemningin hér í Bolungavík er alls ekki á þann veg að upp úr samstarfinu hafi slitnað vegna ummæla Soffíu um olíuhreinsistöð, þótt það hafi farið fyrir brjóstið á öðrum að hún skyldi hafa rætt opinberlega sitt álit og titlað það skoðun bæjarstjórnar.

Líklegri ástæður baki samstarfsslitunum eru, eins og Anna sagði í fréttatíma RÚV, aukin umsvif Sossu í málum fyrirtækja sinna og fjölskyldu sinnar.  

Anonymous (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta virðist liggja nokkuð ljóst fyrir hversvegna þessi meirihluti sprakk og nú er það Sjálfstæðisflokkins og koma inn og taka á málum.

Óðinn Þórisson, 22.4.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ha, ha! Það væri nú fyndið ef "umsvif" Sossu væru ástæða meirihlutaslita í plássi þar sem ein fjölskylda hefur haft öll "umsvif" í hendi sér áratugum saman.

Annars er þetta að verða dálítið skondið mynstur - klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum slítur meirihluta til að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. 

Dofri Hermannsson, 22.4.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það sem sýnist á viðtölum við Grím bæjarstjóra ofl er að hann hafi einungis verið bæjarstjóri K-listans og þá einkum Samfylkingarinnar og það hlýtur að hafa skapað spennu.

Sigurjón Þórðarson, 23.4.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég klóra mér í kollinum yfir yfirlýstum sprengjuástæðum A-listafólks (klofningsins úr Sjálstæðisflokknum). Þau tala um umsvif og hagsmuni Soffíu Vagnsdóttur af K-lista (Framsóknar og Samfylkingar) sem ástæðuna (alls ekki olíuhreinsistöð eða málflutning Gríms bæjarstjóra).

Það er í rauninni bráðfyndið (eða kannski grátbroslegt) að "Íhaldið" tali um of sterkan hagsmunaaðila í bænum. Sjálfum bænum sem Einar gamli Guðfinnsson átti með húð og hári og hans fjölskylda. Bolungarvík var Einar og allt í bænum miðaðist við hann og hans fjölskyldu og fyrirtæki. Nú er svoleiðis athafnafólk illa séð - af sjálfum Sjálfstæðisflokknum, flokki athafnamannanna (að sögn). Merkilegur fjári. Og ótrúverðugur. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 11:45

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nú er talað um Elías Jónatansson sem nýjan bæjarstjóra! Taldi um hagsmunatengda Bolvíkinga:

Einar Kristinn Guðfinnsson 1898 - 1985
Jónatan Einarsson 1928
Elías Jónatansson 1959

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:42

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Held barasta að þetta sé ekki það sem verið er að tala um þarna. 

Samningur sá sem umræddur bæjarstjórnarmaður gerði hefur umtalsverð áhrif á töku ákvarðana og um leið skoðanir bæjarstjórnarmanns.  Stundum fara hagsmunirnir ekki saman, hvaða flokk sem menn annars tilheyra. 

Þeim sem vilja kynna sér málið er bent á sveitarstjórnarlög m.a.

Fyrirséð verður að slíkur fulltrúi er sí og æ vanhæfur þegar kemur að töku ákvarðana.

En það er nokkuð til í því sem Friðrik nefnir með fyrrum hagsmuni í Bolungarvík.  Staðan er hins vegar nokkuð önnur þarna í dag.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 23.4.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband