Ærlegur Steingrímur

Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur sem í bloggfærslu við þessa frétt segir Steingrím hafa sýnt fáséð pólitískt hugrekki með orðum sínum í Kastljósi í kvöld. Það er mikið hól frá pólitískum andstæðingi.

Fyrst og síðast fannst mér Steingrímur ærlegur. Hann er, eins og ríkisstjórnin öll, í gríðarlega erfiðri stöðu og getur svo sannarlega ekki valið úr sætu bitana. Hann tekur því sem að höndum ber, lætur skammtímavinsældir ekki villa sér sýn en reynir af heiðarleik að spila sem allra best úr þeim vondu spilum sem þjóðinni hafa verið gefin.

Ég tek hatt minn ofan.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur sagði líka að Icesave samningurinn væri sérlega hastæður vegna þess að án hans væru kröfur Tryggingasjóðs aftar í kröfuröðinni en kröfur almennra innistæðueigenda.

Maðurinn sem er búinn að vera að vinna í endurreisn fjárálakerfisins hlýtur að vita að tryggingasjóðurinn eignast forgangskröfu innistæðueigandans þegar hann hefur greitt út innistæðu.

Ekki er er hann ærlegri en það. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hann sagði að dönsk og bresk lög væru þannig að kröfur innistæðueigenda hefðu forgang fram yfir innistæðutryggingasjóð. Því væri heppilegt að það skyldu ekki vera forsendur samninganna.

Dofri Hermannsson, 6.8.2009 kl. 23:06

3 identicon

Og hvað með það að hann haldi að dönsk og bresk lög væru þannig..

þetta var íslenskur banki eins og við erum heldur betur búin að brenna okkur á, útibú sem á sitt varnarþing á lækjatorgi... ég á eftir að sjá héraðsdóm reykjavíkur taka dönsk lög ofar íslenskum.

nafnlaus (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Yfirburðamaður Steingrímur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2009 kl. 01:40

5 identicon

Kröfur Breta og Hollendinga byggja beinlínis á því að um íslensk þrotabú sé að ræða.  Það er ekkert inn í myndinni að þessu verði skipt eftir breskum eða dönskum lögum.

Þetta var ömurleg spunatilraun af hálfu Steingríms. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 01:59

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Ómar hann er ekki yfirburðarmaður frekar en nokkur flokksgæðingur í íslenskum stjórnmálaflokk, enda eru íslensk stjórnmál líkust skipulagðri glæpastarfsemi og er þar ekkert undan dregið.

Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 08:30

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er auðvelt að standa á hliðarlínunni og skammast.

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 10:40

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Herra Strand.

Ósköp er þetta nöturleg fórnarlambssýn sem þú býður upp á. Að allir stjórnmálamenn séu eins er jafn fáránlegt og að segja að allt fólk sé eins. Ég get vel haft skilning á líkingu við skipulagða glæpastarfsemi (þótt mér þyki það djúpt í árinni tekið) þegar talað er um einkavæðingu bankanna og ýmissa ríkisfyrirtækja t.d. ÍAV sem úttekt var á í blöðunum í vikunni. Hitt er ég ekki tilbúinn að kvitta upp á að allir stjórnmálamenn séu undir sömu sök seldir. Það er fáránleg alhæfing.

Staðreyndin er sú að undanfarin 10-15 ár hefur margt breyst í viðskiptalífinu. Við urðum aðilar að EES sem losaði mikið um viðskipti en auk þess var farið af stað með að einkavæða allar helstu eigur ríkisins. Eins og frægt er orðið lentu eigur ríkisins ekki bara í höndunum á "vel völdum aðilum" heldur líka í höndum á "götustrákum" en báðir aðilar fjármögnuðu kaup sín á eignunum að langmestu og yfirleitt öllu leyti með lánum.

Hið frábæra góðærisskeið sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa hreykt sér af var tekið að láni. Skuldsetning fyrirtækja og heimila í landinu hefur margfaldast á þessu tímabili og kaupmátturinn sem sömu flokkar hældust um af var líka tekinn að láni.

Hörð atlaga var gerð að "eftirlitsiðnaðinum" af hálfu Sjálfstæðismanna allan síðasta áratug. Kvikmyndaleikstjóra sem var náinn vinur forsætisráðherra voru m.a.s. útvegaðir peningar til að gera hræðilega vonda mynd sem átti að vera ádeila á "eftirlitsiðnaðinn". Þjóðhagsstofnun var lögð niður í geðillskukasti.

Þvert á viturra manna ráð var endalaust slegið í þegar þó var orðið ljóst að hagvöxtur og kaupmáttaraukning voru tekin að láni. Það var farið í Kárahnjúkavirkjun sem aldrei skyldi verið hafa. Stýrivextir voru hækkaðir á innlendan gjaldeyri sem hafði engin áhrif á neyslu almennings og lántöku fyrirtækja því þau hófu að taka lán í erlendri mynt. Nýtt heimsmet í viðskiptahalla var slegið ársfjórðungslega.

Nú er komið að skuldadögum. Spilaborgin hrunin og margir standa sárir eftir. Sem betur fer eru þeir ekki við völd sem stýrðu okkur inn í þessi ósköp heldur er hér við stjórnina fólk sem hefur þá sýn á framtíðina að hér eigi að byggja upp velferðarsamfélag í anda jöfnuðar að norrænni fyrirmynd.

Fólk eins og Steingrímur, Jóhanna og ótal flokksfélagar þeirra vinna dag og nótt, oft við lítinn skilning og mikið vanþakklæti, að því að laga til eftir svallveisluna. Auðvitað eru þau ekki fullkomin frekar en annað fólk en þau eru ærlegt fólk sem virkilega er að leggja sig fram um að koma landinu á réttan kjöl þótt þau viti vel að það getur kostað þau og flokka þeirra miklar óvinsældir. Þau eiga heiður skilinn.

Dofri Hermannsson, 7.8.2009 kl. 10:54

9 identicon

Hvernig stendur á því að Þegar Dofri skrifar, þá er eins og Samfylking hafi hvergi komið nærri stjórnartaumunum á þeim tíma þegar mest innflæði af þessum peningum sem ollu hruninu átti sér stað. Ekki nóg með að Samfylking hafi verið í ríkisstjórn þegar þetta gerðist, heldur var viðskiptaráðuneytið einnig undir stjórn Samfylkingarinnar!!!! Af hverju stóð t.d. Björgvin G. Sigurðsson svona harður gegn því að bankaleyndin (orð sem hann notaði fyrstur Íslendinga) væri rofin og reikningar manna sem eru grunaðir um að hafa rústað þessu dóti hérna skoðaðir?

Samfylking er líka búin að vera í ríkisstjórn síðan hrunið átti sér stað. Flokkurinn hefur farið með viðamikil ráðuneyti. Samt hefur ekkert gerst, nákvæmlega ekki neitt af hálfu stjórnarinnar. Það er hægt að nefna tvö atriði sem hafa miðað rannsókn fram veginn

a) Koma Evu Joly á þennan vettvang. Það var ekki fyrir tilstilli Samfylkingar

b) Leki frá þessari bresku auglýsingastofu á lánabók KB banka til fréttastofu samfylkingar, nei ég meina RUV.

Af hverju hefur ekkert gerst Dofri? Er það út af því að fólkið sem situr í ríkisstjórninni er ekki nægilega samstíga? Er það vegna þess að ríkisstjórnin ræður engu í raun og veru? Er það vegna þess að ríkisstjórnin er að flétta eitthvað sem við vitum ekki um eins og t.d. varðandi ESB aðild? Eru forsvarsmenn flokkanna kannski bara orðin uppgefin og vonlaus og hafa ekki þann kraft sem til þarf?

Sú staðreynd að kúnnarnir séu farnir að mæta niður í KB banka með kjötaxir eða afgreiðslufólkið hjá tollstjóranum sé lúbarið í spað hlýtur nú að kveikja á einhverjum bjöllum hjá ykkur samfylkingarfólki? Þið störtuðuð einhverri "potta og pönnu" byltingu í haust. Þið vitið hvernig á að fara að. Hvað ef fólk ákveður nú að leggja göfflum og skeiðum og vatnsmálningu og ákveður að gera eitthvað róttækara? Er samfylkingarfólk ekkert orðið uggandi yfir ástandinu?

Það er ekkert farið að gera á  vegum ríkisstjórnarinnar, annað en að hækka bensín og coca cola. Hvað gerist þegar ríkið fer að segja upp fólki, lækka laun, hækka verð á nauðsynjum og fara út í þann harða niðurskurð sem "yfirmenn" ríkisstjórnarinnar í AGS fara fram á? Hvað gera þá mennirnir sem mæta í bankann með kjötexirnar? halda þeir áfram að setjast fram í biðsalinn og lesa séð og heyrt, eða fer eitthvað annað af stað?

Mér finnst þetta fólk sem nú stjórnar vera mjög rólegt í tíðinni og ekki gera sér grein fyrir hver tónninn er í þjóðfélaginu. össur og co. verða að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið er á íslandi, en ekki vera niðri í Brussel að skoða ástandið þar út og inn.

joi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:14

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Dofri minn þú ert á kafi í þessu þannig að það er ekki mikið á þér að græða, hvað varðar að menn séu að vinna hörðum höndum í að leysa úr málunum þá er það gert með að koma okkur lóðbeint til helvítis.

Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 17:14

11 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég ætla ekki að draga fjöður yfir þátttöku Sf í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er þó talsverður munur á því að vera leiðandi afl í ríkisstjórn í 18 ár eða að vera með í ríkisstjórn 18 mánuði. Vissulega hafði Sf Viðskiptaráðuneytið og þar með hluta af bankamálum og var á vaktinni þegar hrunið átti sér stað. Hitt ber að athuga að fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti voru þá og eru enn aðal bankaráðuneytin.

Það er auðvitað hægt að þrasa á bloggsíðum út í hið óendanlega. Teygja og toga sannleikann eftir hentugleikum til að þjóna ólund sinni eða þrætuþörf. Mér finnst nú margt skemmtilegra.

Ég held að fáir mæli því mót sem ég bendi á í athugasemd hér að ofan að meginástæður þess að svo er komið fyrir okkur eru stórkostleg og ítrekuð mistök Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í efnhagasmálum, ábyrgðarleysi útrásarvíkinga og bankaelítunnar sem fengu að valsa um af því að sjálfstæðismenn höfðu brotið niður "eftirlitsiðnaðinn" og lagt niður Þjóðhagsstofnun. Auk þess sem einkavinavæðing helmingaskiptaflokkanna hafði gefið tóninn um nýtt siðferði - eða öllu heldur siðleysi - í viðskiptum í landinu.

Dofri Hermannsson, 7.8.2009 kl. 17:52

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Dofri eins spurning hvað með skjaldborgina sem samfylkingin sló um Baug (og reyndar Kaupþing)?

Einar Þór Strand, 7.8.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Dofri. Svo aðeins sé talað um Steingrím í Kastljósinu, þá sýndi hann afburða þroska sem stjórnmálamaður í þessu viðtali. Hann virkaði á mig sem hugrakkur og um leið ærlegur. Hann vex í álit hjá mér eftir því sem starfsdögum hans í stól fjarmálaráðherra fjölgar. Það er ekki fyrir neina aukvisa að vera við völd núna á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband