Hætta á vöruskorti?

Öll verslun byggir að meira eða minna leyti á því að sá sem selur vöruna fær greiðslufrest, oft 30-60 daga. Innan þess tíma er varan seld, verslunareigandinn hefur fengið greitt, hann hefur greitt flutningsaðilanum og þeim sem hann keypti vöruna af o.s.frv.

Nú er staðan sú að staðgreiðslu er krafist af þeim sem eru að flytja inn vörur frá útlöndum. Flestir eiga ekki handbært fé til að borga reikninginn - þetta er svipað og þegar fólk sem hefur lifað á VISA þarf að hætta með kortið og fara að staðgreiða.

Til viðbótar er gjaldeyrisþurrð í landinu. Þótt sumir eigi peninga til að fyrirfram- eða staðgreiða vörur geta þeir ekki fengið Evrur í staðinn fyrir krónur. Og auk þess veit enginn hvers virði hver króna er.

Þeir sem eru að selja vörur og þjónustu til útlanda fyrir Evrur þora ekki lengur að leggja þær inn í íslenska banka af ótta við að fá þær ekki til baka, vegna gjaldeyrisskömmtunar. Þeir leggja því Evrurnar sínar inn í erlenda banka og fyrir vikið kemur enginn gjaldeyrir inn í íslensku bankana!

Það væri í raun undarlegt ef andlát krónunnar hefði ekki áhrif á vöruframboð í landinu.

Hér má sjá gengi krónunnar hjá evrópska seðalabankanum - 305 krónur fyrir 1 evru.
Það er jafnframt tekið fram að ekki hafi átt sér viðskipti með krónuna síðan á fimmtudaginn var.


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálakerfi landsins var að springa í loft upp.

Það er ekkert undarlegt við að það leið til truflana í gjaldeyrisviðskiptum í nokkra daga. Ef það leiðir til þess að það verði ekki til kakómalt í einhverri verslun í 1-2 vikur þá er það tæpast okkar stærsta vandamál.

Gengi krónunnar mun vissulega verða lágt á næstunni en lágt gengi er líka samkeppnishæft gengi og eins og alþjóð veit stöndum við frammi fyrir því að þurfa að byggja eitthvað upp í staðinn fyrir þennan stóra bút af hagkerfinu sem var að fjúka út í veður og vind.

Þú velur kakómaltið, ég vel Krónuna.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Nú er þetta bara spurning um kakómalt! Sjúkk, ég sem var farinn að halda að þetta væri eitthvað alvarlegt!
Hlýtur að reddast eftir örfáa daga, þegar heimurinn fattar hvers hann er að fara á mis með því að kaupa ekki íslenskar krónur.

Dofri Hermannsson, 13.10.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Swiss Miss eða Nesquick?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:38

4 identicon

Áttu von á því að hér muni skorta nauðsynjar?

Síðast þegar ég vissi fluttum við töluvert út. Gjaldeyrir inn = króna upp, gjaldeyrir út = króna niður. Undirstöðuatriðin eru ekki flókin þótt að það bætist við núansar. Í augnablikinu vantar ákveðna tiltrú en hún kemur aftur um leið og umheimurinn áttar sig á því að við sprungum ekki í loft upp með bankakerfinu.

Ef heimurinn vill fisk og ál þá vill hann líka krónur.

Krónan er nefnilega gjaldmiðill.

Sjálf Evran er það víst líka.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 01:25

5 identicon

Krónan er ekki gjaldmiðill frekar en matador peningar. Þó að heimurinn vilji fisk og ál þá vill hann ekki sjá krónur. Meðan gjaldeyrismarkaðurinn er dauður þá vilja birgjar ekki selja hingað vörur nema gegn staðgreiðslu. Held líka að útflutningsfyrirtæki viti það almennt að ef þau taka gjaldeyri inn í landið þá koma þau honum ekki út aftur. Þess vegna eru þessi fyrirtæki að stofna reikninga í erlendum bönkum þar sem þau geyma gjaldeyrinn og smá skammta hann inn í landið þegar þau þurfa að borga reikninga hér á landi.

IG (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjónustuhagkerfið hér á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið fyrir skuldapappíraframleiðslu. Nú þegar hún er stopp má búast við að téð hagkerfi hrynji fljótt eins og spilaborg með braki og brestum ásamt ásamt hlægilega yfirkeyptum húsnæðismarkaði. Það er þegar yfirgnæfandi kaupendamarkaður í sambandi við húsaleigu og aðeins verðhrun blasir við þar.

Vandinn er fyrst og fremst lítil framleiðsla (innlendum iðnaði hefur skipulega verið útrýmt hér á síðustu áratugum) og risastór þjónustuiðnaður auk tröllaukins ríkisreksturs sem hægri og vinstri kommúnistar hafa hróflað hér upp.

Baldur Fjölnisson, 14.10.2008 kl. 12:13

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kaupum Íslenskt! Nóg er til af mat hér á landi.

Úrsúla Jünemann, 14.10.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband