Rétt ákvörðun

Hnífasett virðist vera jólagjöf framsóknarmannsins í ár eins og undanfarin ár.

Það var athyglisvert í morgunfréttum útvarps þegar fréttamaður rifjaði upp að trúnaðarbréfi frá Bjarna hafði líka verið lekið í fjölmiðla af andstæðingum hans innan Framsóknarflokksins. Valgerður kannaðist að sjálfsögðu ekkert við að hafa tekið þátt í slíku. Það er auðvitað engin ástæða til að rengja það en hitt blasir við að Valgerður er til muna vandvirkari en Bjarni svo hún hefði aldrei gert sig seka um sama klaufaskap og hann.

Þetta er hárrétt ákvörðun hjá Bjarna og honum til sóma að játa mistök sín. Til heiðurs honum,  Framsóknarflokknum þeirri íslensku hefð að nýta góð yrkisefni er þessi litla vísa:

Við launvíg, eins og aðra ljóta hrekki,
fer allt úr böndunum
þegar sá sem leitar lags er ekki
laginn í höndunum.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt alveg skila til félaga okkar, Björgvins, að hann eigi að segja af sér eftir hádegið í dag.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Æ, mér finnst þetta Bjarnamál ósköp sorglegt. Það er gott hjá honum að segja af sér, en margur hefur nú ekki gert það af meira tilefni. En vísan er góð!

Stefán Gíslason, 11.11.2008 kl. 11:37

3 identicon

Mun Bjarni ryðja brautina fyrir aðra sem axla ættu ábyrgð?? Dettur strax í hug Davíð Oddsson, Björgvin Guðni, Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni M o.fl. ..........

Björn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er ekki sniðugt að vega úr launsátri nema maður sé í felum!

Flosi Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 14:13

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég klappa fyrir Bjarna. Aðrir mætti taka sér hann til fyrirmyndar. Það er meira tilefni hjá mörgum til afsagna heldur en hjá Bjarna.

Úrsúla Jünemann, 11.11.2008 kl. 14:22

6 identicon

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/pages/Bjarni-Hararson/96610280566?ref=nf

Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:46

7 identicon

Er ekki full vel í lagt að segja að Bjarni sé "til fyrirmyndar" þó að hann segi af sér? Hann varð uppvís að ódrengilegri og ómerkilegri framkomu og var að auki svo mikill klaufi að hann kom upp um sig þegar hann hugðist vega að samflokkskonu sinni undir nafnleynd. Þetta eru ekki bara "mistök" eins og Bjarni vill vera láta, heldur skítlegt eðli.

Anna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:06

8 identicon

Sammála Önnu og óþarfi að klappa fyrir manninum og hans lymskubrögðum.  Svo fær hann biðlaun og aðstoðarmaðurinn líka!!

Sigrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:02

9 identicon

Það er hins vegar full ástæða að klappa aftur fyrir þessari vísu *klapp* :)

Bjarki (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:07

10 identicon

Æ, ég skil ekki allt þetta orðskrúð í kringum Bjarna Harðarson. Að hann sé maður að meiri fyrir að segja af sér þingmennsku og allt það. Málið er að í einhverjum tilfinningahita hagar hann sér eins og sannur framsóknarmaður; ætlar sér að vega úr launsátri. Og af því allt kemst upp, er hann mjög sár og allt það. Í grunninn kristallast í mínum huga það sem viðgengst í stjórnmálaflokkum, það er unnið á bak við tjöldin. Og Bjarni var svo óheppinn að ýta á "vitlausan takka" í tölvunni, en það afsakar ekki hugsunarháttinn á bak við sendinguna. Svo mæra hann allir fyrir það hugrekki að segja af sér og aðdróttanir um að vegið hafi verið að honum á sínum tíma af einhverjum sem er tæknivæddari en hann!! Og þá sé allt í lagi. Hvað er eiginlega í gangi? Ef þetta er það sem viðgengst í pólitíkinni, að menn ýti á rétta eða vitlausa takka á tölvunni til að vega man og annan, þá er ekkert skrýtið að alþingismenn , uppteknir af flokkadráttum, hafi öðrum hnöppum að hneppa en finna lausnir á vanda þjóðarinnar. Því, ef þetta viðgengst, þá er það líka í öðrum stjórnmálaflokkum (rökrétt ályktun) og svi því að svona "barnaskólahúmor" eigi forgang umfram annað.

Nína S (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband