Heildstæður skóladagur í leik og starfi

Ég hef undanfarin haust skrifað margt um biðlistana á frístundaheimili borganna enda ærin tilefni til.

Ástandið hefur að mörgu leyti verið skrifað á lág laun og þenslu á vinnumarkaði og því takist ekki að manna frístundaheimilin. Þetta er eflaust stór hluti af skýringunni en við það má líka bæta að vinnuaðstaðan er víða léleg og vinnufyrirkomulagið óhentugt.

Það eru ekki mjög margir sem geta látið sér nægja að vinna frá 14 - 17 á lágum launum. Það er heldur ekki góð nýting á húsnæði frístundaheimilanna að hafa það tómt frá 8 - 14. Það þarf að tvinna betur saman námið og leikinn/frístundina í skóladeginum. Skapa heildstæðan skóladag með leik og starfi fyrir börnin okkar.

Eins og Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar bendir á í bloggfærslu lét Tjarnarkvartettinn þessi mál sig miklu varða og benti á leiðir til lausnar.

Nú hefur borgarstjóri tekið undir hugmyndir okkar og það er vel. Henni er frjálst að taka þessar hugmyndir og gera að sínum. Mestu máli skiptir að leysa vandann.

Góðar hugmyndir, rétt eins og gróður jarðar, þarf frjóan jarðveg til að spretta og vaxa. Hvort hugmyndir okkar um heildstæðan skóladag ná að vaxa í jarðvegi sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn verður tíminn að leiða í ljós.


mbl.is Lyklabörn vegna manneklunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Metnaðargrös sjálfstæðismanna í borginni vaxa hægt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Eruð þið Samfylkingarfólk nýbúin að læra þetta orð, heildstætt?

Skóladagar, umhverfismat, allt er þetta orðið heildstætt!

Hjalti Garðarsson, 27.8.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Það er nú bara þannig Dofri að laun eru skammarlega lág í þessum stéttum en svo er annað mál að aðstaðan og húsnæði sem mjög mörg frístundarheimili hafa til umráða eru til skammar.  Svo er annað sem oft er tauglast á, það er þessi heilstæði skóladagur. Þetta er rosalega langur tími sem þessum börnum er boðið upp á. Sex ár börn fara í skólann kl. 8:00 á morgnana síðan í frístundarheimili til kl. 17:00. Svo er alltaf verið að hugsa um að þau hafi nóg fyrir stafni. Er ekki allt í lagi að þau fái að vera þau sjálf og líka að þau fái hvíld. Okkur finnst alveg nóg að vinna átta tíma á dag. Hvað þá með börnin?

Steinunn Þórisdóttir, 27.8.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er jú einmitt markmiðið með heildstæðum frístunda- og skóladegi að börnin fái bæði að stunda skólann og leika sér. Einn bekkur gæti byrjað daginn á leikjum, farið svo í hefðbundnar greinar og endað á íþróttum. Annar bekkur gæti haft aðra uppröðun. Þannig myndi starfsfólkið fá heilan vinnudag, færri þyrftu að nota húsnæðið í einu, aðstaðan væri betri og húsnæðið betur nýtt.

Dofri Hermannsson, 27.8.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega Dorfi. Málið er einmitt þetta að einsetin skóli er mistök. Yngri börnin eiga að vera í skólanum frá 8:45 til 17:15. Sum eiga að byrja í leik, föndri, íþróttum og slíku og hin setjast á skólabekkinn. Svo gæti þetta snúist við í gegn um daginn.

Málið er nefnilega að þegar flestir foreldrar eru farnir að nýta sér bæði leikskóla og frístundarheimili þá gengur dæmið ekki upp. Við fáum aldrei nógu marga til að manna allar þessar stöður. Þetta eru engin geimvísindi heldur einfalt reikningsdæmi. Fjölskylda sem er með tvö börn á leikskóla eða skólaaldri þarf um 40% stöðugildi af einum starfsmanni. Með tvísetningur í skóla færi þessi tala strax niður í ca 25 til 30%. Þetta gæti svo einnig gert það auðveldara að fækka nemendum í bekkjum.

Við skulum ekki gleyma því heldur að á meðan öll orka leikskóla- og skólastjóra og annarra ráðamanna fer í að manna stofnanirnar þá hlýtur allur metnaður fyrir starfinu að liggja á hakanum. Kannski liggur þarna einmitt skýringin á því hversu aftarlega börn okkar eru í lestri og lesskilningi miðað við nágrannalönd okkar. 

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband