Fundur annað kvöld

"Ætli gasið nái hingað?" spurði mig virðuleg eldri kona sem sat á bekk suðaustan við Jón Sig á Austurvelli klukkan tæplega eitt í dag. Við tókum tal saman og fólk streymdi að. Hún var komin til að taka þátt í mótmælum, sýna samstöðu með þjóðinni. Sama var uppi á teningnum hjá eldri bónda úr Dalasýslu sem furðar sig á þeim losarabrag sem honum virðist vera á öllum málum.

Brátt var Austurvöllur orðinn fullur af fólki. Hátt í 2000 manns heyrði ég útvarpsmann segja. Fólk með lúðra, gömul kona með alvöru gamaldags hrossabrest, konur börðu potta og pönnur, fólk með fána og mótmælaspjöld, snjóboltum kastað í Alþingishúsið, hávaði, hróp, baráttusöngur. Margir þjóðþekktir einstaklingar, sagnfræðingar, rithöfundar, listafólk, jafnvel einn og einn stjórnmálamaður en enginn úr stjórnarflokkunum nema ég og Þórlindur Kjartansson sýndist mér.

Krafan um kosningar er skýr. Eins og ég hef áður sagt held ég að hún sé bæði sanngjörn og skynsamleg. Eftir hrunið er allt önnur staða í samfélaginu, allt aðrar forsendur og það þarf því allt aðrar áherslur en kosið var um síðast. Nú þarf að setja fókusinn á framtíðina, leggja fram hugmyndir og tillögur að því hvernig best er að koma þjóðinni upp úr kreppunni. Kosningar eru eina leiðin til að gera þetta, auk þess sem allir stjórnmálaflokkar þurfa að endurnýja umboð sitt.

Á morgun kl. 20.30 er fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um Samfylkinguna og stjórnarsamstarfið á Hallveigarstígnum. Frummælendur eru Mörður Árnason og Lúðvík Bergvinsson. Formaður Ungra jafnaðarmanna, Anna Pála Sverrisdóttir stjórnar fundi sem ekki er ólíklegt að verði athyglisverður.


mbl.is Piparúða beitt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi dregur til tíðinda á þessum fundi.  Þetta nær ekki nokkurri átt.  Samfylkingin er að skolast niður í ræsið með Sjálfstæðisflokknum.  Nú er lag að ganga til liðs við mótmælendur og taka frumkvæðið í því að skapa nýtt land.  það er óþolandi að brennuvargarnir í Sjáfstæðisflokknum séu við stýrði öllu lengur. 

 Já og svo eitt í viðbót.  

 Út með Össur. Hann hefur fengið sinn tíma og klúðrað honum.  Slappari pólitíkus er vandfundinn.  Hann á bara að þrusa sér á ofur-eftirlaun og láta aðra um að marka stefnuna til betra samfélags. 

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:26

2 identicon

Þjóðin heldur áfram að láta í sér heyra, ungir sem aldnir, og það verður spennandi að sjá hvað kemur útúr fundinum annað kvöld. Það verður engin vinnufriður í samfélaginu fyrr en boðað hefur verið til kosninga og Samfylkinging verður að sýna dug, þora að vera með í þessu samfélagi okkar og ekki láta þessa hneisu viðgangast lengur. Samfylkingin verður að rífa sig uppúr framsóknarfarinu og vinna fyrir fólkið í landinu, neita að leppa þessa ríkisstjórn og uppræta spillinguna í stjórnkerfinu, viðskiptalífinu og í samfélaginu. Það gerir hún ekki í samvinnu við Sjálfstæðismenn.

Ása (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:27

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vonar að Samfylkingin mun loksins standa sig og losa sig úr böndum Sjálfstökuflokksins. Þetta hjónaband var aldrei farsælt. Og Teitur, ég er alveg sammála þér: Össur hefur verið með eindæmum slappur. Hann hefur verið eins og vindhani, algjörlega stefnulaus.

Úrsúla Jünemann, 20.1.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fagnaðarefni að fundarröð Samfylkingarinar er að hefjast. Þá geta þingmenn talað beint við kjósendur og öfugt. Talað um það sem máli skiptir, framtíðina. Fortíðin er liðin og það er verið að skoða hana og þeirri skoðun verður fram haldið enn um sinn, kannski í nokkur ár.

En nú verður að huga að framtíðinni, hvað er best að gera og hvernig á að bregðast við þessu og hinu. Er best að skipta um ríkisstjórn og er best að kjósa og þá hvenær. Ég hef ekki mótmælt og þekki ekki þá tilfinningu, mundi frekar vilja fylgja eftir umbótum, en vera reið og vera á móti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fylgi Samfylkingarinnar byggðist á sterkum málflutningi frambjóðendanna þar sem áhersla var lögð á samræðustjónmálin svonefnd.

Ætli útifundurinn framan við Alþingishúsið í dag sé birtingarmynd samræðustjórnmála?

Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 19:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sínum tíma var það fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur sem tók skyndilega og óvænt af skarið um slit stjórnarinnar sem flokkurinn var í þá.

Fróðlegt verður að fylgjast með þessu í kvöld.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvernig var það Ómar var þá ekki formaðurinn líka í útlöndum?

Guðjón H Finnbogason, 20.1.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...eftir alla þessa mánuði eftir hrun og lygar...er erfitt að treysta SF aftur...sorry!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:11

9 Smámynd: Vilberg Helgason

Það þarf bara að henda ingibjörgu, lúðvík, kristjáni, össur og ágústi út og fá menn eins og mörð og dofra inn. Menn með sannfæringu

Þá skal ég treysta samfylkingunni.

Vilberg Helgason, 20.1.2009 kl. 23:53

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já fundurinn verður fróðlegur og verður Dofri að vera duglegur að greina frá gangi mála á honum, enda er hann bara fyrir félagsmenn. Gæti farið svo að efasemdarmenn vilji eða láti lokkast að sjá hvað fram fer á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. ESB hangir kannski á spýtunni.

Er hægt að treysta SF eftir "hrun og lygar", spyr Anna. hvað ætlar hún að gera? Fær hún ríkisstjórn VG, Framsóknar og Frjálslyndra eftir kosningar? hvað á að gera við "hrunið og lygarnar" sem rætur eiga að rekja til Framsóknar? Hvað á að gera við frjálshyggju og "innflytjendavandamál" Frjálslyndra? Er Anna með nýja hreyfingu um framboð uppi í ermunum sínum?

Annar valkostur í ríkisstjórnarsamstarfi er ekki auðfundinn en annað hvort þessi stjórn eða vinstri stjórn SF og VG. Hver verður munurinn á þessum stjórnum hvað ESB og Evru varðar? Hvað atvinnuuppbyggingu versus losunarvandann varðar? Hvað verðtryggingu varðar? Hvað stjórnarskrárbreytingar varðar?

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 00:27

11 Smámynd: Vilberg Helgason

Friðrik, verðum við ekki að vona að það verði endurnyjun í öllum þessum flokkum fyrir næstu kostningar. Allavega svo um munar þannig að við séum ekki að horfa á þessa skelfilegu kosti sem við höfum ef mynduð yrði ný stjórn án kostninga.

Sagan úr innri koppi segir að Ingibjörg sé hætt, engin vilji Ágúst þannig að líklega þarf að hafa landsfund og kjósa uppá nýtt í formann og varaformann.

Sama gæti orðið uppá teningnum hjá XD að Geir verði fórnað og hvað þá ?

Það eru sem betur fer margar breytur í þessu svo maður geti haldið í vonina. 

Svo vonast maður eftir nýju afli með þungaviktarmenn innanborðs sem eru ekki sálu sinni seldir einhverjum af stóru flokkunum eða auðjöfrum.

Vilberg Helgason, 21.1.2009 kl. 01:06

12 identicon

fyrirgefið-snýst framtíð Samfylkingarinnar um hvað sjálfstæðisflokkurinn ákveður á sínum fundum?ég lét blekkjast af"aldraðir eiga betra skilið(jósefsspítalann,sjálfsagt í kojum)fagra ísland(össur berst fyrir virkjununum)endureisn velferðarkerfisins(í boð guðlaugs þórs)ísland og umheimurinn(ríkisstjórnin sér um mannorð okkar!)svo ætlar samfylkingin að leggjast í fundarherferð"EVRÓPUFUNDIR"meðan landið brennur,hvern ANDSKOTANN var ég eiginlega að kjósa yfir mig.

árni aðals (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 02:12

13 identicon

Á þessum fundi verðið þið að samþykkja vantraust á Ingibjörgu Sólrúnu og Björgving G. og krefjast þess að þau segji af sér ráðherra dómi og Ingibjörg líka formennsku. Síðan verðið þið að samþykkja að slíta þessu stjórnarsamstarfi nú þegar.

Þá er kanski von til þess að ég og eflaust margir fleiri geti gengið á ný til stuðnings við flokkinn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:27

14 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þið verðið að láta slíta þessu stjórnarsamstarfi. Hvað er Friðrik Þór að meina? Heldur hann að við séum eilíflega dæmd til að búa við þetta flokkakerfi? Búa við þetta gervilýðræði? Framtíðin þó hún virðist myrk í augnablikinu býður upp á ótrúlega möguleika ef þjóðinni heppnast að hugsa alla hluti upp á nýtt.

María Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:00

15 identicon

Hef verið krati svo lengi sem ég man og er enn. En samfylkingin er farinn. Hef hlustað með æ meiri forundrun á forystu flokksins síðustu mánuði.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:38

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég meina bara að það verður ERFITT að treysta SF...sbr.

21.01.2009
Djúphreinsun í pólitík
Samfylkingin hóf feril sinn í ríkisstjórninni með því að skipta um skoðun á öllum mikilvægum málum. Hún hætti að vera umhverfisvæn og tók upp ofsatrú frjálshyggjunnar í efnahags- og peningamálum. Kárahnjúkavirkjun var upphaf spennunnar, sem leiddi til hruns. Lesið ágætt blogg Ómars Ragnarssonar um þau mál. Í kosningunum í apríl getur Samfylkingin tæpast boðið upp á sömu þingmannsefni og þau, sem sviku stefnu flokksins eftir síðustu kosningar. Þau eru öll eitruð orðin af skelfilegu stjórnarfari. Samfylkingunni dugir ekki minni djúphreinsun en var hjá Framsókn um síðustu helgi.


21.01.2009
Óeirðir þá og nú
Óeirðirnar í Reykjavík eru ekki sambærilegar við óeirðirnar 1949. Þá voru tvær fylkingar í landinu, með og móti hernum. Hægri menn höfðu þá fasískar sveitir hvítliða til að berja alþýðuna með kylfum. Nú eru engar slíkar fylkingar til, allir eru andvígir ríkisstjórninni. Átökin eru ekki milli tveggja fylkinga,

www.jonas.is

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:22

17 Smámynd: Dofri Hermannsson

Anna. Flokkurinn er þú og ég. Ég hef aldrei gúterað þá afstöðu að þegar fulltrúar flokks akta gegn skoðun fólksins í honum þá eigi fólkið að fara úr flokknum. Það á þvert á móti að taka til í fulltrúahópnum. Það held ég að verði líka gert.

Dofri Hermannsson, 22.1.2009 kl. 01:17

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

skil þig Dofri og virði...en stjórnmálafolkkar eru mér ekki trúarbrögð!  Lýðræðið er það hinsvegar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.1.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband