Merkilegt!

Eflaust þykir mörgum merkileg sú afstaða sem kemur fram í orðum nýja umhverfisráðherrans. Samningurinn sem hún nefnir er í raun viljayfirlýsing sem bíður staðfestingar Alþingis. Ætli hún hafi hugsað sér að greiða atkvæði með samningnum?

Hún er ekki síður merkileg greinin eftir Indriða H Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóra þar sem raktar eru furðulegar skattabreytingar stóriðjuríkisstjórna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Lokaniðurstaða hans er þessi:

  • Efnahagslegur ávinningur Íslands af starfsemi stóriðjuvera er lítill og hefur farið minnkandi fyrir tilverknað stjórnvalda. Hann er nú vart meira en 0,1 – 0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver.
  • Arður af íslenskum auðlindum, virðist að mestu koma fram hjá iðjuverunum og rennur vegna lágra skatta að mestu ósnertur í vasa hinna erlendu eigenda.

Í pólitískri umræðum, m.a. um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, eru allir sammála um að náttúruauðlindirnar séu eign þjóðarinnar og að tryggja beri yfirráð yfir þeim. Það er holur hljómur í þeirri umræðu á sama tíma og náttúruauðlindunum er ráðstafað í þágu útlendinga og þeim gefinn arðurinn af þeim?

Ætli stjórnmálamenn á Alþingi sér framhald á störfum þar ættu þeir í ljósi þessara upplýsinga að endurskoða alvarlega hug sinn þegar kemur að því að greiða atkvæði með eða á móti samningi um allra handa afslætti á sköttum og skyldum gagnvart álverinu í Helguvík.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst fyrst og fremst um nýtingu jarðvarmaorkunnar í Þingeyjarsýslum til atvinnuuppbyggingar. Þessu má líkaj við virkjun á Hellisheiði sem fáir gera athugasemdir við opinberlega. Gleymum þessu ekki. Það er vissulega vandræðagangur í ríkisstjórninni strax á fyrsta degi og það er ekki gott og vekur ekki traust á störf hennar. Eins má draga þá ályktun að þessar framkvæmdir sitja ekki við sama borð að hálfu stjórnvalda. Nýr umhverfisráðherra líkt og fyrrverandi telja framkvæmdir við Bakka annars flokks enda um fleiri atkvæði að ræða á SV-horninu. Því sannar þessi umhverfisráðherra að málið er fyrst og fremst pólitískt. Ég tek undir að grein Indriða er ítarleg og góð en skortir meiri umfjöllun um afleidd störf í víðasta skilning þess orðs. Sé aðeins hugsað um álver sem slíkt efast ég ekki um útreikning hans. En ég ítreka þann punkt sem ég byrjaði á, málið snýst um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda í Þingeyjarsýslu til hagsbóta fyrir svæðið.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er líka spurning um gerða samninga og hvaða skaðabótakröfur muni þá vofa yfir. Meðalvegurinn er vandfundinn í þessu eins og öðru. Það er kannski ekki alveg marktækt að kosnaðargreina svona hluti nú og ef grein Indriða er síðan gengið var mjög hátt, þá glidir það sama um ál og annan útfluttning að reiknistokkurinn var skakkur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 00:36

3 identicon

Nú þarf það ekki endilega að vera heilagur sannleikur, bara af því að Indriði segir það. Alla jafna er ekki minna en þriðjungur af rekstrarkostnaði álvers sem verður eftir hér í hagkerfinu. Þetta eru ca. 60-70 ma í fyrra minnir mig. Gæti raunar verið meira.

Það sem Indriði tiltekur sem þessar prósentutölur eru líkar því að vera skatttekjur af hagnaði álvera á Íslandi 2007, sem var raunar nær 1,7 milljörðum króna. Sú upphæð ætti að hækka verulega. Mitt stöpula minni gæti þó brostið, en ég held að þetta sé nærri lagi. Nenni ekki að fletta því upp núna, þannig að þú tekur því þá kannski heldur ekki sem heilögum sannleik.

Hilsen,

Sigm (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Indriði vitnar í skýrslur og greinar Þorsteins Siglaugssonar og Sigurðar Jóhannessonar, sem báðir eru umvafðir náttúruverndarsamtökum. Hversu trúverðugt er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 02:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, og málflutningur náttúruverndarsamtaka er ótrúverðugur, sérstaklega ef málpípan er aðkeypt í formi "fræðinga". Sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 08:15

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef fylgst mjög grant með náttúruverndarumræðunni sl. 10 ár. Ég hef margsagt, bæði í ræðu og riti að helstu málpípur náttúruverndarsamtaka á Íslandi, og þ.m.t. einstaka stjórnmálamenn, aðallega úr röðum VG, hafa komið óorði á náttúruvernd. Það er dapurlegt að náttúran skuli ekki hafa betri málsvara en raun ber vitni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 12:23

7 identicon

Samkvæmt fullyrðingu Gunnars Th. (hér fyrir ofan) hefur náttúruvernd óorð á sér á Íslandi.

Það er því miður rétt hjá honum. Eftir áralanga búsetu erlendis tók ég eftir þvi þegar ég flutti heim að það fólk sem talað fyrir náttúruvernd og jöfnuði í kjörum almennings voru af mörgum álitnir leiðindapúkar og fífl.

Til dæmis man ég eftir einum "bjána" sem gat gengið inn á kaffistofuna og kallað "Kolbrún Halldórsdóttir" yfir hópinn og liðið sprakk úr hlátri.

Þetta ástand er sem betur fer að breytast.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband