Haukur í horni Valhallar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins heldur fast við framburð sinn um að hann hafi ekkert vitað af ofurstyrkjum FL group og Landsbankans til flokksins. Það stangast á við orð formanns flokksins sem var greinilega á annarri skoðun og eins orð Hauks Leóssonar en hann segist sem endurskoðandi reikninga flokksins hafa varað Kjartan við svo háum styrkjum.

Nú virðist vera búið að taka símann úr sambandi hjá Hauki því ekkert hefur heyrst frá honum um það hvernig orð hans og Kjartans geta komið heim og saman. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Haukur man atburði öðru vísi en flokksfélagar hans. Frægt var í REI málinu þegar minningar hans og Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar frá fundi þeirra með Bjarna Ármannssyni pössuðu illa saman. Fyrir þau sjálfstæðu minningarbrot mátti Haukur taka pokann sinn sem stjórnarformaður OR.

Á meðan Haukur var enn stjórnarformaður OR - og stuttu áður en tillögur voru settar fram um samruna REI og Geysir Green - fór hann í lax í Miðfjarðará með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni þáverandi borgarstjóra, Birni Inga Hrafnssyni sem þá var formaður borgarráðs og varaformaður OR, Guðlaugi Þór Þórðarsyni þáverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi stjórnarformanni OR og fjármálastjóra Baugs. Veiðileyfin voru skráð á Baug og allt benti til þess að veiðiferðin væri í boði Baugs.

Þegar málið komst í hámæli var talsvert síðan Haukur hafði verið gerður að blóraböggli fyrir vin sinn Vilhjálm í REI málinu. Haukur var þó fljótur að taka upp afþurrkunarklútinn og áður en nokkur fingraför fundust vottaði Haukur að hann hefði sjálfur keypt veiðileyfin af fjármálafulltrúa Baugs og boðið vinum sínum í lax. Það væri jafnframt alger tilviljun að allir þessir vinir hans tengdust Orkuveitunni en það ágæta fyrirtæki hefði ekkert borið í tal allan veiðitúrinn. Hvað þá hugmyndir um samruna REI og Geysis Green.

Líklega mun ekki nást í Hauk á næstunni svo hressa megi upp á minni Kjartans Gunnarssonar. Sannkallaður Haukur í horni hirðarinnar í Valhöll.


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo því sé til haga haldið, séu menn enn að efast um hugtök, styrkur, mútur!

“Við vinnu stýrihópsins kom í ljós að FL-group... hafði bein áhrif á samningsgerðina eins og fram kemur í tölvupóstssamskiptum milli FL-group og OR ....... Stýrihópurinn gagnrýnir sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu skuli hafa verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði auðlindin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis milli aðila væri gætt.”

Þetta viðurkenna borgarfulltrúar Sjálftstæðisflokks með undirskrift sinni undir skýrsluna.

ENÞETTA ER SKRIFAÐ ÞEGAR MENN VISSU AF KEPPNI MILLI FL OG LANDSBANKA UM OR EN LÖNGU ÁÐUR EN MENN VISSU AÐ FL  GAF SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM 50 MILLUR EN LANDSBANKINN BARA 30 , SEM SKÝRIR ÁHUGA SJALLANNA Á AÐ SELJA FL REI HÁLFT EÐA ALLT.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi hafa af því verulegar áhyggjur, væri ég flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum, (sem ég er ekki sem betur fer) að hafa fólk við stjórnvölinn, hvort heldur er í Reykjavíkurborg, í framkvæmdastjórn flokksins eða á hinu háa Alþingi fyrir hans hönd. Og í hverju væru áhyggjur mínar fólgnar, jú þeir muna bara ekkert stundinni lengur. Er það kannski ástæðan fyrir því að þingmenn flokksins hafa beðið svo oft um orðið nú undanfarið á Alþingi. Þetta er sko ekkert málþóf, vesalings fólkið er bara strax búið að gleyma því sem sagt var í gær, svo ekki sé talað um í fyrradag og er alltaf að tala um það sama aftur og aftur. Er að tala um málið í "fyrsta sinn" dag eftir dag. Sem betur fer er forseti Alþingis búinn að ákveða að stoppa þessa biluðu plötu og hefur lýst því yfir að þing verði rofið í vikunni. Hann er líka Samfylkingarmaður og ekki smitaður af þessu minnistruflunum, sem betur fer.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 15:36

3 identicon

Væri ekki nær fyrir þig að rifja orð flokksforingja þíns í kölfarið á orkuútrásinni:

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/852115/

Og var varaformaður Samfylkingarinar á eiturlyfjum í gær í viðtali RÚV ??Í kvöldfréttum í gær var frétt um REI málið í tengslum við óafsakanlega háa styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.   Af þessu tilefni tjáir varaformaður Samfylkingarinnar sig um málið og segir rangt hjá formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi stöðvað samruna REI við Geysi Green Energy.

Af þessu tilefni er rétt að endurbirta grein sem skrifað var um málið sl. haust og birtist í Fréttablaðinu:

Að segja satt og rétt frá

Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið.

Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng.

Jóhann (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hann Jóhann sem á þessi smekklegu eiturlyfjaummæli gerir það ekki undir nafni. Það bendir nú til þess að hjá greyinu megi finna vott af sómatilfinningu þótt vissulega sé hún á miklum villigötum. REI greinin sem hann birtir hluta úr er ritsmíð Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, sem er ein hinna frægu 6 menninga. Finnst við hæfi að höfundar sé getið.

En sem sagt - hann Jóhann sem ekki vill láta nafns síns getið er með netafangið jonnielogan@gmail.com og IP-tölu: 85.220.54.73

Dofri Hermannsson, 13.4.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband