Hagkvæmni hjólreiða

Allir vita að það er margfalt ódýrara að hjóla en að eiga og reka bíl til að komast til og frá vinnu. Allir sem hafa prófað þetta, t.d. í átakinu "hjólað í vinnuna" vita líka að þetta er einstaklega hagkvæm leið til að fá holla og góða hreyfingu daglega. Ekki síst fyrir fólk sem er of upptekið til að gera sér sérstaka ferð í líkamsrækt.

En það sem ég er alltaf að sjá betur og betur eftir því sem ég les fleiri skýrslur og greinar um eflingu hjólreiða í borgum er hvað það sparast miklir skattpeningar með því að efla hjólreiðar.

Hjólreiðaátak í Odense fékk framlagið til átaksins margfalt til baka með fækkun veikindadaga og þar með sjúkradagpeninga. Auk þess lengdust ævilíkur íbúa um 2 ár að meðaltali.

Komið hefur fram í MSc ritgerð í heilsuhagfræði að hagrænn ávinningur af því að fjölga hjólandi og gangandi ferðum um 15-20% á Íslandi væri um og yfir 30 milljarðar á ári.

Þá er ekki tekið með í reikninginn það borgarland og steinsteypa sem sparast af því að færri þurfa að nota bíla og þar með aukaakreinar, mislæg gatnamót og bílastæði.

Fyrir borgarfulltrúa sem daginn inn og út er að spá í heimilisbókhald borgarinnar er þetta sláandi.


mbl.is Hvetur Finna til að hjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyri að benda á þetta, Dofri.  Alþjóða heilbrigðismálastofnun, WHO,  eru reyndar búin að útbúa tól  fyrir yfirvöld borga og bæja sem auðveldar að meta lágmarks ávinning sem megi vænta af aukningu í hjólreiðum.  Tölurnar eru reyndar mjög hofstilltar / conservative.  Nýjustu tölur úr norskri skýrslu bendir til þess að hver maður sem byrjar að hjóla 30 ára spari samfélaginu 3 milljónir norskar (núvirði) yfir lífsleiðina. (Kjartan Sælensminde hjá Helsedirektoratet ).

Rökin fyrir að efla hjólreiðar með afgerandi hætti, til dæmis að rétta úr skekkjur sem hafa verið í samkepnnishæfni samgöngumáta eru mýmörg og verða sterkari með hverju árinu.  Nýlega kom það fram í skýrslu Umhverfisráðuneytisins að eflingu hjolreiða væri ekki bara meðal ódýrustu leiðirnar til að draga úr losun GHL, heldur með arðbærustu leiðirnar.

( http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442, vinstra megin á grafinu.  Held að það mætti  færi mjög góð rök, stutt víndalegum skýrslum, fyrir því  að hagkvæmni hjólreiða sem lausn sé stórlega vanmetin þar, og hagkvæmni þess að auka nýtni í bílum sé stórlega ofmetin. það er að segja ef heildarmyndin er skoðuð )

Morten Lange, 13.8.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Morten Lange

Krækajn var ekki virk : http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442

Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

12.6.2009

(...)

"Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna. Þó ber að hafa í huga að við tækniframfarir er líklegt að kostnaður dýrari aðgerða geti lækkað umtalsvert þegar til lengri tíma er litið. "

Morten Lange, 13.8.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

...og samt á forgangur í samgöngumálum að vera göng og tvöfaldanir fyrir fleiri bíla. Við hjólafólkið verðum að sætta okkur við að fá nánast engan forgang í samgöngumálum.

Hafið þið í Samfylkingunni einhver tök á því að ná til Kristjáns Möllers í þessu efni. Hann virðist ekki þurfa að taka mark á samgönguályktun landsfundar Samfylkingarinnar og ekki þurfa að beygja sig fyrir neinum umhverfissinnuðum kröfum frá VG. Höfum við einhverjar aðrar leiðir? Væri hann líklegur til að láta segjast af samgöngunefnd Alþingis eða kannski Jóhönnu? Hvernig heldur þú að best sé að ná einhverjum árangri?

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband