Sjálfstæðisflokkur í frí - framsóknarmaður næstur inn?

Þessi könnun segir það sama og almannarómur - Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fríi að halda.
Jafnvel talsvert löngu. 

RVK norður

Það er athyglisvert að frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar, sem fyrir skemmstu vildi vera frambjóðandi Framsóknarflokksins er næsti maður inn í kjördæminu.

Ætli Rvk N sé að eignast sinn Kidda sleggju í Þráni?


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú meinar að Borgarhreyfingin komi manni inn þarna, er það Þráinn Bertelsson eða Birgitta Jónsdóttir. Nei ég skoðaði grafið betur, úff en sá léttir. Við með flott fylgi sem er bara best. Framsókn nánast á brókinni  æ æ. Og Hermundur talnaspekingur að spá Íhaldi og Framsókn í stjórn eftir kosningar í Mannlífi. Ekki samkvæmt þessari könnun

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 16:50

2 identicon

ég skil vel að samfylkingin sé með svona gott fylgi, flokkurinn er búinn að standa sig "frábærlega" bara alveg frá því hann komst í ríkisstjórn með íhaldinu og allt þar til nú, flokkurinn þvílíkt búinn að taka á málunum eftir að hann sparkaði íhaldinu úr rúminu sínu og bauð VG uppí, gengi krónunnar orðið stöðugt og frábært, atvinnuleysi nánast ekki neitt, fagra ísland í botni, nú er bara að vona að þetta haldist og við sjáum aftur t.d   Björgin sem bankamálaráðherra, mér fannst þetta eiginlega  bara óheppni hjá honum að vita ekki neitt þegar hann var ráðherra og varla honum að kenna að bankarnir hrynji meðan hann var sofandi!!

Huginn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:01

3 identicon

Eftir það, sem hefur verið að koma í ljós síðustu dagana, væri í alvöru lýðræðisríki búið að útiloka bæði íhald og framsókn frá því að mega bjóða fram til þings. Ég eiginlega skil ekki hvernig á því stendur að það er enn fjöldi fólks, sem gerir sér enga grein fyrir alvarleika þeirra glæpa, sem þessir kónar hafa drýgt. Viðtal fréttastofu RÚV við dr. Svan Kristjánsson í kvöldfréttum áðan ætti að vera skyldulesning í hverjum skóla og vinnustað. Hann skilgreindi á auðskilinn hátt í hverju glæpirnir fólust og hversu alvarlegir þeir eru.

Scrotum (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ekki líkir menn Þráinn og Kiddi sleggja . . . . .

. . þráinn er hins vegar ekki líklegir til þrásetu og gæti þess vegna hlaupið út undan sér - og fylgt samvisku sinni

Benedikt Sigurðarson, 14.4.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: ThoR-E

Ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með þetta fylgi.

Hann ætti að vera í 5% ... ef kjósendur væru ekki heiladauðir .. allavega þeir sem segjast ætla að kjósa þessa hörmung yfir þjóðina.

Hvernig geta þeir gert fólki þetta ...

ThoR-E, 14.4.2009 kl. 22:01

6 identicon

Verð að segja að ég er sammála Huganum.

Scrotum! Ef lýðræðið virkaði hér væri búið að loka fyrir D.B.S. næstu árin. Það er sannarlega ljóst að Samfylking er jú alveg jafn spillt og hefur ekki síður falið mútur frá auðhringjum og bönkunum. Og þangað til að alt bókhald 4flokkanna verður rannsakað, að öllum einkaframboðum meðtöldum ásamt upplýsingum um núverandi eigenda flokkanna (skuldanna á ég við)

Verður ekki hægt að kalla einn betri en annan.

Þjófur sem stelur þúsundkalli er ekkert minni þjófur en  sá sem stelur 5 þúsundkalli. þeir eru báðir þjófar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þráinn gat verið ágætur í skophlutverki sínu (þótt honnum hætti við að fara yfir strikið í rætni), en sem pólitíkus liggur við að hann sé varla talandi (hvað þá alandi).

Hann á eftir að gera grein fyrir því, hvaða "geðsjúklinga" hann álítur vera á núverandi Alþingi. Hér vísa ég til ummæla hans í Útvarpi Sögu fyrir helgina.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 09:31

8 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Það yrði Hneisa,ef fólkið vill fá framsóknaflokkinn aftur í stjórn,þeir sem keyrðu okkar land í þrot,voru sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur,(er fólkið búið að gleyma því,???)Þetta eru flokkarnir sem gáfu bankana til þeirra snillinga sem komu þeim svo í þrot,er það þetta sem við viljum,???Ó,já auðvita kjósum við sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn aftur til valda,þeir voru ekki búnir,þeir eiga eftir að ganga frá lífeyrissjóðnum og nokkrum sparisjóðum,nú þeir eru bara búnir að gera 18000 mans atvinnulausa,við verðum að leyfa þeim að klára þetta með stæl,þá kannski vaknar þjóðin,og svo væri gott að styrkja þá aðeins meira,endilega kjósið sjálfstæðiflokkin og framsóknaflokkinn svo þeir geti klárað,gleymi bara fólkinu,fyrirtækjunum,vandamálunum,KJÓSIÐ X-D og X-B.þá verður framtíðin mjög SVÖRT svo koma tímar og ráð,við eru svo gleymin,ekki satt.?????????????  

Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband