Til eftirbreytni

Þetta hlýtur að verða að gerast á Íslandi líka.

Það getur varla staðist að lög um bankarekstur og endurskoðun á Íslandi séu svo götótt að bönkum leyfist að:

  • spila upp verðið á sjálfum sér með því að kaupa hlutabréf í sjálfum sér í gegnum leppfélög
  • spila upp verðið á sér með því að lána fjölda fyrirtækja tugi milljarða til að kaupa hlutabréf í bankanum með veð í engu nema bankanum
  • spila upp verð bankans með því að veita stjórnendum bankans milljarða lán til að kaupa bréf í bankanum með veð í engu nema hlutabréfunum

Það getur varla verið að endurskoðunarfyrirtæki bankanna sem hljóta að hafa vitað af þessu geti kallað þetta góðar reikningsskilavenjur.


mbl.is Stjórnendur bankans ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Markaðsmisnotkun heitir þetta, og er refsivert athæfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef refsivert þá væri búið að "stynga" þeim inn

Jón Snæbjörnsson, 7.8.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna ætli sé þá ekki búið að gera það?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2009 kl. 12:22

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hef áður sagt það og endurtek það þarf að endurskoða endurskoðendur og reikningsskilavenjur og hvernig þær þróuðust.

Anna Karlsdóttir, 7.8.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er danska Roskilde Bank módelið. Vel þekkt í Evrópusambandinu. Ellilífeyrisþegar sem annað fólk hvattir af bankaráðgjöfum Roskilde Bank til að taka lán í Roskilde Bank til þess að kaupa hlutabréf í Roskilde Bank. 35.000 manns misstu öll bréfin sín. Fyrirtækjum var neitað um framlengingu lána nema að þau keyptu hlutabréf í Roskilde Bank fyrir hluta lánsins. Þetta er praktíserað út um allt Evrópusambandið.

.

Einn ellilífeyrisþeganna sem fór að ráðum Roskilde Bank kom hér í sjónvarpið og sagðist nú skulda þrotabúi bankans 1,5 milljón danskar. Hlutabréfin hans orðin einskis virði og það eina sem hann átti voru skuldirnar. En eignasafn Boskilde Bank rotnaði undan bankanum á nokkrum mánuðum aðeins. Þetta lána-portfolio bankans var skrúfað þannig saman að öll egg voru þar nánast í einum bransa: byggingabarnsanum, sem nú er í frjálsu falli og mun ekki jafna sig aftur næstu 100 árin. Ég spái því að portfolio Landsbankans sé af álíka "gæðum" og verði einskis virði.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2009 kl. 07:23

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Dofri. Það tekur oft nokkurn tíma að grafa í gamla síktahauga þar til komið er niður á fast. Auðvitað voru framin fjölmörg lögbrot í því sem kallað var "fjármálakerfi" á Íslandi. Endurskoðendur hljóta að hafa vitað hverskonar fjárhættuspil fékk að þrífast hér á landi, annað er óhugsandi. Auðvitað ekki öll stéttin, en þeir sem gerðu ársreikninga fyrir spilamennina. Hvort þetta var gert í Danmörku eða ekki, breytir því ekki sem hér gerðist, nema því aðeins að viðskiptatengsl séu þar á milli. Sé þetta þekkt innan ESB eins og Gunnar Rögnvaldsson heldur fram, er það auðvitað eitthvað sem taka verður á. Það gerir saknæmt athæfi okkar fjarglæframanna hvorki betra eða verra. Og heldur ekki álit okkar ESBsinna á því að ganga þar til liðs, betra eða verra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 21:42

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sérstakur saksóknari sem settur var í vetur, hefur til að byrja með virkað á "skíthauginn" eins og lítill polli með matskeið. Þetta segi ég ekki til að kasta rýrð á Ólaf Þ Hauksson, nema síður sé. Mannskapur og fjármagn hefur verið stóraukið sem betur fer.  Auk þess sem aðstoð er farin að berast erlendis frá.

Málið er bara svo risavaxið og spilamennirnir eru líka með lögmenn á sínum snærum sem bíða eins og gammar eftir að rannsakendur geri mistök sem gera málssókn erfiða eða ómögulega. Þetta tel ég að sé aðalástæða fyrir því að okkur almennum borgurum finnst hægt ganga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband