Hanna Birna bjargar engu

konnun-rvk-samfylkingÞað er ljóst að Hanna Birna sem leiðtogi breytir engu um álit almennings á borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þess var kannski ekki að vænta, sundurlyndið hefur verið algert í þessum hópi það sem af er kjörtímabilinu og erfitt að sjá að það muni breytast.

Örvæntingarfull tilraun til að blása aftur lífi í pólitískan feril Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar með því að bjóða Ólafi F Magnússyni borgarstjórastólinn og veto í ýmsum baráttumálum borgastjórnarflokks sjálfstæðismanna virðist hafa gengið endanlega fram af kjósendum.

Þessi könnun er hins vegar mikið fagnaðarefni fyrir Samfylkinguna sem ekki hefur fengið undir 40% fylgi í könnun síðan í nóvember á síðasta ári. Ein og ein góð könnun segir oft ekki mikið en þegar fylgi helst hátt í könnunum í langan tíma er það merki um að verið sé að gera rétt.

Það er ástæða til að leiðrétta það sem fram kemur í þessari frétt mbl.is um fylgi Vg. Í fréttinni er það sagt vera 13,5% en samkvæmt könnuninni er það 17%. Ekki veit ég hvað það myndi gefa í fulltrúum enda skiptir það ekki öllu máli núna - það eru ekki kosningar fyrr en 2010.


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Mér finnst Hanna Birna skemmtilegur pólitíkus, en ekkert getur bjargað þessari borgarstjórn.

Eydís Hentze Pétursdóttir, 27.6.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er gleðiefni fyrir Samfylkinguna hvað hún mælist með mikið fylgi hér í Reykjavík. Því miður er hún gjörsamlega búin að bregðast trausti þeirra sem trúðu að hún ætlaði að stöðva stóriðjustefnuna. Össur ætti að gerast pólitískur flóttamaður og leita hælis hjá Framsóknarflokknum. Það hlýtur bara að vera tímaspursmál hvenær Þórunn umhverfisráðherra segir af sér.

Sigurður Hrellir, 27.6.2008 kl. 13:12

3 identicon

Samkvæmt mínum skilningi virðist þú vera eini Samfylkingarmaðurinn sem ert eitthvað á móti stóriðjustefnu flokksins (ásamt Ungum Jafn.m. en ég heyrði tilkynningu frá þeim í Hádegisútvarpinu)

Þþað þarf styrk tilað standa á móti straumnum, svo gangi þér vel.  

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er rétt hjá þér, það eru ekki kosningar fyrr 2010, spyrjum að leikslokum þá!

Magnús V. Skúlason, 27.6.2008 kl. 14:31

5 identicon

Það væri nú meira mark á takandi ef þessi könnun væri gerð t.d. á 2-3 dögum í stað þess að safna inn svörum á þriggja vikna tímabili.  Sviptivindar stjórnmálanna geta hæglega breyst oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar á þessu tímabili.  Og áður en einhver fer að gera lítið úr mér eða mínu sjónarmiði, skal á það bent að ég hef all oft kosið Samfylkinguna. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Sævar Helgason

H.T. Bjarnason !

Er ekki miklu meira að marka þetta svona yfir lengri tíma  - svona meðaltal ?

Sævar Helgason, 27.6.2008 kl. 16:15

7 identicon

Ég myndi álíta að skoðanakönnun væri marktækari eftir því sem tímabilið væri minna.  Það er margt sem gerist í stjórnmálum á þremur vikum og almenningsálitið getur sveiflast til og frá.  Auk þess verður að hafa í huga að meginþorri úrtaksins er komið í hús á fyrstu vikunni, eftir það er verið að ná í þá sem ekki hafa verið heima o.s.frv.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:32

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það sem er kanski hægt að taka út úr þessari könnun er að líkur á að það verði bara 3 flokkar í borgarstjórn eftir næstu kosningar eru ansi miklar.

Óðinn Þórisson, 27.6.2008 kl. 19:35

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er alls ekki sammála Sigurði Hrelli. Ef það væri ekki fyrir óraunsæja stefnu Samfylkingarinnar, þá myndu fleiri hægri kratar eins og ég, sem vilja skoða ESB aðild, skoða Samfylkinguna sem alvöru valkost við Alþingiskosningar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 23:23

10 identicon

Og þú breytir, því miður engu, í þeim flótta sem Samfylkingin er á í umhverfismálum.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 03:09

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta heitir á íþróttamáli að toppa á vitlausum tíma.

Víðir Benediktsson, 28.6.2008 kl. 07:41

12 Smámynd: E.R Gunnlaugs

maður er bara fegin að búa ekki í reykjavík.. þetta er alger sirkús

E.R Gunnlaugs, 28.6.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband