"Borgum ekki" samtök í uppsiglingu?

Fékk áframsent svar Glitnis til eins lesanda síðunnar en hann hafði samband við bankann sinn til að spyrja út í möguleika á frystingu húsnæðisláns í erlendri mynt.

Sæll
Það sem við getum gert í sambandi við erlend lán er að fresta afborgunum af lánum í 6 mánuði. Áfram þarf  að borga vaxtagjalddaga. Kostnaður er 10.000 kr pr lán. Annað er því miður ekki í boði.
Kveðja,
GLITNIR

Þessi viðskiptavinur bankans sagði jafnframt:

Á síðustu mánuðum hefur almenningur staðið frammi fyrir því að íslenskir ráðamenn og bankamenn hafa gjaldfellt ekki bara gjaldmiðilinn heldur einnig ímyndina.  Íslenska krónan á sér ekki viðreisnar von og þau okkar sem tóku erlend lán til að forðast okurvexti lánastofnanna standa frammi fyrir staðreyndum sem fyrir nokkrum mánuðum þóttu óhugsandi á Íslandi. 

Það voru reyndar nokkrir erlendir sérfræðingar sem héldu því fram að allt stefndi á versta veg en þeir voru jafnan kveðnir niður sem óheiðarleg handbendi vogunarsjóða sem ætluð sér að knésetja krónuna til þess eins að græða á smæð hagkerfisins. Í þessar sannfæringarræður fór nær allur máttur ráðamanna og bankamanna, samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í dag, vitandi að Ísland rambaði á barmi gjaldþrots. 

Það er orðinn dágóður hópur í þjóðfélaginu sem telur sig hafa verið blekktan, ekki bara eins og maður á að venjast af bílasölum og fasteignasölum, heldur af þeim sem við treystum fyrir fjöregginu og lífsafkomunni. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir lítilsháttar lægð og kannski 10% gengisfalli sem myndi þó jafna sig á einhverjum tíma. Seðlabankastjórinn talaði um samsæri vogunarsjóða. Á þessum forsendum fór fólk og keypti íbúðir á uppsprengdu verði og leitaði  að bestu kjörunum í landinu sem bauð upp á 15% stýrivexti.

Talsmaður neytenda talar um forsendubrest en líklega eru það ekki sannmæli nema við hröpum að þeirri ályktun að allt hafa skyndilega breyst til hins verra og verið algerlega ófyrirsjáanlegt. Það er miklu nær að tala um glæpsamlegt athæfi banka sem þurftu svo nauðsynlega að koma þessum peningum á almenning (sama á hvaða kjörum) til þess að styrkja stöðu sína sem samkvæmt leyniskýrslum var ákaflega bágborin.

Ráðamenn eru síðan sekir um að hylma yfir glæpinn, kannski á þeim forsendum að þetta verði mögulega allt í lagi en kannski einfaldlega af getuleysi. Þetta á líklega aldrei eftir að sannast þar sem FME fer með bráðabirgðastjórn bankanna og framtíðarstjórnendurnir eru allir fyrrverandi starfsmenn úr efri stigum bankanna. Hvort sem þetta eru konur eða ekki þá hef ég litla trú á því að þær fari að sakfella sig í hreinsunaraðgerðum. 

Það er greinilegt að reiði fólks er farin að krauma, bæði yfir gengistryggðu lánunum og verðtryggðu lánunum í því sem varla getur orðið minna en 20% verðbólga.

Það er talað um að stofna samtök um að borga ekki.

 


mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður því miður langt að bíða þangað til Íslendingar standi saman. Hugsaðu þér að enn er fólk að skrifa lofgjörðir um Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson, og jafnvel þó fólk sé búið að missa aleiguna, ótrúlegur fjandi. 30-40% þjóðarinnar er svo heilaþvegið af Sjálfstæðisflokknum að hálfa væri nóg, og réttast væri að senda þeim reikninginn fyrir öllu ruglinu.

Svo kemur Hannes Hólmstein bankaráðsmaður í Seðlabankanum og setur málið þannig upp að ekkert sé að hugmyndafræðinni á bak við þetta allt saman. Þvílík afneitun, þetta minnir á þegar Björn Bjarnason sagði í Kastljósviðtali einu sinni að hann myndi aldrei viðurkenna að hafa rangt fyrir sér. Þessir menn eru búnir að fara illa með þjóðina og vittu til þeir eiga eftir að fela slóð sína.

Valsól (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Pétur Tyrfings bloggar um sama efni á http://eyjan.is/goto/peturty/

Dofri Hermannsson, 17.10.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er rýrnun uppá 365 milljónir sænskra króna á 2 árum og svoleiðis rýrnun er útilokuð án þess að fjármálaeftirlitið í Svíþjóð hafi gert athugasemdir. Þetta var gefið í dag og mér finnst skrítið að þetta sé selt í hvelli án þess að athuga hvort fleiri hafi haft áhuga á að kaupa þetta til að reyna að fá sem mest fyrir þetta, ég er í hrikalegu fúlu skapi !

Sævar Einarsson, 17.10.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Spyr þig minn knái, hvar eru mótmæli Breta við innistæðutapi sinna þegna á sparireikningum í netbönkum, bandarískum, sem starfað hafa í Bretlandi en eru nú komnir í stóra stoppið??

Þú ert áhugamaður um stjórnmál og þekkir til Sveitastjórnamála ,,heima" á Vestfjörðum. 

Lest þú ekki skýrslur IMF?? Getur verið að þú látir nægja, að lesa stóru fyrirsagnirnar sem koma í fjölmiðlum EFTIR að skýrslurnar koma út?

Manst þú ekkert eftir því, hvernig þeir lýstu Seðlabankanum og aðkomu hans að því að halda uppi vöxtum og reyna að halda sig við Verðbólgumarkmiðin?

Liggur þér í léttu rúmi, hvað er satt og hvað er hliðraður ,,sannleikur"? 

Allar og ég meina ALLAR útlendar stofnanir mærðu peningamálastjórn Seðlabankans, --ENDA fór stefna hans gersamlega eftir þeirri línu, sem mest er móðins nú um stundir,--afsakaðu, ---voru á þeim tímum sem skýrslurnar voru unnar,--fyrir þremur til fjórum mánuðum.

Það er svo einfalt og þægilegt, að klappa almenningsálitinu, líkt og þú og vinir þínir gerðu í Fjölmiðlamálinu forðum.

Laxar synda á móti straumnum og uppskera stinnan líkama, marglyttur fljóta nánast með straumnum og verða svona eins og þær eru.  Eins er með geð guma.  Sumir beita íhygli og greina og heimta að eindir mannsins séu EKKI TEKNAR ÚT FYRIR SVIGA, í setningu lagaumhverfis.  Þetta er óvinsælt en bráðnauðsynlegt.

 Líkt og á skólalóð, verður að vera AGI,- alger og ófrávíkjanlegur, ella ráða bullurnar öllu og hafa það sem þær vilja.  Sama er um Markaðinn.  Þetta hefi ég, ásamt og með Matta blessuðum Bjarna, Einar heitnum Oddi og fleirrum jarðbundnum Sjálfstæðismönnum boðað á fundum okkar, --við litlar vinsældir ofurfrjálshyggjumanna í Flokknum.

Ég svona hálfpartinn var farin að búast við öðru af þér en pöpulisma þar sem þú axlaðir þín skinn og fórst vestur í MJÖG erfiðar að stæður.

Með von um bata.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald af gömlu sortinni.

e.s. afsakaðu langhundinn

Bjarni Kjartansson, 17.10.2008 kl. 09:59

5 identicon

hættum að borga

Við erum þrælar bankanna, ofurvaxtanna, verðtryggingar.
Við komumst aldrei á slétt vegna vistarbandanna: Neydd til að kaupa fasteignir.
Það þekkist hvergi annars staðar á byggðu bóli að almennt launafólk hafi ekki valkostinn að leigja í öruggri leigu. Íslensk pólitík, samþykkt af verkalýðshreyfingunni um miðja síðustu öld.
Af hverju?
Af því hér er svo fámenn þjóð að til þess að allir séu vinnandi tvöfalt, með skatta og lánagreiðslur. Þetta er í grunninn málið.
Og þetta er ástæðan fyrir því að greifarnir fengu svo gott lánstraust erlendis.
Ung þjóð, vinnusöm eins og Hreiðar kaupþingsbankastjóri sagði í fréttum, að væri ástæðan fyrir sterku lánskredit erlendis.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Þessari umræðu fagna ég vel og innilega enda lengi búinn að tala um að samtök vaxtagreiðenda vanti á Íslandi. Samtökin þarf að stofna svo við eigum málsvara sem hlustað verður á. Svo getum við beitt þessu öfluga vopni sem heitir afborganastopp. 

Magnús Vignir Árnason, 17.10.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Eitt heilræði til þín Dofri. Það er ekki hægt að beina frjálshyggjumanni á rétta braut. Ef þessi frjálshyggja dugar ekki þá prófum við bara næstu frjálshyggju með aðeins meiri ríkisafskiptum en síðast. Og þegar það gengur ekki þá þarnæst  aðeins meiri ríkisafskipti og svo koll af kolli þar til þeir eru dottnir alveg á vinstri hliðina. Þessir menn eru svo einsýnir að þó þeir séu búnir að viðbrenna veislumatinn, kveikja í eldhúsinu og stinga af með alla innkomuna svo það er útilokað að fá endurgreitt, þá halda þeir að lýðurinn sé tilbúinn að koma strax í næstu veislu hjá þeim. 

Magnús Vignir Árnason, 17.10.2008 kl. 10:34

8 identicon

Af hverju ekki bara að kalla samtökin "tökum ekki ábyrgð - félag fólks sem langaði í allt en átti ekki neitt og hugsaði ekki fram í tímann og er núna vælandi og kennir öllum öðrum en sjálfum sér um eigin mistök"

Já ég veit, þetta er fremur óþjált nafn ... en það er þó allaveganna nær sannleikanum en "borgum ekki"!

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:33

9 identicon

Hver ætlar að taka ábyrgð á klúðri ríkisstjórnarinn? Bjarni, hvað finnst þér?

Bjarni er örugglega einn af varðhundum frjálshyggjunnar sem reynir að kenna fólkinu að það sé aumingjar. Haldið áfram að þræla fyrir vöxtum og verðbótum! Sættið ykkur við sífellt lægri laun!

Verið er að auglýsa eftir reynslusögum launafólks hér:

http://okurvextir.blogspot.com

 Bjarni, hvernig gengur þér að eignast íbúð? Áttu pabba í Sjálfstæðisflokknum?

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ég trúi varla að ég sé að svara þessu. Ég tek fulla ábyrgð á eigin gjörðum, ég ætla ekki að svara fyrir aðra. Ábyrgð þeirra sem settu hér allt á hvolf er hinsvegar engin. Þeir sitja í stólum sínum enn, þeir halda ránsfénu enn og þeir allra heimskustu halda enn fram ágæti frjálshyggjunnar. Hugsuðu þeir fram í tímann. Það var ekki þjóðin sem stjórnaði stýrivöxtum, það var ekki þjóðin sem keypti gjaldeyri fyrir hundruði milljarða til að fella gengið sem setti svo verðbólguna af stað, það var ekki þjóðin sem ákvað ofurlaun gróðafíklanna, þjóðin bað Jón Ásgeir og Hannes Smára ekki að stela FL Group með húð og hári, þjóðin skortseldi ekki krónuna, þjóðin keipti ekki og seldi sömu hlutabréfin aftur og aftur sín á milli til að búa til falskan gróða. Eina sem þjóðin er sek um er að ala af sér of mikið af íhaldskurfum og leifa þeim að alast upp í villu og svima. En stígðu af baki Bjarni annars er hætt við að þú dettir, ykkar tími er hvort sem er liðinn.  

Magnús Vignir Árnason, 17.10.2008 kl. 12:47

11 identicon

Heiðursfélagi "borgum ekki" samtakanna hlýtur að verða Davíð Oddsson.

Seðlabankastjórinn sem kom í sjónvarpið og sagði við alheiminn: "við borgum ekki".

Framhaldið þekkja jú allir....

Gunnar B (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:05

12 Smámynd: Heidi Strand

Mótmælum á morgun kl 15.

Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 14:18

13 identicon

Þetta er önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er að það er verið að stofna samtök þeirra sem plataðir voru inn í peningamarkaðssjóðina á fölskum forsendum. Viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson var búinn að heita því að landsmenn fengju allt spatifé sitt greitt. Seinna sagði hann að gert væri eins vel við þá sem væru í þessum sjóðum hvað meinti hann með því? hann hafði áður sagt að fólk þyrfti ekki að óttast sparifé sitt. Vonandi meinti hann það sem hann sagði.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:25

14 identicon

Rósa, þakka falleg orð, þú ættir samt kannski að kynna þér rökvillu brunnmígsins

Ég hefi hinsvegar alveg sleppt því að kaupa mér íbúð, bara leigt! Hef ekki alveg séð tilganginn í því að taka lán til þess að kaupa mér fasteign á yfirsprengdu verði, rétt áður en bólan springur!

Eflaust margir sem gerðu það, eflaust margir af þeim sem tóku 90% lán og jafnvel 100% lán bankanna. Ég get eiginlega ekki grenjað í kór með þessu liði. Það var búið að tala um það í nokkur ár, allaveganna síðan snemma árs 2006 að hlutirnir færu að fara niður á við. Snertilending í hagkerfinu og allt það. Lán allra hefðu þannig hvort eð er hækkað, minna kannski!

Magnús

"... það var ekki þjóðin sem keypti gjaldeyri fyrir hundruði milljarða til að fella gengið sem setti svo verðbólguna af stað,"

Hahahaha, rólegur! Veit ekki betur en að þjóðin hafi einmitt keypt gjaldeyri fyrir hundruði milljarða til að splæsa í drasl sem það langaði í. En það hlýtur að hafa önnur áhrif á gjaldeyri ef hann er fluttur út í stórum stíl af almenningi heldur ef að fjármálastofnanir gerðu það nú!

Mistök ríkisvaldsins hlýtur að hafa verið að hafa ekki hækkað hér tolla, og jafnvel komið á haftastefnu ... klárlega!

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband