Brunaútsala

Nú er meirihlutinn í borgarstjórn búinn að knýja í gegn sölu á hlut OR í HS orku til hins Kanadíska félags Magma Energy. Aumingjalegri díll hefur ekki sést lengi. 30% út og afganginn eftir 7 ár, lánað á 1,5% vöxtum með veði í engu nema bréfunum sjálfum. Verðið miðað við dollara þannig að ef íslenska krónan verður búin að rétta úr kútnum um t.d. 50% eftir 7 ár þá fáum við 50% minna.

Meirihlutinn í borgarstjórn segir að við neyðumst til að selja núna því Samkeppnisstofnun hafi bannað OR að eiga meira en 10% í HS orku. Þetta er rangt á marga vegu.

  • Í fyrsta lagi eru samkeppnislögin ekki hafin yfir gagnrýni og ljóst að á margan hátt eiga þau engan vegin við um sölu á rafmagni til stórnotenda
  • Sækja hefði mátt um framlengdan frest þar til betur árar og umræða hefur farið fram um eignarhald á auðlindum landsins og nýtingu þeirra
  • Að minnsta kosti hefði mátt láta nægja að selja eignarhlut OR umfram 10% og draga þannig úr skaðanum.

Nú þegar búið er gefa þetta fordæmi er vandséð hvernig íslensk orkufyrirtæki ætla að fá lán til framkvæmda í framtíðinni. Af hverju ætti einhver að lána slíku fyrirtæki þegar er hægt að kaupa það fyrir slikk? Hvað mun meirihlutinn selja næst? 49% í Orkuveitunni? 

Gísli Marteinn Baldursson neitaði því úr pontu í borgarstjórn nú rétt í þessu. Hann sagði hins vegar ekkert um sannfæringu sína í málinu. Ég held að hún sé enn sú sama og áður hjá þeim borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tilheyra Hannesaræskunni. Það er bara beðið eftir betri tíð - og að Villi hætti.


mbl.is Samningar OR og Magma birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta er nú ekki bara Sjöllunum að kenna, þið Samfylkingarmenn voruð nú ekkert óánægðir með þetta að geta komið svona höggi á þá og þóst vera saklausir, en þið gátuð komið í veg fyrir þetta með því að ógilda útskruð Samkeppnisstofnunar, en þið höfðuð bara engann áhuga á því.

Einar Þór Strand, 1.9.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband