Ef kosið yrði í dag....

... er augljóst að Vg og Sjálfstæðisflokkur myndu mynda meirihluta með 35 þingmönnum. Enda flokkarnir algjörlega sammála um að aðild að ESB sé mesta óráð og algjör óþarfi að taka upp annan gjaldmiðil - nema ef vera skyldi norsku krónuna!

Fyrirtæki sem finnst krónan ekki nógu góð til að stunda alþjóðleg viðskipti gætu þá bara farið ef þeim þætti þetta ekki nógu gott. Þeir óþjóðræknu og ósjálfstæðu Íslendingar sem endilega vilja vaxtakjör og verðlag svipað og í Evrópu gætu farið sömu leið. Ástur Sólliljur.

Það yrði gaman í Sumarhúsum!


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir síðustu kosningar mynduðu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur meirihluta um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu. Er það gleymt?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:23

2 identicon

Þeir sem hrökkva í svona illilega vörn algerlega óumbeðnir geta ekki haft sérstaklega ánægjulega sjálfsmynd. Hefur Samfylkingin virkilega svona lélega sjálfsmynd?

Þór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Væri ekki nær að fagna því Dofri, að það er veruleg vinstrisveifla meðal þjóðarinnar?  Ekki getur Samfylkingunni leiðst það?

Árni Þór Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þú verður að fyrirgefa Árni en það skyggir talsvert á gleðina hvað þið eruð einbeitt í að halda í handónýtan gjaldmiðil. Að segja okkur undir Seðlabanka Noregs finnst mér ekki heldur aðlaðandi. Dálítið í anda Gizzurar jarls hér í den þótt það sé kannski ósanngjarn samanburður gagnvart honum.

Það er án nokkurs vafa lang brýnasta hagsmunamál bæði almennings og fyrirtækjanna í landinu að gjaldmiðilsmálunum verði komið í lag eins hratt og mögulegt er. Þá er dapurlegt að tveir af turnunum skuli - vel að merkja án stuðnings kjósenda sinna - ákveða að segja pass við evru og ESB aðild. Eiginlega neita að skoða málið.

Íhald og afturhald virðast ráða för. Sorrý!

Dofri Hermannsson, 30.10.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Sporddreki

Nei, Dofri. Sjálfstæðisflokkurinn tæki aldrei höndum saman við VG í stjórn þar sem VG væri stærri aðilinn. Kosningaúrslit í samræmi við þessa könnun yrðu bara ávísun á eitt - stjórnarkreppu! En það er nú ekki nýtt að VG mælist hátt snemma kjörtímabils og fatist svo flugið þegar líður að kosningum.

Sporddreki, 30.10.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Það eina sem ég og væntalega fleiri biðja um í þessu ástandi sem ríkir hér á landi, er málefnaleg umræða um hagnýtan gjaldmiðil.  Ég vil málefnalega umræðu hvort sé betra að norska krónan eða evran sé það sem við þurfum.  Endilega finnum okkar farveg, fáum okkur einstaklinga óháða til þess að vísa okkur veginn að því takmarki að Ísland standi uppi með gjaldmiðil sem hentar okkar þjóð. 

Ísland er landið okkar og við viljum öll að allt fari vel að lokum.  Til þess að það geti orðið, þarf að ræða málin, hlusta, bera saman og taka ákvörðun.  Hlustum líka á aðra sem ekki eru í pólitíkinni og hafa ekki haft sömu skoðun og ég eða þú.  Ég varð dálítið hrifin af því sem Björk kom með í kastljósinu í fyrrakvöld.  Er þetta ekki eitthvað sem við getum hugsað okkur.  Ætla ekki að skera úr um hvort það sé betra en virkjanir og álver.  En eitt er víst að við þurfum öll vinnu .....    Spurning hvort ekki sé hægt að gera bæði, en það þýðir að hvor hugmyndin og aðilar tengdum þeim þurfa að geta gefið eftir.  Allar skoðanir þurfa naflaskoðun og aðilar að gefa eftir af sínum skoðunum.

Þetta er svona bara innlegg í þessa umræðu, því ég hef miklar áhyggjur af ástandinu hér heima, og tel því að allir þurfi að gefa eftir hörðum skoðunum sínum um álver / ekki álver / eitthvað náttúrulegt / og fleira.  

Við Íslendinar þurfum að standa saman að koma okkur upp úr þessari kreppu sem ríkir, og ekki ætla ég að benda á neinn sökudólg, því þeir eru sennilega nokkuð margir.  Ég efa það ekki að sökudólgarnir eigi eftir að koma landi sínu til hjálpar þegar hjá líður, fyrr en seinna.  

Að lokum við ég senda hamingjuóskir til stelpnanna í knattspyrnunni og okkra allra,  ---- áfram Ísland -----

Áslaug Sigurjónsdóttir, 31.10.2008 kl. 01:12

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er alveg augljóst að VG vilja flokka helst starfa með Samfylkingunni. Það er Samfylkingin sem hefur valið að starfa með íhaldinu ekki VG. Að halda áfram að keyra á þessari herferð gegn VG þegar það er Samfylkingin sem er í ríkisstjórn er til þess fallið að ala á sundrungu vinstri vængsins á Íslandi og Ísland hefur sjaldan þurft jafn mikið á vinstri vængnum að halda eftir 17 ár með hægristjórnum sem hafa komið landinu á vonarvöl. Vonandi kemur upp nýtt afl í íslenskum stjórnmálum sem getur virkjað það fólk sem annars færi úr landi. Við höfum þrjá valmöguleika á þessu landi: Landsflótti, borgarastríð eða samstaða. Ég veit hvaða möguleika ég er að vinna fylgis við. Hvaða valkost ert þú að tala fyrir?

Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 08:59

8 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Æ þetta væl um að VG sé alltaf á leið í stjórn með íhaldinu er orðið lúið. Skiljið þið Samfylkingarmenn ekki að það er Sjálfstæðisflokkurinn, ekki VG sem er höfuðóvinurinn. Það eru þið sem eruð í stjórn með íhaldinu, ekki VG og seðlabankastjóri situr enn, varinn af ykkur. Það vita allir að Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á ósköpunum. VG ætlar auðvitað í vinstristjórn með Samfylkingunni. Innganga í ESB væri í besta falli margra ára ferli. Því er óraunhæft, í raun popúlískt að setja það fram sem einhverja allsherjarlausn á vitleysunni síðastliðinn áratug. Allt í lagi að skoða það en forgangsverkefni er að hreinsa til í brunarústunum. Það þarf að gera strax. Þið þurfið að rjúfa stjórnina strax og stofna tímabundna átaksstjórn án Sjálfstæðisflokksins og kjósa snemma næsta ár.

Guðmundur Auðunsson, 31.10.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Ingólfur

Það er ljótt að segja það upphátt en íslenska krónan er líklega ónýt og við þurfum að finna góða lausn á gjaldsmiðilsvandamálinu.

Norska krónan er vissulega ekki stór gjaldmiðill og upptöku hennar fylgir auðvitað vist valdaafsal í peningastefnunni (líklega er eina leiðin að losna við Davíð hvort eð er að leggja niður seðlabankann), en norska krónan hefur þann kost að aðalatvinnuvegir Norðmanna eiga margt sameiginlegt með þeim íslensku. Evran er hins vegar stærri en þar eru sveiflurnar oft mjög ólíkar þeim á íslandi.

Ég veit ekki hvor henntar okkur betur en Evrunni fylgir sá risastóri galli að við þurfum að leyfa þeim að innlima Ísland áður en það kemur einu sinni til greina að við fáum að nota Evruna.

Aðild er miklu stærra mál en hvaða gjaldmiðil við eigum að nota og þó við hefðum gengið inn í Sambandsríkið fyrir 10 árum er samt ólíklegt að við værum komin með Evru, þar sem við höfum verið langt frá skilyrðunum.

Það sem við þurfum núna strax á morgun er að komast í einhvert skjól, t.d. fastgengissamning við einhvert nágranaríki okkar í einhvern ákveðin tíma á meðan við leitum að framtíðarlausn.

Það má ekki gerast að sækjum um aðild í einhverri neyð því það var alveg nógu slæmt að þurfa að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í klemmu og tímaþröng. Það er þó bara tímabundið lán en ESB aðild er til eilífðar.

En hef ég það því miður á tilfinningunni að margur Samfylkingarmaðurinn gráti þessar efnahagslegu náttúruhamfarir ekki neitt, því þeir vona að þær komi Íslandi inn í sambandið með góðu eða illu.

Ingólfur, 1.11.2008 kl. 01:32

10 Smámynd: Ingólfur

P.S. þó við tökum upp annan gjaldmiðil en Evru að þá stendur það ekkert í vegi fyrir ESB aðild seinna meir, ef þjóðin vildi það.

Því skora í á Samfylkinguna að vinna að því að finna viðundandi gjaldmiðil sem væri hægt að taka upp strax í staðin fyrir að misnota ástandið núna til þess að neyða þjóðina inn í ESB.

Ingólfur, 1.11.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband