Sénsinn!

Ódýrustu lóðirnar á rúmlega 11 milljónir! Þetta bjóða flokkarnir sem fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lofuðu fólki lóðum á 4 milljónir.

Það er ekki séns að lóðirnar fari á þessu verði.


mbl.is Byggingaréttur seldur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er hægt að kaupa íbúðir fyrir 11 milljónir. Maður býr þá kannski ekki eins og feik-milli, en það er svo 2007 anyways.

Villi Asgeirsson, 11.9.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þetta er óhugsandi. Lóðir eru nánast verðlausar í dag, enda er endalaust framboð á hálfkláruðum húsum eða nýbyggðum. Það hljóta allir að vita að það er eingöngu tímaspursmál hvenær verðin á þeim taka kollsteypu niður, þeim er haldið uppi á lyginni einni í dag (kallast yfirveðsetningar og makaskiptasamningar). Ég trúi ekki að í millitíðinni séu margir svo vitlausir að fara að kaupa lóðir á stórfé. En þá man maður allt í einu að við erum á Íslandi. Það sem okkur Íslendingum dettur í hug þarf ekki alltaf að byggjast á skynsemi.

Þórður Már Jónsson, 11.9.2009 kl. 15:49

3 identicon

Sæll Dofri

Mannstu nokkuð hver kom á þessu hækkandi lóðaverði?

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Átti þetta að vera pilla Sveinbjörn? Frá 2000 var húsnæðisverð í borginni að hækka langt umfram hækkun á byggingarkostnaði. Að hluta til var þetta af því að eftirsókn eftir því að búa í Reykjavík jókst en mest vegna þenslu sem skapaðist af hágengisstefnu , 90% lánum, afnámi bindiskyldu og öðrum hagstjórnarmistökum þáverandi ríkisstjórnar.

Eðlilega varð mikil ásókn í lóðir því það var hægt að mokgræða á því að fá lóð, láta byggja og hirða mismuninn. R-listinn vildi að Reykvíkingar fengju að njóta hækkunarinnar en ekki fáeinir útvaldir sem voru svo heppnir að vinna í lóðahappdrættinu (eða vera vinir bæjarstjórans eins og sums staðar var eina leiðin). Þess vegna voru lóðirnar boðnar út og andvirðið notað í þágu útsvarsgreiðenda.

Annars staðar þar sem lóðir voru seldar á föstu verði langt undir markaðsverði var umfangsmikið brask með lóðirnar. Í Salahverfi höfðu t.d. yfir 80% þeirra sem fengu lóðir selt þær á markaðsverði 2 árum síðar og stungið hagnaðinum í vasann.

Svo þessi auma þvæla um að uppboðsaðferðin hafi valdið hækkun á lóðaverði er fráleit og stenst enga skoðun.

Dofri Hermannsson, 11.9.2009 kl. 19:05

5 identicon

Það er þýðingarlaust að reyna að þvo af R-listanum ósómann af því að sprengja upp íbúðaverð í borginni með ábyrgðarlausum lóðauppboðum.

Haukur Brynjólfsson

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband