Stóraukin framlög til enskukennslu í skólum?

Kannski það komi fram tillaga um stóraukin framlög til enskukennslu í skólum í umræðum um fjárlög?

Þetta sagði Alister Darling í gærmorgun: "The Icelandic government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here,"

Nú veit ég ekki hvernig samtalið gekk fyrir sig en getur verið að ráðherra hafi talið að sögnin "to honour" hefði neikvæða merkingu? Að samtalið hafi verið á þessa leið?

AD:   Do you intend to honour your obligations?
ÁM:   Absolutly not! Darling, please, I assure you - we have no intention of doing such a thing!

???


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

dýralæknar þurfa kannski ekki að kunna ensku... eða ofmeta eigin kunnáttu. 

Ég tel að það sé komnir það margir ásteitingsteinar í þessu stjórnarsamstarfi við sjálftektina til ða slíta henni hér og nú.. Afglöp GHH, Afglöp Árna Matt.. alvarleg afglöp seðlabankastjóra sem situr í skjóli sjálftektar.  

Samfylkingin á að gera en ekki tala ... koma svo. 

Óskar Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 17:03

2 identicon

Það má vel vera að ykkur Samfylkingarmönnum finnist best að reyna snúa ykkur úr þessu með því að gera grín að þessu.

Samfylkingin ber fulla ábyrgð á þessu ríkisstjórnar samstarfi og á Seðlabankastjórninni sem situr í hennar skjóli.

Seðlabankastjóri sagði sama dag og Árni ræddi við Darling, í Kastljósþætti: " Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna, ......... við ætlum ekki að borga annarra manna skuldir. Við ætlum ekki að borga skuldir bankanna sem hafa farið dáldið gáleysislega." (Þar sem puntalínan er þar greip Sigmar fram í og Davíð fór að ræða um ömmu sína).

Þarna talaði Daví Íslensku og allir skilja hvað hann segir. Hann sagði okkur hvað ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi haft í hyggju. Svo einfalt er málið.

Kjons (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband