Hellisheiði - Hverahlíð - Ölkelduháls

Græna netið stendur fyrir vettvangsferð um Hellisheiði, Hverahlíð og Ölkelduháls sunnudaginn 8. júní 2008. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 11 undir leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings og Jakobs Gunnarssonar umhverfisfræðings.

Ferðaáætlunin er á þennan veg:

  • Lagt af stað frá BSÍ kl. 11.
  • Á leiðinni austur verður farið yfir nýlegar jarðhitaframkvæmdir, umhverfismat slíkra verkefna og afdrif hjá   Skipulagsstofnun.
  • Fyrsti áfangastaður er við Hellisheiðarvirkjun. Ekki stendur til að fara inn í virkjunina en stefnt að því að ganga upp í hlíðar fyrir ofan virkjunina og glöggva okkur á umfangi þess svæðis sem búið er að virkja.
  • Þá verður farið að Hverahlíð. Á því svæði má sjá hvernig jarðhitasvæði lítur út þegar rannsóknarboranir eru hafnar en virkjun hefur ekki verið reist. Hafa ber í huga að Orkuveita Reykjavíkur boðar nýja kynslóð jarðhitavirkjana á þessu svæði og hefur lýst því yfir að sjónræn áhrif mannvirkja verði í algjöru lágmarki.
  • Loks verður farið á Ölkelduháls. Skoðum hverasvæðin sem eru skammt frá bílaplaninu og röltum niður í Reykjadal og upp aftur. Fræðumst um jarðskjálfta, jarðhita og tignarlegt landslag. K omið til Reykjavíkur milli kl. 4 og 5.

Athygli er vakin á því að við Hverahlíð og Ölkelduháls má sjá áhrif jarðskjálftanna frá í síðustu viku, og við skoðum svæðin meðal annars með það fyrir augum að greina sýnileg ummerki jarðskjálftanna. Okkur ber að sýna sérstaka aðgát á hverasvæðunum við Ölkelduháls eftir skjálftana.

Leiðsögumennirnir Sigmundur Einarsson og Jakob Gunnarsson þekkja svæðið vel. Sigmundur starfar á Náttúrufræðistofnun Íslands og fæst þar m.a. við rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Hann skrifaði fyrir nokkrum árum lærða grein um aldur hraunanna á Hellisheiði. Jakob er sá sérfræðingur á Skipulagsstofnun sem komið hefur að flestum jarðhitaverkefnum á Hellisheiði.

Allir velkomnir - líka stálpuð börn. Kostnaður fyrir hvern fullorðinn er 1500 krónur.

Þátttaka tilkynnist hið allra fyrsta á netfangið sas@vortex.is eða dofri.hermannsson@reykjavik.is


mbl.is Ákvörðun um að hætta við Bitruvirkjun ekki endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta er mjög áhugavert.

Júlíus Valsson, 5.6.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög áhugavert og gott framtak. Slæmt að missa af þessu, en ég er að fara annað um helgina.

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Sævar Helgason

Í þessum ferðum sem Græna netið stendur fyrir gefst fólki einstakt tækifæri á að fara um þau landssvæði sem á döfinni eru hverju sinni með hinum fróðustu mönnum og konum .

Þessi ferð sem nú er fyrirhuguð um þetta jarðhita og ný jarðakjálftasvæði  sem er og hefur verið í brennidepli orkuumræðunnar síðustu árin - verður klárlega spennandi.

Ekki missa af þessu tækifæri- veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn 

Sævar Helgason, 5.6.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband