Gríðarlega mikilvægt

Þetta er sannarlega góðar fréttir. Það hefur oft gengið illa í samningum á milli kennara og sveitarfélaga og flestum er líklega í fersku minni 7 vikna verkfall fyrir nokkrum misserum sem endaði á því að kennarar voru reknir til starfa með valdi.

Nú hefur greinilega tekist að byggja aftur upp það traust á milli samningsaðila sem ekki var fyrir hendi síðast. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennarastéttina, sveitarfélögin og síðast en ekki síst skólabörnin sjálf.

Eftir verkfallið hefur verið erfitt að ráða kennara, ekki bara vegna lágra launa og mikils álags, heldur líka vegna þess að kennurum hefur ekki fundist stéttinni sýnd sú virðing sem henni ber. Vonandi eru þessir samningar til marks um að nú séu nýir og betri tímar framundan.


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.   Mikið gleðiefni að samningar við Kennara séu í höfn.

Jón H. Eiríksson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:50

2 identicon

Þetta er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, viðmiðunarstétt eins og leikskólakennarar eru nú þegar með 35þús hærri laun en grunnskólakennarar og eiga eftir að gera kjarasamning á næstu vikum, við erum á botninum í launum kennara innan K. Í ,ég er ekki bjarstsýn á að þetta verði samþykkt, því miður.

Hulda Jónsd. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:08

3 identicon

Það er vissulega rétt að leikskólakennarar eru að meðaltali með 35 þúsund krónum hærri laun en grunnskólakennarar. Þeirra samningar eru hins vegar ekki lausir fyrr en í nóvember. Þessi samningur veitir grunnskólakennurum að meðaltali 40 - 50 þúsund króna hækkun, þ.e. þeir verða um 10 þúsund fyrir ofan leikskólakennara. Samningarnir eru svo lausir aftur í maí á næsta ári og þá verða laun þessara tveggja stétta væntanlega jöfnuð og samningstíminn einnig.

Daníel (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:36

4 identicon

Nei, þetta eru slæmar fréttir og ekkert gleðiefni fyrir kennara, nemendur, foreldra og samfélagið í heild!  Hann lokkar ekki burtflogna kennara til liðs við grunnskólana á ný, né fær þá sem eru að leita á önnur mið til að sjá sig um hönd.  Eina von grunnskólans felst í djúpri efnahagslægð og þrengingum á vinnumarkaði.

Þetta er afleitur samningur, ef ekki felst meira í honum en Morgunblaðið tíundar.  Krónutöluhækkunina, 34 þúsundin, verður að líta á sem nokkra leiðréttingu í átt að núverandi launum annarra kennarahópa - dugar þó ekki til.  Kjarasamningurinn er þá sú prósenthækkun sem kemur inn á næsta ári.  Voru það ekki 2,5%?  Og verðbólgan í dag er í tveggja stafa tölu!

Snæbjörn Reynisson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Þið eruð bjartsýn.  Haldið þið að það gangi betur að ráða kennara núna, því byrjunarlaun eru 210.000.  Og Jón eru samningar í höfn? Það á nú eftir að greiða atkvæði.

Rósa Harðardóttir, 28.4.2008 kl. 20:10

6 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Ekki fagna of snemma. Það er nú ekki innifalið í samningum að kennurum sé sýnd virðing. Borgin hefur nú hingað til ekki haft mikinn áhuga á hvernig starfsfólki í grunnskólum líður. Alla vega ekki sýnt það í verki.

Steinunn Þórisdóttir, 28.4.2008 kl. 21:14

7 identicon

Sendi til fróðleiks gildistíma samninga innan KÍ.

FF: Gildistími frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008.
FL: Gildistími 1. október 2006 til 30. nóvember 2008.
FT: Gildistími 1. október 2006 til og með 30. nóvember 2008.
FG: Gildistími: 1. júní 2008 til 31.maí 2009

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:48

8 identicon

Þegar ég var í barnaskóla var kennaraverkföllum tekið fagnandi. Einn veturinn gat ég í 2 mánuði vakið á hverri nóttu með vinum mínum, horft á vídeó og gert símaöt. Þá var nú gaman að vera til.

spritti (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Örn Arnarson

Ég er sammála þér Dofri.  Það er vissulega gleðilegt að kennarar geti einu sinni samið án teljandi átaka og náð betri árangri en með 7 vikna verkfalli eins og síðast.  Þá settu kennarar fram ófrávíkjanlegar kröfur sem ekki náðust, nú voru sett fram markmið sem náðust öll og gott betur.  Hvar voru þessir óánægðu kennarar þegar markmiðin voru rædd og kynnt?  Á flestum þeim kynningafundum sem haldnir voru í janúar og febrúar, var almennt álit manna að markmiðin byggðu á full mikilli bjartsýni.  Svo förum við framúr markmiðunum og þá dúkka upp óánægjuraddirnar.  Hefði ekki verið betra að viðra þær skoðanir fyrr?

Örn Arnarson, 29.4.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband