Að græða á daginn og grilla á kvöldin

Fræg eru ummæli hugmyndafræðings Sjálfstæðisflokksins um að flokksmenn væru ekki sérlega pólitískir. Vildu bara hafa einhvern í að sjá um allt slíkt fyrir sig svo þeir sjálfir gætu grætt á daginn og grillað á kvöldin.
Nú er að kvöldi kominn langur dagur Sjálfstæðismanna við stjórn efnahagsmála og þjóðin sjálf endaði á grillinu. Draumaland Sjálfstæðismanna snérist upp í martröð sem ljóst er að almenningur mun þurfa að vakna upp við á hverjum degi um mörg komandi misseri.

draumal5Framsóknarflokkurinn fer mikinn og segir það nálgast landráð að ábyrgjast skuldir vegna lágmarksinnistæðna IceSave. Þó mér sé það allt annað en ljúft að gangast í ábyrgð fyrir þessum skuldum verð ég að segja að mér finnst málflutningur Framsóknar nálgast lýðskrum.
Að fara í hart við alþjóðasamfélagið myndi enn auka á vantraust á íslensku efnahagslífi og íslenskum stjórnvöldum. Landið myndi einangrast, lánsloforð yrðu dregin til baka, flótti fólks og fyrirtækja færast í vöxt, afar erfitt að finna erlenda fjárfestingu, kreppan dragast á langinn og hætta aukast á vöruskorti.

Draumaverkefni ríkisstjórna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, Kárahnjúkavirkjun, þarf brátt að endurfjármagna. Sendi Ísland umheiminum fingurinn getur Landsvirkjun - og önnur orkufyrirtæki einnig - lent í sama lausafjárvanda og bankarnir lentu í síðastliðið haust. Falli lán LV í gjalddaga án þess að fyrirtækið geti endurfjármagnað reynir á ábyrgð ríkisins og Reykjavíkurborgar en skuldir fyrirtækisins eru yfir 400 milljarðar. Geti ríki og borg ekki staðið við skuldir sínar blasir við að lánardrottnar eignast fyrirtækið og eigur þess - orkuauðlindir landsins.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil þakka Samfylkingunni fyrir að kokgleypa IceSave-skuldirnar og það án nokkurra mótbára.  Bara; Yes, money, okay!  Það má greinilega ekki styggja "vinina" í ESB með svoleiðis málaferlum, þ.e. að leita réttar síns út af IceSave. 

Dýr er aðgöngumiðinn í ESB, en allt í lagi, þjóðin borgar, og svo geta nokkrir fótgönguliðar Samfylkingarinnar fengið vel borguð sendimannastörf niður í Brussel fyrir svona 70-90.000 Eur á ári, skattfrjálst.

Hafði ekki áhyggjur af Landsvirkjun, þeir eru alltaf að endurfjármagna sig, líkt og önnur stór orkufyrirtæki.  Það verður líka búið að borga upp þessar 100 mia.kr. fyrir Kárahnjúkavirkjunina á 16 árum, eftir það malar hún bara gull næstu 70-100 ár á eftir fyrir eigendur sína líkt og Búrfell, Sultartangi, Blönduvirkjun og Sigalda gera nú í dag. 

Ég hef nú meiri áhyggjur af þessum 650+ mia.kr. sem þjóðin þarf að borga fyrir IceSave.  Eða þessar 1.000 mia.kr. sem vildarvinur Samfylkingarinnar skuldar bankakerfinu hér á landi og munu falla á þjóðina.   Þjóðin þarf þó ekki að borga fyrir Kárahnjúkavirkjunina.  Það gerir Landsvirkjun með þeim tekjum sem fást fyrir orkusölu. 

Nú ef svo ólíklega að ALCOA dytti í hug að taka upp tjaldhælana og fara frá Íslandi, nú þá er einfaldlega hægt að finna aðra orkukaupendur af orkunni frá Kárahnjúkum, hvað með t.d. vetnisframleiðendur, nú eða eins og 10 gagnaver austur á Fjörðum? - eitt í hvern fjörð?

Guðm. Kári Halldórsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Icesave málið allt er með Samfylkingar- stimpilinn yfir sig allt fram og til baka. Það komst skriður á það með bréfi Björgvins 13. ágúst 2008 og öðru skömmu síðar, þar sem ítrekuð er staðfesting ábyrgðar ríkisins á umframskuldum tryggingasjóðsins. Síðan hömruðu Samfylkingarráðherrar á ábyrgð okkar allt haustið, allan vetur og loks með afarsamningum við Breta. Ráðherrar Samfylkingar hafa í þremur ríkisstjórnum grafið þessa Icesave- gröf með slíkan atkvæðastyrk að baki að aðrir hafa ekki náð að leiðrétta ósköpun og berjast réttilega á móti. Nú er eina vonin sú að hver þingmaður fari eftir sannfæringu sinni og hafni þessum gjörningi á Alþingi, sem rústar loks ríkiskassanum algerlega ella.

Ívar Pálsson, 9.6.2009 kl. 17:02

3 identicon

Þakka þér fyrir greinargóðan pistil Dofri. Þú heldur þig enn og aftur við að nefna hvergi á nafn flokksins sem þú ert að vinna fyrir, Samfylkinguna. Það er skrýtið, þar sem sá flokkur studdi hvað grimmast við bakið á þeim aðilum sem hafa ruplað héðan og rænt hvað mestum peningum. Um leið og einhver reyndi að festa hendur á þessum náungum, þá reis samfylking upp á afturlappir og varði þessa menn. Það er staðreynd sem enginn reynir að mótmæla.

Viðskiptaráðherra á dögum Ice-Save reikninganna var reyndar Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni. Hann var reyndar ekki betur upplýstur um sinn málaflokk en svo, eða öllu heldur, ekki betur treyst en svo, að hann var ekki upplýstur um erfiða stöðu bankanna í ársbyrjun 2008. Það verður að teljast skrýtið.

Utanríkisráðherra þegar hrunið átti sér stað var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson í hennar fjarveru. Ekki verður sagt að þar hafi allt verið með felldu. Í morgunblaðinu í dag er t.d. Össur að afsaka sínar gjörðir, og telur að hann hafi ekki getað varið okkur fyrir bretum, því hann var svo upptekinn að verja okkur fyrir hollendingum. Þar er greinilega á ferðinni maður sem getur ekki gengið og tuggið í sömu andrá.

Dofrinn talar um að við verðum að borga o.s.frv. það er rétt upp að vissu marki. Hættan sem af þessum gunguskap núverandi ráðamanna hlýst er sá, að ekki einasta þurfum við að borga skuldir sem allir voru sammála um að við þyrftum að borga, heldur líka skuldir sem við hefðum líklega komist hjá að borga. Það verða líklega mættir hrægammar hingað eftir helgi að hirða leyfarnar.

Þá þarft hvorki þú né aðrir naívir samfylkingarmenn að hafa áhyggjur af lánstrausti, alþjóðasamfélagi, erlendum fjárfestingum eða öðru. Það fer niður um rörið um leið og þessir náungar mæta. Það eru allir sammála um.

Því miður hafa Steingrímur J. og Jóhanna ekki það sem þarf við þessar aðstæður. Þau eru ekki niðurskurðarfólk. Steingrímur talaði um að byggja hér upp "skandinavískt velferðarsamfélag" eins og hann orðaði það sjálfur fyrir bara nokkrum mánuðum. Jóhanna talaði á sama fundi um að halda velferðarkerfinu óbreyttu, helst að bæta í.

Skrýtið að heyra svo Árna Pál tala í kvöld í fréttum um að skera niður í velferðarmálum. Ekki minna skrýtið að heyra allt þetta mal Steingríms J. algerlega í mótssögn við það sem hann sjálfur sagði fyrir bara nokkrum mánuðum.

Er það nokkuð skrýtið að menn segi ...Afsakið meðan ég æli

joi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:58

4 identicon

Góðan daginn Guðmundur Ívar joi góðir.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:35

5 identicon

„Við höfum vitað það missirum og árum saman að starfsemi í Bretlandi og í Hollandi færi fram á ábyrgð íslenska tryggingarsjóðsins. Innstæður duga ekki íslenska tryggingarsjóðnum og hverjum stendur þá næst að gangast í ábyrgð fyrir verkefninu og fyrir lúkningu skuldanna? Auðvitað okkur sem því ríki þar sem þessir bankar höfðu sveitfesti.“

Árni Páll Árnason 17.11.2008

HVAR VAR UTANRÍKISRÁÐHERRA SAMFYLKINGARINNAR???

HVAR VAR BANKAMÁLARÁÐHERRA SAMFYLKINGARINNAR???

HVAR VAR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA SAMFYLKINGARINNAR???   

HVAR VAR ÞINGLIÐ SAMFYLKINGARINNAR ÖLL ÞESSI ÁR???

Það var hlutverk Alþingismanna og ríkisstjórnar að setja öryggisnet undir fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar þegar það sem Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar upplýsir þarna, varð ljóst.

Það gerði hann ekki né aðrir Alþingismenn.  Þar er enginn stikkfrí á Alþingi nér í ríkisstjórnum.

Telji einhver sig vera það var hann ekki né er verður þess að koma að stjórn landsins.

Einungis lyddur og heyglar oka sér undan þeirri ábyrgð sem þeim er falin! 

Þeir Alþingismenn sem hvergi þykjast hafa komið nærri, voru þá heldur ekki að vinna vinnuna sína. 

Svo einfalt er það! 

Varla eru það betri eftirmæli.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:21

6 identicon

Takk fyrir skemmtilega pistla Dofri.  Mér finnst reyndar að þrátt fyrir gleðina sem skrif þín veita mér og öðrum ættir þú, sem talsmaður borgarstjórnarflokks Sf í umhverfis-, samgöngu-, menningar og ferðamálum með áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og sátt um náttúruvernd (og aðra nýtingu), að fara að fjalla meira um þau hugðarefni þín hér á síðunni í stað þess að ala á ósætti og óeiningu flokka á milli. Það er ekki skynsamlegt að kalla eftir samstöðu í öðru orðinu og ala á óeiningu í hinu eins og þið pólitíkusar gjarnan gerið. Reyndar væri áhugavert að fá rannsakað hversvegna skrif ykkar (í öllum flokkum) þurfa að vera með þessum hætti, er það til að breiða yfir  hugmyndaskort eða bara prakkaraskapur?

Hvar eru pistlar þínir um nýsköpun í atvinnumálum? Væri ekki rétt að draga þá upp og reyna að ná samstöðu um þínar hugmyndir þar?

Ólafur Þórðarson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þessa ábendingu Ólafur. Það er auðvitað betra fyrir sálarlífið að tala fyrir jákvæðum hugmyndum frekar en að gagnrýna slæmar. Og gjarna mætti eindrægnin vera meiri og þvert á allar flokkslínur. Við höfum hreinlega ekki efni á sundurlyndi. Ekki síst þess vegna finnst mér dapurt að sjá menn sem vita betur nota Icesave til að ala á óeiningu, reiði og sárindum.

Þú spurðir um nýsköpun í atvinnumálum. Það vill svo skemmtilega til að á morgun hefur göngu sína útvarpsþáttur með hinu lítt frumlega nafni Fimmtudagssíðdegi með Dofra Hermannssyni þar sem verða sagðar góðar fréttir af atvinnulífi, umhverfismálum og jafnvel af velferðarmálum hins sterkara kyns.

Hvet þig til að stilla á Útvarp Sögu FM 99,4 á milli kl 5 og 6 á morgun. Í þennan fyrsta þátt munu koma Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Ólafur B Schram ferðafrömuður.

Dofri Hermannsson, 10.6.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband