Af gefnu tilefni...

...er ástæða til að benda á að Trölladyngja var (og er kannski enn á pappírunum) eitt af helstu vonargullum Hitaveitu Suðurnesja. Átti að skila 80-100 MW. Þegar þessi skemmdarverk voru framin var það til að bora tvær rannsóknaholur. Þær hafa reynst þurrar.

HS stefndi að því að ná upp 400 MW í Trölladyngju, Sandfelli, Seltúni og Austurengjum. 100 MW á hverjum stað. Nú er Trölladyngja líkast til úr sögunni og Sandfell ku vera tengt svæði svo þar hafa raunverulegar vonir manna um orku dvínað verulega þótt reynt sé að láta á engu bera.

Rétt eins og í Trölladyngju og Sandfelli eru Austurengjar og Seltún gríðarlega falleg útivistarsvæði. Hitaveita Suðurnesja, Orkuveitan eða hver önnur fyrirtæki sem þar hyggjast leita að orku ættu ekki að gera sér vonir um að fá leyfi til að skemma þessi svæði baráttulaust.

Þegar svo er hugsað til þess að Reykjanes, þar sem HS orka ætlar að auka umtalsvert orkuvinnslu er svæði sem Orkustofnun telur að sé nú þegar verulega ofnýtt, er ekki laust við að maður klóri sér í hausnum yfir því hvar á að taka þau 625 MW sem þarf í orkufrekjuna í Helguvík.


mbl.is Umhverfisspjöll við Sogalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband