Ljóta ruglið!

Það er ljóta ruglið hvernig er búið að taka sameiginlega eign þjóðarinnar, gefa hana nokkrum útvöldum sem síðan hafa selt hana öðrum, sem svo hafa braskað með hana fram og aftur og spilað verðið á henni upp úr öllu valdi til að geta veðsett hana fyrir skuldum sem eru alveg út úr kortinu.

Það er líka ljóta ruglið að öll fyrirtæki sem eru með viðskipti við útlönd - sem betur fer eru enn nokkur slík í landinu - skuli þurfa að gera upp í gjaldmiðli sem breytist jafn hratt og veðrið! Þetta gæti ekki verið mikið fáránlegra þótt við létum alla gera upp í áttundakerfinu í sunnanátt en tylftarkerfinu ef það væri komin norðanátt.

Hlýtur að enda með því að fyrirtæki (og það fólk sem getur) tekur upp erlendan gjaldmiðil, borgar laun í erlendri mynt og á bara lágmarksupphæð í krónum. Var það ekki versta mögulega leiðin til að taka upp annan gjaldmiðil? Kúbanska leiðin?


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jú, þetta er versta leiðin. En lífdagar krónunnar eru taldir og miklu betra væri að taka upp erlendan gjaldmiðil opinberlega og þá helst evruna.

Úrsúla Jünemann, 5.3.2009 kl. 15:17

2 identicon

--NEI!!!  ...  EKKI EVRU!!!....  ÞÁ MISSUM VIÐ SJÁLFSTÆÐIÐ.......

 ...djók.. :)

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað með Dínarinn ? Annars er þetta með öllu óskiljanlegt hvers vegna menn eru að tengja eitthvað sem heitir gjaldmiðill við, þjóðleg gildi og sjálfstæði. Er útilokað að menn geti hugsað á rökrænum nótum og lyft asklokinu þó ekki væri nema örlítið.

Finnur Bárðarson, 5.3.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er samanþjappað sannleikskorn hjá þér Dofri. Ég held að það þurfi að skoða einhliða upptöku evru því ESB er að endurskoða afstöðu sína til þess. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Haraldur Hansson

-- NEI!!! ... EKKI EVRU!!! ... ÞÁ MISSUM VIÐ SJÁLFSTÆÐIÐ ...

... og ég er EKKI að djóka ;;


Þá er ég um leið að tala um inngöngu í Evrópusambandið, sem mun minnka framtakið og kraftinn í samfélaginu, okkur til skaða, á innan við 20 árum. Jafnvel þó hægt sé að tryggja bæði fisk og fallvötn, þá mun framsal á valdi á endanum leiða til tjóns. Það er ekki hægt að komast hjá því. 

Haraldur Hansson, 5.3.2009 kl. 19:35

6 identicon

Ert þú ekki að gefa kost á þér í prófkjöri Dofri? Ætlarðu virkilega að leggja upp í baráttuna með þessa útúrþvældu mýtu að útgerðarmenn hafi fengið kvótann gefins? Heldurðu virkilega að ríkisstjórn Jóns Baldvins & Co, sem á sínum tíma festi í lög framsal aflaheimilda, hafi verið að gera það af góðmennsku við útgerðina? Útgerðin var í dauðateygjunum þegar gripið var í taumana 1984. Ofveiði og allt of margir að elta allt of fáa fiska. Af hverju kynnirðu þér ekki söguna og slengir svo fram fullyrðingum ef þú endilega kýst.

Báran (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er óþarfi að ræða um mýtu í þessu sambandi þú nafnlausa persóna sem kallar þig báruna. Í fyrsta lagi er það álit margra þeirra hagfræðinga sem greint hafa upphaf kreppunnar á Íslandi að það megi rekja til fjármuna sem hirtir voru út úr útgerðinni. Það voru mörg samverkandi atriði sem leiddu til takmörkunar á aflaheimildum, m.a. tímabundin aflatregða. Þá hófst stóra slysið. Það var í fyrsta lagi galið að beita ekki fyrst takmörkunum á togaraútgerðina. Veiðar smábáta á grunnslóð geta ekki orsakað hrun þorskstofnanna. Nú er svo komið að smábátaútgerðir geta blómgast þótt togaraútgerðir skili tapi og þetta er öllum ljóst sem vilja skilja. Togaraútgerðir eiga að vera með mjög takmarkaðar aflaheimildir í hlutfalli við útgerðir meðalstórra báta og trillubáta.

Það að stórútgerðir beri sig ekki nema að geta leigt frá sér aflaheimildir er auðvitað sturlun.

Illa reknar útgerðir báru sig ekki 1984. það gera þær aldrei. Útgerð fór að skila hagnaði þegar sjómenn fóru að hirða almennilega um aflann. Það breyttist til batnaðar með fiskmörkuðum og er í góðu lagi í dag. 

Árni Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli sveiflur í gjaldmiðlinum séu alfarið á kostnað ástandsins innanlands Dofri minn. Á þetta að vera að mantra fyrir Evru?  Hvar ætlarðu að grípa þá 140 milljarða, sem kostar að koma á nýju myntkerfi?  Það eru allir markaðir í frosti og allir gjaldmiðlar í flúxi. Ekki reyna að gera þetta að einhverju séríslensku fyrirbrigði nú.  Það er offramboð á öllu og allt verðlag í frjálsu falli allstaðar. Sérðu þessa hluti ekki í neinu samhengi?

Það er rétt annars að upphafið að þessu braski var þessi mark to market spákaupmennska útgerðarmanna með kvótann. Sama og gekk frá Enron.  Menn höfðu það í hendi sér (LÍÚ) að skrúfa verðið á óveiddum fyski upp úr öllu valdi og bókvfæra sem égn, sem þeir notuðu svo sem veð til að fara í sturlaða spákaupmennsku og skilja svo útgerðina sjálfa eftir í mínus og heimta frekari tilslakanir og frelsi til sukksins. Sú deregulation er eitthvað, sem sem þarf að ganga til baka og reuyna að þjóðnýta kvótann að nýju. Kvótakerfið var sett til að stjórna fiskveiðum, en ekki til að færa fiskinn í hendur auðmanna. 

Ekkert í lögum leyfir verslun með kvóta. Það var gefið leyfi til að flytja hann á milli fiskiskipa og byggðarlaga ef ástæður þóttu til og á það var spilað. Það sem voru lykilmistökin í upphafi var að útgerðarmaður á snæfellsnesi vildi færa skammtinn sinn til eignar í bókhaldi og skatturinn sagði nei. Því fór það fyrir hæstarétt og hæstiréttur leyfði þessa dellu. Það hefði aldrei átt að gerast. Enginn annar fær að meta til eignar, sem ekki er í hendi. Enginn getur metið til eignar potencial eign. Fyrirhugaða uppskeru. Ekkert í lögum leyfir heldur að menn geti selt þetta og keypt. Þú selur ekki áætlaða kartöflu.

Þetta er mikilvægt að laga og fara í gegnum þessa vitleysu og leiðrétta. Stjórnarskráin á svo að festa þetta í þjóðareign. Við getum bannað sölu og viðskipti með kvóta og keypt hann inn aftur á verði, sem miðast við útflutningsverð. (sem er ekki í neinum tengslum við kvótaver)  Kvótasvindlið er Enronsvindl. Alger kópía.  Það þarf að stoppa.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 01:33

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni: Illa reknar útgerðir eru illa reknar og á haunum af því að það er vilji þeirra, sem að standa. Aðalatriðið er ekki að veiða fisk heldur veðsetja kvóta til frekari spákaupmennsku og leigja hann líka. Það er frábært að geta veðsett traktorinn sinn og leigt öðrum hann og notað þessar tvöföldu tekjur til að taka lán, sem þú klínir á kennitölu útgerðarinnar og getur ávallt sýnt fram á að hún sé á hausnum, sama hvað þú meikar margar skrilljónir á spákaupmennsku og tuskubúðum, sem eru aðrar kennitölur. Þetta eru allt leiktjöld. Svona er þetta spilað.  Útgerðin verður alltaf á hausnum.  Þannig er leikurinn leikinn. Útgerðafélög eru jafnvel látin fara á hausin til að sleppa við að borga lánin.  Það er verið að blóðmjólka okkur og fyrir löngu búið að breyta þessu í þrælasamfélag. 80% þjóðarinnar sá aldrei góðærin og náði aldrei að láta enda ná saman. Flatskjáirnir og bílarnir gáfu sumum falska tilfinningu um það, en það var allt á yfirdrætti.  Fólkið heldur meira að segja að það eigi húsin sín, á meðan það er í rauninni bara leigjendur þess af bankanum og skila kaupinu sínu dyggðurglega þangað inn á hverjum mánuði.

Þetta er ekki Lýðræði. Það er blekking. Þetta er Plutocracy, Kleptocracy, og mjólkurkýr fárra útvaldra. Nú er möguleiki á að snúa því við.  Hér verður a.m.k að vera einn sterkur ríkisbanki, sem má vera í samkeppni við aðra. Það á ekkert að geta bannað það ef hann er rekinn sem eining.  Ríkisbankar hafa ekki ríkissjóð til umráða eins og fíflin vilja leyfa okkur að trúa. Þeir eru reknir á nákvæmmlega sömu forsendum og aðrir bankar, nema hvað þeim eru settar viðskiptasiðferðilegar skorður, sem aðrir bankar verða neyddir til að setja sér. 

Landið er gegnsýrt af þessari spillingu og það þarf að stokka allt upp, en ekki bara laga hér og þar, þegar fólk rýkur út á götur til að þrýsta á um það. Okkur vantar pólitíkusa, sem við getur treyst til þess, en þeir virðast ekki vera til. Þeir virðast ýmist vera svo vitlausir, vísvitandi fáfróðir, latir eða spilltir, eða jafnvel allt þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 01:54

10 identicon

Þetta er nokkuð athyglisvert og er tekið af Eyjuni.is

"Meðvirkir þíngmenn

Hér er listi yfir þá sem lögðu grunnin að kvótabraskinu sem er í dag
Sjón er sögu ríkari. Skoðið listann.

Neðri deild Alþingis:
Já sögðu:
Sveinn G. Hálfdánarson varaþingmaður Alþýðuflokks Vesturland
Guðmundur Ágústsson Borgaraflokki Reykjavík
Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokk Austurland
Júlíus Sólnes Borgaraflokki Reykjanesi
Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokki Reykjanesi
Stefán Guðmundsson Framsóknarflokki Norðurland vestra
Svavar Gestsson Alþýðubandalagi Reykjavík
Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokk Norðurland eystra
Jón Helgason Framsóknarflokk Suðurland
Nei sögðu:
Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokk Reykjavík
Guðmundur H. Garðarson Sjálfstæðisflokk Reykjavík
Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokk Reykjavík
Karvel Pálmason Alþýðuflokk Vestfirðir
Skúli Alexandersson Alþýðubandalag Vesturland
Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur Vestfirðir
Danfríður Skarphéðinsdóttir Kvennalistinn Vesturland
Fjarstaddir þingmenn:
Egill Jónsson Sjálfstæðisflokk Suðurland
Guðrún Agnarsdóttir Kvennalisti Reykjavík
Jóhann Einvarðsson Framsóknarflokkur Reykjanes
Margrét Frímannsdóttir Alþýðubandalag Suðurland
Salome Þorkelsdóttir Sjáflstæðisflokkur Reykjanes
Atkvæðagreiðslan fór því þannig að níu sögðu já en sjö sögðu nei.

---------------
Efri deild Alþingis:
Já sögðu:
Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokkur Reykjavík
Jón Kristjánsson Framsóknarflokkur Austurland
Jón Sigurðsson Alþýðuflokkur Reykjavík
Jón Sæmundur Sigurjónsson Alþýðuflokkur Norðurland vestra
Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokkur Vestfirðir
Óli Þ. Guðbjartsson Borgaraflokkur Suðurland
Páll Pétursson Framsóknarflokkur Norðurland vestra
Þórður Skúlason Alþýðubandalag Norðurland vestra
Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokkur Reykjanes
Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur Reykjanes
Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalag Norðurland eystra
Alexander Stefánsson Framsóknarflokkur Vesturland
Ásgeir Hannes Eiríksson Borgaraflokkur Reykjavík
Geir Gunnarsson Alþýðubandalag Reykjanes
Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokkur Norðurland eystra
Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknarflokkur Reykjavík
Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur Suðurland
Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalag Reykjavík
Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalag Austurland
Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokkur Reykjavík
Árni Gunnarsson Alþýðuflokkur Norðurland eystra

Nei sögðu:
Kristinn Pétursson Sjálfstæðisflokkur Austurland
Kristín Einarsdóttir Kvennalisti Reykjavík
Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur Reykjanes
Málmfríður Sigurðardóttir Kvennalisti Norðurland eystra
Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur Reykjanes
Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur Norðurland vestra
Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokkur Vestfirðir
Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkur Suðurland
Þórhildur Þorleifsdóttir Kvennalisti Reykjavík
Anna Ólafsdóttir Björnsson Kvennalisti Reykjavík
Birgir Ísleifur Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur Reykjavík
Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkur Reykjavík
Geir Hilmar Haarde Sjálfstæðisflokkur Reykjavík
Hreggviður Jónsson Sjálfstæðisflokkur Reykjanes
Sátu hjá við atkvæðagreiðslu:
Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokkur varaþingmaður Reykjavík
Stefán Valgeirsson Samtök um jafnrétti og félagshyggju
Fjarstaddir þingmenn:
Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur Vestfirðir
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Borgaraflokkur Reykjavík
Eggert Haukdal Sjálfstæðisflokkur Suðurland
Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur Vesturland
Ingi Björn Albertsson Sjálfstæðisflokkur? Vesturland
Atkvæðagreiðslan fór því þannig að 21 sögðu já en 14 sögðu nei.

----------------
Alls sögðu því 30 þingmenn já en 21 þingmenn sögðu nei. Tveir sátu hjá en tíu voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðslur. Þar með höfðu kvótalögin með frjálsu framsali hlotið samþykki meiri hluta greiddra atkvæða í báðum deildum þingsins þó í raun hefðu aðeins 30 af 63 þingmönnum greitt því JÁ atkvæði.
Löggjafarþing þjóðarinnar var búið að leggja grunninn að hruni Íslands."

Þórður (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:45

11 identicon

Hefurðu skoðað flökt EUR/USD nýlega. Geri ráð fyrir því að þeir sem selja vöru þar á milli séu ekki alltaf hressir með flöktið. Hef ekki heyrt að þeir séu að spá í að taka upp sameiginlega mynt á þeim bæjunum.

Steinþór (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband