Davíð Mugabe

mugabeNú hefur það verið staðfest að Kaupþing féll vegna ummæla Davíðs í Kastljósi í fyrrakvöld - viðtali sem hann bað sjálfur um. Á sama tíma og sterkasti bankinn hafði fengið lán frá íslenska og sænska seðlabankanum og átti góða möguleika á að fóta sig í umhverfi vantrausts á alþjóðlegum bankamarkaði mætir seðlabankastjóri Íslands í sjónvarp til að lýsa þeim sem óreiðumönnum.

Þessi orð rata beint til bresku ríkisstjórnarinnar sem er vöruð við. Plan Íslendinga sé að borga ekki skuldir sínar erlendis. Það er ekki furða að Darling og Brown hafi verið hneykslaðir og lýst Íslendingum sem ótýndum þjófum. Orð Davíðs Mugabe voru mjög skýr - látum útlendingunum blæða.

Davíð verður að víkja, strax í dag.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já, við skulum skjóta boðbera tíðindanna í þeirri von að okkur líði betur á eftir. Lögin sem sett voru sögðu nákvæmlega þetta. Hvort Davíð sagði það eða einhver annar var algerlega Bretanna að skilja - eða misskilja eins og komið hefur á daginn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.10.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Sævar Helgason

Sú tilfinning er vaxandi að nú orðið sé Davíð Oddson seðlabankastjóri í boði Samfylkingarinnar - er ekki að vera tímabært að vísa honum á dyr ?

Sævar Helgason, 9.10.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Davíð víkur ekki, hann er aðal og Flokkurinn ræður..  Heil Davíð.

Óskar Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 10:03

4 identicon

Ég held að bretar hafi ekki misskilið neitt. Davíð gaf bara Gordon Brown kærkomið tækifæri til að bæta stöðu sína gagnvart almenningi í Bretlandi, sem hann greip fegins hendi þar sem hann hefur að undanförnu verið firna óvinsæll.

Ásdís (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:06

5 identicon

Ég held að þú ættir að finna alvöru mynd af Múgabe. Það fer þér ekki að falla í sömu rasistaggryfjuna og Jón Magnússon.

Daníel (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

#5 Rétt hjá þér.

Dofri Hermannsson, 9.10.2008 kl. 10:30

7 identicon

Það að starfandi formaður Samfylkingarinnar vilji nýja Seðlabankastjórn er sett fram í fullri alvöru. Ef ekki er tekið mark á því þá jarðar það við stjórnarslitum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:13

8 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:27

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdahafar þessa lands hafa gert sig seka um landráð með heimsku sinni og vandræðagangi varðandi þau samskipti og skilaboð sem þeir senda frá sér og aðrar þjóðir sjá auðvitað líka. Flest ríki í Evrópu hafa t.d. leyniþjónustu sem fylgist með fjölmiðlum og hefur á sínum snærum túlka o.fl., og nú þegar augu allra að beinast að Íslandi er mikilvægt að halda andlitinu og fara ekki á taugum eins og þeir hafa gert. Hámarksrefsing í slíkum tilvikum er 16 ára fangelsi, en 3 ár ef hægt er að bera við gáleysi. (Sjá X. kafla almennra hegningarlaga)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband