Rétt athugað hjá Þorgerði Katrínu

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður fyrir 30% í skoðanakönnunum. Af þessum 30% vill helmingurinn sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Hinn helmingurinn telur sér trú um að við höfum efni á að nota krónu sem heimurinn tekur ekki gilda.

Þorgerður Katrín gerir sér ljóst að það getur ekki beðið að taka almennilega og upplýsta umræðu um kosti og galla ESB aðildar og upptöku evru. Hún hefur auk þess nægilegt bein í nefinu til að segja það upphátt.

Nú er búið að hækka stýrivexti upp í 18%. Það er gert til að reyna að koma krónunni á flot en þegar opnað verður fyrir gjaldeyrisviðskipti á ný er hætta á að krónan sökkvi til botns, hvar sem hann er annars að finna. Fólk sem þarf að borga af lánum, fyrirtæki sem þurfa að fjármagna sig munu ekki una því lengi að forystufólk stórra stjórnmálaflokka neiti að ræða Evrópu- og gjaldmiðilsmálin. 

Verði þessi mál ekki tekin og rædd af skynsemi og yfirvegun mun fólk krefjast kosninga. Það kann því að verða Sjálfstæðisflokknum happadrjúgt á næstunni að hafa konu í forystunni sem bæði skilur og þorir.


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dofri, kanski er bara ekkert annað í stöðunni en að ganga í esb og taka upp evru, ekki viljum við að sf verði stærsti flokkurinn á íslandi.

Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 11:03

2 identicon

Heyra á endeminu í ykkur hjá SF. Þið eruð búnir að vera glaðir í Ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum og berið því ykkar ábyrgð á því hvernig komið er.  Reyndar hefur ekkert komið útúr ykkur þar, akkúrat ekkert, semsagt það varð alls enginn breyting á því að fá ykkur inn í staðinn fyrir Framsókn. Bara akkúrat alls enginn breyting. 

Trúboðið ykkar um ESB aðild og upptöku Evru hefur sko ekki verið til að bæta ástandið nema síður sé. Þið svífist einskis í ESB áróðri ykkar gagnvart almenningi. Mér finnst að það ætti að handtaka alla ráðherra og forystumenn Samfylkingarinnar og síðan ákæra þá fyrir: 1. Algjört andvaraleysi og embættisafglöp í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar sem leiddi til efnahagshruns.  2. Fyrir lýðskrum og fyrir að notfæra sér ástandið til þess að vega að fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar. Semsagt LANDRÁÐ !

Þið Samfylkingin hafið akkúrat ekkert að bjóða íslensku þjóðinni !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:31

3 identicon

Ferill Geirs mun aldrei jafna sig, meirihluti þjóðarinnar tengir þvílíka neikvæðni við andlit hans. Eins og sést í þessari grein þá er Þorgerður Katrín miklu sveigjanlegri og yrði því að mínu mati betri formaður. Henni er líka alveg sama um gömlu klíkurisaeðlurnar í flokknum og Davíð Oddson myndi aldrei hafa áhrif á hennar ákvörðunartöku.

Ef Geir myndi viðurkenna mistökin og segja af sér þá myndi það minnka fallið gífurlega í næstu kosningum með ÞK sem formann. 

Geiri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Eftir dómgreindarbrestinn sem Þorgerður sýndi með annari Kínaferð sinni held ég að hún ætti bara að hverfa um sinn frá stjórnmálum.

Að taka upp Euro er ekkert sem upplýst fólk vill gera.  Hinsvegar hef ég oft rætt hérna á blogginu að hægt sé að tengja íslensku krónuna þeirri norsku. Hugsanlega með það í framtíðarsigti að Norðurlöndin skapi sér sérskakt fjöltengt efnahagssvæði, með sameiginlegri skráningu myntar og tengingar ekki bara við evrópskt markaðssvæði, heldur versli yfir norðurpólinn við asíulönd sem og Ameríku. 

Baldur Gautur Baldursson, 28.10.2008 kl. 17:04

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Stærsta áfallið er að svo stór hópur (30% þjóðarinnar) ætli að halda áfram að kjósa sömu vitleysuna og einkavinaruglið í D yfir sig. Það er gríðarlegt áfall og að mínu mati algerlega óskiljanlegt.

Páll Geir Bjarnason, 29.10.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband