Hvött til að strika Árna Johnsen út?

Nú keppast allir flokkar við að hringja í ungt fólk sem er að kjósa í fyrsta sinn.

Þær heyrist að sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi beiti því bragði að hvetja ungmenni sem ætla að kjósa eitthvað annað en FLokkinn til að strika Árna Johnsen út um leið.

Þar með væri sá seðill ógildur. Ljótt ef satt er. Varla að maður trúi þessu upp á þá.


mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Trúi öllu upp á þá.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

STRIKA ÚT ÓHÆFA ÞINGMENN SEM BERA ÁBYRGÐ Á HRUNINU!

Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

!

ATHUGIÐ! Ef þið kjósið aðra flokka, þá má bara strika út í þeim flokki sem kosið er, annars verður kjörseðilinn dæmdur ógildur!!!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 13:42

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kosningarbaráttan er því miður ekki alltaf heiðarleg. Menn beita ymsum brögðum.

Úrsúla Jünemann, 21.4.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Mér skilst að í talningunni sé reynt að beita almennri skynsemi til að lesa út úr atkvæðum. Spurning hvort það sé hægt að koma því til yfirkjörstjórnar eða hvert sem svoleiðis á heima, skilaboðum um þessar grunsemdir svo hægt sé að líta framhjá svona misskilningi og telja atkvæði gild þótt strikað sé yfir Árna. Mér finnst amk að það mætti koma þessum upplýsingum þangað sem þær eiga heima.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.4.2009 kl. 14:59

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið - ég man vel eftir því í mínum fyrstu kosningum að þeir þreyttust ekki á því í Sjálfstæðisflokknum að benda manni á að strika út af öðrum listum ef manni líkaði ekki við viðkomandi. Þessi lygaáróður varð mjög umfangsmikill man ég.

Siðlaus flokkur í dag og hefur alltaf verið!

Þór Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ljótt að heyra,ef satt er,því miður er til full af óheiðarlegum mönnum sem sárnar vélgengi Árna,en það er sem betur fer mjög góður húmor í Árna Johnsen,blessaður snillingur syngur sig bara inn á þing og gerir það með stæll,vitið til. 

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 23:15

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Sóley, það er eðli kjörstjórna að líta aldrei framhjá formsatriðum, lítil og nákvæm atriði eru þeirra ær og kýr. Lögin eru skýr, það má einungis hreyfa við þeim lista sem þú kýst, ef hreyft er við öðrum listum verður atkvæðið metið ógilt.

Elfur Logadóttir, 21.4.2009 kl. 23:25

8 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

"thad heyrist" segir allt sem tharf um thig sem mann og stjornmalamann

Sigurjón Benediktsson, 22.4.2009 kl. 06:01

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við það spillta lið sem fyllir þann arma FLokk þá trúi ég þessu vel.. enda er þetta saklaust miðað við flest annað sem frá þessum FLokki kemur.

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:19

10 identicon

Ekki fallega gert gagnvart unga fólkinu. Það væri miklu eðliegra að t.d. ungt fólk sem ætlar að kjósa Samfylkinguna hér í Reykjavík striki þá út nafn Helga Hjörvar eða Steinunnar Valdísar, því þau eru sögð hafa tekið við fjámunum frá stórfyrirækjum  í kosningaslagnum og þangað til þau hafa hreinsað sig af því þá eru þau ekki í góðum málum!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við reynslu mína af þeim trúi ég öllu upp á það lið.  Þeir svífast enskis, sérstaklega núna þegar þeir eru desprerat og hræddir við að missa völdin endanlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:30

12 identicon

Dofri farðu úr drullupollastígvélunm! Heyrst hefur að.....er að verða tískufrasi þessarar kosningabaráttu, gefa í skin, sanna ekkert, bara setja það þarna út og af því að allir gera það og þess vegna er það líklega í lagi! Hæ Samfylking!!!

halldór Lárusson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:31

13 identicon

Af hverju eruð þið að ergja ykkur á þessu.    Við gátum haft pínulítil áhrif á hverjir komust á listana.  Framsetning skoðanakannana síðustu daga fyrir kosningar ræður niðurstöðum kosninganna.  Atkvæðin okkar eru einskis virði.

Þeir sem fara í aðildarviðræður við ESB verða í sömu aðstöðu og "stelpur" sem þiggja boð á vörukynningu í heimahúsi - "komdu og vertu með - þú þarft ekkert að kaupa"  Er einhver sem ekki kann framhaldið ???? 

steingerdi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband