Meira um Jesú og Jón

Það er áhugavert að frelsarinn skuli hafa fæðst á sama degi og Jón Sig, sverð okkar sómi og skjöldur. Hvorugur þeirra var nokkur meðaljón. Það var ekki heldur Jón Júlíusson leikari sem vakti á ofanverðri síðustu öld verðskuldaða athygli m.a. fyrir hárprýði.

Mér var sögð sú saga að einhverju sinni í leikferð hafi afgreiðslustúlka sem reiddi fram mat fyrir leikhópinn látið þess getið að hann væri nú bara alveg eins og Jesú. Hann mun hafa skrifað hugleiðingar eitthvað í þessa áttina á servéttuna sína:

Menn telja að við líkir séum í sjón
og sama birta af okkur lýsi.
Það sést þó alltaf að ég er Jón
því Jesú hann greiddi öðruvísi.


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll .

Hún er góð þessi.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband