Hvað sagði Páll Pétursson?

Ég gat ekki betur heyrt á Páli Péturssyni (og það er í takti við málflutning formannsframbjóðendanna) að hin ófrávíkjanlegu skilyrði sem Framsókn setur séu svo ströng að það sé í raun óþarfi að fara í þessar samningaviðræður.

Að með þessu séu Framsóknarmenn í raun að hafa sjálfa sig að fíflum! Áhugavert.

Og ekki síður áhugavert að Framsóknarmenn beri enga ábyrgð á kreppunni. Það eina sem þeir gerðu var að stýra ríkisstjórn frá 2005 og höfðu þar á undan verið í ríkisstjórn í 10 ár, ráðist í þensluhvetjandi stóriðjuframkvæmdir, hellt olíu á þenslubálið með skattalækkunum, sett 90% húsnæðislán á markað, afnumið bindiskyldu bankanna og nært drauminn um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Annars komu þeir hvergi nærri!


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála áliti hins glögga Páls Péturssonar – skilmálarnir virðast mjög strangir, en þar með er ekki öll sagan sögð. Ummæli hans taka ekki tillit til þess, sem refjar heimsins bjóða upp á og beitt hefur verið áður í störfum flokksforystunnar. Það lið lítur á samþykktir eingöngu sem áfanga í átt til þess, sem það sjálft vill gera, og látið ykkur ekki dreyma um, að EBé-klíkan í flokknum ætli að láta þetta verða sér til trafala. Þess vegna – og vegna hinnar raunverulegu grasrótar flokksins – var þessi samþykkt sjálfsvígstilraun flokksþingsins. Meira á http://blogg.visir.is/jvj/2009/01/16/framsokn-kys-stefnu-a-eb-a%c3%b0ildarvi%c3%b0r%c3%a6%c3%b0ur/ (grein um þessa samþykkt) og í fleiri greinum á vef mínum: http://blogg.visir.is/jvj/

Jón Valur Jensson, 16.1.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Páll er auðvitað í bændaarminum sem er að verða undir í flokknum.

En ber Samfylkingin ekki líka ábyrgð?  Studdi sá flokkur ekki Kárahnjúkavirkjun?

Jón Kristófer Arnarson, 16.1.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Samfylkingin ábyrg???

Örugglega ekki - nema þeir hefðu á undanförnum árum haft fólk í seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, í bönkunum og unnið heimavinnuna sína.

Samfylkingin ábyrg???

Ekki nema þeir hefðu verið í ríkisstjórn nýlega og látið hendur standa fram úr ermum í stað þess að kóa bara með "ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar" - og vera í útlöndum.

Samfylkingin ábyrg???

Ekki til að tala um... og klappa nú fyrir Geir og Davíð og dýralækninum og, og, og öllum sem samfylkingin ber að sjálfsögðu fullt traust til...

Haraldur Rafn Ingvason, 16.1.2009 kl. 21:49

4 identicon

Hverjum er ekki sama um það hvað Framsókn "ákveður". Svona flokkur með 7-9 % fylgi. Öllum ætti að vera skítsama um það hverju þeir ropa upp úr sér, á sínu flokksþingi. Þeir eiga vonandi ekki eftir að vera í þeirri aðstöðu, næstu 15-20 árin, (ef þeir verða til svo lengi), til að geta lagt fram nokkurt mál, sem mark er á takandi. Reyndar má segja það sama um Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Þannig, og einungis þannig, getur þjóðin varið framtíð Íslands.

Joe (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

7-9 % fylgi??? Ég held þeir megi prísa sig sæla með að fá 5%!

Sigurður Hrellir, 17.1.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Dofri. Það er furðulegt að liðsmaður í að eigin mati eina evrópusinnaða flokki landsins sé ekki betur að sér í málefnum ESB og raun ber vitni.

Þessi skilyrði eru öll byggð á fordæmum úr þegar gerðum aðildarsamningum, þannig að ESB þarf afar sterk rök til að hafna þeim.

Ætlar Samfylkingin að halda því fram að Ísland sé ekki fyrir norðan 62°N?

Ætlar Samfylkingin að halda því fram að íslensku fiskistofnarnir, að flökkustofnunum undanskyldum, séu sameiginlegir með einhverri ESB þjóð?

Ætlar Samfylkingin að halda því fram að úrsagnarrétturinn sé ekki tryggður í stofnsáttmála ESB?

Vill Samfylkingin ekki hafa tryggt fæðuöryggi?

Svona mætti lengi telja.

Gestur Guðjónsson, 17.1.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband