Ákaflega þörf tilmæli ríkisstjórnarinnar

Það er ástæða til að fagna sérstaklega þessum tilmælum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki nokkur sanngirni í því að láta fólk borga af erlendum lánum sínum á meðan enginn hefur hugmynd um hvort gengið er 150 eða 300 krónur fyrir evruna. Eða hreinlega eitthvað allt annað.
mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

#3
Eins og staðan er núna kann að vera að fólk og fyrirtæki þurfi að greiða þrefalt hærri afborgun næsta mánuð en það reiknaði með. Þótt fólk vissi af gengisáhættunni höfðu flestir reiknað með að þeir þyrftu að þola 30%, í hæsta lagi 50%, gengisfall. Nú er Visa gengi á evru hátt í 300 krónur og enginn veit nema krónan eigi eftir að lækka enn frekar.

Margt fólk og mörg fyrirtæki munu ekki þola mánaðarmót þar sem gengi lánanna er þrefalt hærra en upphaflega var reiknað með. Það er margt gert til að aðstoða fólk með verðtryggð lán, s.s. að fresta afborgunum, lengja í lánum o.s.frv.

Enginn reynir að halda því fram að verðtryggð lán séu góð. Ekki frekar en gengistryggð lán. Hið augljósa blasir við - Ísland þarf að taka upp stöðugan gjaldmiðil.

Dofri Hermannsson, 14.10.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Í sumar var ég að blogga um að 2% lækkun krónunnar þýddi fimm milljarða hækkun á húsnæðislánum bundnum í erlendri mynt - sem aftur þýddi að 250 íbúðir hefðu þá í raun gufað upp, svo að segja. Síðan hefur krónan sjálf gufað upp, sem þýðir að húsnæðismarkaðurinn er opinberlega orðinn ómöguleg vitleysa í undralandi og dæmdur til að hrynja um tugi prósenta. Gengishrun þýðir fyrst og fremst launalækkun og þú þarft allra síðast á slíku að halda ef þú ert að reyna að standa við þínar fjármálalegu skuldbindingar jafnframt því að bjarga þér og þínum. Gengishrun þýðir jafnframt verðbólgu sem belgir út skuldirnar jafnvel þó þær séu í krónum þar sem keyptir vitfirringar eru enn með verðtryggingu á skuldum en ekki tekjum á landi hér.

Baldur Fjölnisson, 14.10.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband