2.3.2008 | 22:43
Skortur á kvenhylli er rót byggðavandans
Á fundi Græna netsins á laugardagsmorgun flutti ég erindi þar sem ég velti fyrir mér hvort olíuhreinsistöð á Vestfjörðum væri rétta lausnin á byggðavandanum.
Á Íslandi eins og annars staðar í heiminum hefur þróunin verið sú að ungar konur flytja úr dreifbýli í þéttbýli. Það er augljóst að samfélag þar sem ungar konur vilja ekki búa á ekki framtíð fyrir sér.
Ungar konur til sjávar og sveita sjá sig oftast ekki fyrir sér í hefðbundnum störfum og flýja fábreytt tækifæri til atvinnu og menntunar. Það hefur verið skortur á skilningi á þessu hjá flestum sveitastjórnum en þar hafa karlar yfirleitt ráðið för og þeim hefur skiljanlega fyrst og fremst dottið í hug eitthvað sem körlum finnst vitrænt.
Á meðan eiginmenn, feður og afar hafa setið á viturlegum fundum um stofnun nógu stórrar verksmiðju til að allir bæjarbúar geti fengið þar örugga vinnu hafa eiginkonur og dætur pakkað ofan í töskur og flutt í þéttbýlið.
Þær hafa haslað sér völl í verslunar- og þjónustugeiranum sem hefur vaxið mest allra atvinnugreina undanfarna áratugi - og það án þess að sett væri á stofn risastór búð með ríkisábyrgð. Þær eru mun fjölmennari en karlar í skrifstofu- og sérfræðistörfum og langtum fleiri konur fara í háskólanám en karlar.
Mér er því mjög til efs að olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði eða Dýrafirði verði til að auka kvenhylli Vestfjarða sem byggðarlags. Um háskóla gegndi öðru máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2008 kl. 10:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Dofri þú ert snillingur! Þetta er einmitt málið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:01
Sæll Dofri
Flottur pistill og vel skrifaður. Ég verð þó að bæta því við að það er talsvert um flottar konur á Vestfjörðum - Hættan er þó að þær hverfi ef að ákveðin starfsemi sem ljóst er að konur finni sér síður vettvang á, fái forgjöf miðað við marga aðra flotta atvinnusköpun sem að vestfirðingar eru að vinna að í augnablikinu. Það eru nokkrar vestfirskar og aðrar vel menntaðar valkyrjur sem að hafa áhuga á að búa þar og starfa t.d með eigin atvinnustarfsemi, sérstaklega ef þeim er búin umgjörð sem hægt er að lifa við.
Anna Karlsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:21
:)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.3.2008 kl. 23:56
Dofri þetta eru nú afar sérstök viðhorf gagnvart þeim sem byggja Vestfirði en það má lesa það á milli línanna að konur séu áhrifalaus peð í þessum byggðum.
Það er miklu nærtækara að líta til sjávarútvegsstefnu umliðinnna ára ef skýra á flótta fólks frá þeim byggðum sem byggja á sjávarútvegi.
Nú virðist sem að Samfylkingin sé orðin kvótaflokkur og ekki megi minnast á kjarna vanda sjávarbyggðanna.
Sigurjón Þórðarson, 3.3.2008 kl. 10:03
Kristinn fer hér með alrangt mál hvað virkjun Hellisheiðar varðar! Auðvitað þurfti umhverfismat - og þarf. Því miður var Hellisheiðarvirkjun keyrð í gegn fyrir nokkrum árum þrátt fyrir mótmæli. Umhverfismati á Bitru- og Hverahlíðarvirkjun er nýlokið og er það í vinnslu. Hart hefur verið barist gegn virkjununum af okkur hér á suðvesturhorninu að minnsta kosti eins og sjá má til dæmis hér og hér. Við viljum þetta ekki í túnfótinn hjá okkur með náttúruspjöllum og brennisteinsvetnismengun. Enda óþarfi - en það er önnur saga.
Ég skil ekki hvernig stendur á því að landsbyggðarfólk segir okkur þéttbýlisbúum alltaf að halda kjafti, og það ekkert sérlega kurteislega, þegar við höfum skoðanir á því sem er að gerast á landsbyggðinni. Þetta er afleitt viðhorf, til þess eins að kynda undir úlfúð og illindi milli manna og byggðarlaga.
Landsbyggðarfólk telur sig ávallt í fullum rétti með að hafa skoðanir á því sem er að gerast í höfuðborginni. Nýleg dæmi er t.d. staðsetning flugvallarins og ástandið í borgarstjórn. Þá er sagt: "Reykjavík er höfuðborg okkar allra" og sjálfsagt þykir að landsbyggðin hafi skoðanir á og ítök í málefnum Reykjavíkur. Mér finnst það sjálfsagt, Reykjavík er jú höfuðborg okkar allra og fólk úti á landi þarf að sækja til hennar margvíslega þjónustu og sinna erindum þar. Sem íbúi í Reykjavík býð ég landsbyggðarbúa velkomna, vil atlæti þeirra sem allra best í höfuðborginni og þigg með þökkum ráðgjöf þeirra og tillögur hvað borgarmálefnin varðar.
En að sama skapi er landsbyggðin land okkar allra. Fólki í Reykjavík, á Hornafirði, Austfjörðum og á Snæfellsnesi kemur við hvað verið er að gera á Vestfjörðum. Bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu. Okkur hér á höfuðborgarsvæðinu getur þótt alveg jafnvænt um Vestfirðina eins og garðinn heima hjá okkur. Ef stóriðju er dritað niður víðs vegar um landið erum við ekki bara að horfa á þenslu á viðkomandi stað heldur þurfa allir Íslendingar að taka á sig vaxtahækkanir, verðbólgu og allt sem fylgir - auk mengunar sem af framkvæmdunum hlýst.
Við erum örþjóð sem eigum ekki að líta á íbúa ólíkra landsvæða sem "okkur og þá". Lífskjör okkar eru svo samtvinnuð, hvar sem við búum á landinu, og tengsl okkar svo náin að við verðum að slíðra sverðin og vinna saman. Hætta svona skítkasti og læra af reynslunni. Til dæmis þeirri reynslu að gefa einkaaðilum fiskinn í sjónum. Hann er ein af auðlindunum okkar og er nú að mestu leyti í einkaeigu. Nú vinna nokkrir frjálshyggjupostular í Sjálfstæðisflokknum hörðum höndum að því að fá að losa okkur við aðra auðlind - orkuna í fallvötnunum og jarðhitanum samanber viðtal í fréttum við Sigurð Kára Kristjánsson sem ólmur vill leyfa sölu á orkuauðlindinni til einkaaðila. Það má aldrei verða.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:31
Anna Karlsdóttir sem hér skrifar athugasemd að ofan er líklega ein af fróðustu Íslendingum um þetta málefni. Það er rétt sem hún segir að á Vestfjörðum er mikið af frábærum, atorkusömum, hugmyndaríkum og snjöllum konum.
Eins og hún bendir réttilega á er hins vegar á því mikil hætta að tal karlanna um "olíuhreinsunarstöð eða dauða" eins og bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur sett málið fram, verði til þess að enn síður verður hlustað á hugmyndir þeirra um mörg smærri fyrirtæki.
Þetta er einmitt inntak umræðunnar sem Kristinn Pétursson vill skauta framhjá í sárindum sínum yfir gagnrýni á sveitastjórnir og atvinnuþróunarfélög liðinna ára.
Kristinn er greinilega líka með "valkvætt" fréttaeyra því hann heyrir bara það sem hann vill heyra. Hefur ekkert sett sig inn í baráttu fyrir náttúruvernd hér á suðvesturhorninu, lætur eins og Sól í Hvalfirði hafi aldrei verið til, eins og ekki hafi verið tekin hér hörð barátta gegn stækkun álvers í Hafnarfirði og að íslandsmet í athugasemdum vegna virkjunaráforma við Ölkelduháls hafi verið hjómið eitt.
Það er ekkert einkamál Vestfirðinga hvort þeir byggja olíuhreinsistöð. Slík starfsemi er ógn við lífríki sjávar, afkomu þeirra sem lifa af fiski, ímynd landsins og afkomu þeirra sem gera út á náttúruperluna Vestfirði. Fleira mætti telja upp.
Að heimta að menn hætti að ræða málið lýsir vel málefnalegu gjaldþroti Kristins og trúbræðra hans á olíhreinsistöð sem lausn á byggðavanda.
Dofri Hermannsson, 3.3.2008 kl. 11:31
Dofri, hættu að blanda þér af misvitru ráði í málefni landsbyggðarinnar, þú hefur ekkert af viti að leggja þar til málanna, ekkert. Þú sem situr í fílabeinsturni í henni Reykjavík, ætti frekar að hafa áhyggjur af ofvexti byggðar þar sem og vaxandi mengun.
Þú virðist líka ekki hafa mikið vit á hagfræði eða markaðsfræði. Veistu ekki að öll stjórnsýsla og höfuðstöðvar stærstu fyrirtækja á Íslandi eru á Höfuðborgarsvæðinu auk þess að 2/3-hlutar þjóðarinnar býr þar. Þetta leiðir af sér kosti stórrekstrar sem gerir það að verkum að stórverslanir þrífast þar mjög vel. Þessir kostir eru sjálfstyrkjandi og þess vegna þrífst og dafnar allskonar þjónustuiðnaður á Höfuðborgarsvæðinu.
Landsbyggðin nýtur ekki þessara kosta m.a. vegna fámennis og víðáttu og því þarf aðrar lausnir þar og ein af þeim eru stóriðjufyrirtæki fyrir allt það harðduglega fólk sem þar býr ennþá.
Hvaða lausnir eru þið hjá Samfylkingunni annars með? Að gera landsbyggðina af einum alsherjar þjóðgarði og útvistarsvæði og byggðarsafni sem einungis er opið 3-4 mánuði á ári????
Þið þarna í 101, látið fólk í friði úti á landi og hættið að reyna að halda að þið getið haft vit fyrir því með ykkar krata-forræðishyggju.
Örlygur N. Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:36
Mér finnst þetta alveg með ólíkindum. Ég á ekki orð. Hér eru margar konur, duglegar konur sem eru í forsvari fyrir útgerðum og verslunum og öðrum fyrirtækjum. Í þessu er einhver sú mesta kvenfyrirlitning sem ég hef séð lengi. Að konur flýji Vestfirðina af því að hér sé ekki karlmenn með nægilega kvenhylli. Og þá er nú álitið á karlmönnum ekki mikil heldur.
Það er eitthvað allt annað sem veldur fólksflótta héðan heldur en karlar sem hafa ekki kvenhylli. Það mætti til dæmis byrja að leyfa okkur að nýta þann auð sem við eigum sjálf eins og til dæmis fiskinn í sjónum. Leyfa krókaveiðar og línuveiðar. Það eru mest stjórnvaldsaðgerðir sem stuðla að flóttanum héðan. Það gætuð þið bætt úr, ef þið hefðuð einhvern áhuga á því, Samfylkingin. En mér finnst kosningaloforðin hafa farið fyrir lítið, því miður. Ég hafði meiri væntingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:02
Ágæta Ásthildur, ekki dettur mér í hug að kasta rýrð á myndarleika og karlmennsku vestfirskra karla, enda sumir frændur mínir og vinir að vestan með kvenhollustu mönnum sem sögur fara af. Gæti nefnt einn frá Þingeyri og annan frá Patró - en geri það auðvitað ekki.
Ég ráðlegg þér að anda nú rólega og lesa textann með vestfirskri yfirvegun og opnum huga t.d. niðurlag færslunnar " Mér er því mjög til efs að olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði eða Dýrafirði verði til að auka kvenhylli Vestfjarða sem byggðarlags. Um háskóla gegndi öðru máli."
Dofri Hermannsson, 3.3.2008 kl. 13:44
Ég tek undir með Láru Hönnu með afskipti dreifbýlisins á því sem er gert í Höfuðborginni eins flugvallamálið endalausa,hvað kemur landsbyggðinni það við hvort flugvöllurinn verði látinn fara ekkert.Þeir hóta alltaf að þeir noti þá ekki flugið þá bara gera þeir það nóg er eftir af fólki sem vill fljúga.
Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 14:11
Skemmtileg sýn á vandann. Örugglega þörf á að fleiri konur taki þátt í umræðunni hver svo sem niðurstaðan verður
Eva S. Ó. (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:29
Kristinn, nú ertu farinn að líkjast um of sumum bæjarstjórum sem halda að kjaftháttur og aðdróttanir séu besta leiðin til að afla skoðunum sínum fylgis.
Enginn er eyland og höfuðborgarfólk í dag var margt landsbyggðarfólk í gær og getur orðið það aftur á morgun ef það verður ekki fælt burt frá þeirri ákvörðun af einþykkum og ráðríkum körlum sem þykjast hafa svo gott vit á öllum hlutum að þeir banna öðrum að tala.
Vertu bara prúður og landsbyggðarfólki til sóma.
PS - eins og ég var búinn að útskýra fyrir ónefndum bæjarstjóra í blöðum og á bloggi sagði ég lausu starfi mínu sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkinarinnar í október og lauk störfum þar í desember. Því læt ég mér nægja nú um stundir að sinna starfi 1. varaborgarfulltrúa Sf auk þess sem ég vinn að afar spennandi og skemmtilegu verkefni - Störf án staðsetningar - af einskærum áhuga á því að efla landsbyggðina með því að skapa fólki á landsbyggðinni möguleika á fleiri og fjölbreyttari störfum.
Dofri Hermannsson, 3.3.2008 kl. 14:41
Sæll Dofri!
Margt hefur þú skrifað um dagana, sem ég er alveg innilega ósammála. En batnandi mönnum er best að lifa. Grundvallaratriðum eða hugsuninni í þessum pistli þínum er ég sammála - og hef stundum bent á þessi sömu atriði en fengið dræmar undirtektir. Undirtektir pólitískra fallkandídata við orðum þínum vitna um karlremda hugsun þeirra.
Gangi þér allt í haginn.
Kveðja, Sigurður Bogi
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:51
Sundabraut væri fyrir lungu komin ef Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson hefði ekki dregið sínar pólitísku lappir í þeim málum og við Reykvíkingar urðum að sætta okkur við hann gat ekki samið vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki við völd í Reykjavík,því miður eru svona vinnubrögð hjá mörgum ráðherrum Sjálfstæðis flokknum.Það kom einhvern tíma fram sú tillaga frá dreifbýlismanni að allt landið fengi að kjósa um það hvort flugvöllurinn ætti að vera eða fara hverslags réttlæti er það.
Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 16:55
Ég er sammála um að atvinnuuppbygging á vestfjörðum þyrfti að vera kvennvænni en olíuhreynsistöð. Það væri líklegt að ekkert nema einstæðir karlar af sunnan myndu vinna í þessari stöð í vaktavinnum, þeir myndu þá fá eina og eina viku í frí til að eyða peningunum sínum fyrir sunnan. Mér finnst þetta samt hálf klaufalega skrifað hjá Dorfa, ég fékk smá sömu tilfinningu og Cecil þegar ég las þetta.
Ég er á móti því að fá Olíuhreynsistöð til Íslands. Ég hélt að Ísland ætlaði að vera einn af frumkvöðlum og brautriðendum hins nýja græna hagkerfis. Ætlum við að gera það með því að reysa risastóra orkufreka olíuhreynsistöð
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:49
Sæll Dofri.
Mjög áhugaverð nálgun á þetta mál. Ég fæ ómögulega séð að skoðun á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum sé móðgun við Vestfirðinga né konur. Atvinnumarkaður á Vestfjöðum verður að vera fjölbreyttur ef við stefnum á raunverulega uppbygginu. Þá þýðir hins vegar ekkert almennt hjal um eflingu atvinnu. Ef ráðamenn þjóðarinnar hlusta á heimamenn er til fullt af lausnum. Ef það þýðir hins vegar að það sé eini möguleikinn á að þeir hlusti, að öskra stóriðja er ekki von að aðrar lausnir komi upp á borðið. Mín börn velja auðvitað sinn starfsvettvang, ég hef aldrei heyrt þau setja stóriðjustörf á óskalistann. Það má vel vera að það geri mörg önnur börn og unglingar, þó ég sé vantrúaður á slíkt.
Vaxandi fjöldi Íslendinga eru farnir að uppgötva þá miklu fegurð sem er fyrir vestan. Það hafa komið upp frumkövðlar eins og Borea Adventures, Heydalur ofl. Slíkir frumkvöðlar þurfa stuðing í byrjun. Ráðamenn eru hins vegar oft viljugari til að veita stuðning í öðru fromi eins og ríkisábyrgðum fyrir orkuver, ókeypis losunarkvóta ofl
Vona að ég fái að sjá meira af frumlegri nálgun frá þér í framtíðinni.
Sigurður Þorsteinsson, 3.3.2008 kl. 19:49
Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpssins í kvöld er meiri skortur á kvenfólki á suðurnesjum en á Vestfjörðum.
Sigurgeir Jónsson, 3.3.2008 kl. 21:26
Líka á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi.Síðan ætla ég rétt að vona að allt landsbyggðafólk standi saman í því að sameinast um að láta ekki öfgafólk kringum Ráðhúsið við tjörnina segja sér fyrir verkum.það er mál til komið að þetta lið verði sett í hólma í tjörninni og geymt þar.
Sigurgeir Jónsson, 3.3.2008 kl. 21:46
Einkar dapurleg afstaða hjá Kristni Péturssyni og fleirum hér að fólki á SV-horninu komi ekkert við hvað misvitrum sveitastjórnarmönnum á Vestfjörðum detti í hug. Reyndar veit ég ekki betur en að þessi afleita hugmynd um olíuhreinsunarstöð sé ættuð úr 101 R.
Ef það sama á að gilda um alla sé ég reyndar ekki af hverju Kristinn telur sér málið koma við verandi að austan. Hann sat á Alþingi í 3 ár. Skildi hann hafa setið hjá þegar atkvæði voru greidd um mál sem einskorðuðust við SV-hornið? Sagði hann andstæðingum sínum að steinhalda kjafti? Þvílíkur vindbelgur!!!
Sigurður Hrellir, 3.3.2008 kl. 21:59
Til Kristins. Það er gott að sjá að þú getur líka lagt eitthvað til málanna annað en þras og skammir. Ég er ósammála þér í grunninn um að hráefnisframleiðsla sé eina mögulega kjölfestan fyrir byggðarlög. Þú ert greinilega líka ósammála mér um að þekkingarsköpun sé æskileg kjölfesta þótt því sé reyndar svo farið víða um heim.
Ég skil vel þau sjónarmið að strandbyggðirnar eigi tilkall til sjávarauðlindanna. Þar hefur ekki tekist vel til með útdeilingu verðmæta. Ég er líka hlynntur því að Vestfirðingar, eins og aðrir landsmenn, fái að bjarga sér sjálfir en til þess þarf að skapa þeim eins jöfn tækifæri og hægt er. Það verður best gert með bættum samgöngum, fjarskiptum og aðgangi að framhaldsmenntun.
Auk þess væri æskilegt að veita meira fjármagni til sprotafyrirtækja af ýmsu tagi. Því hvort sem þér líkar það betur eða verr er það fjölbreytt atvinna og samfélag, góð þjónusta við barnafólk, góðir skólar og tækifæri til framhaldsmenntunar sem dregur að ungar konur og karla. Olíuhreinsistöð í fámennum firði er ekki málið.
Byggð sem ekki dregur til sín ungar konur - og karla - á sér ekki framtíð. Það þarf ekki flókin búvísindi til að sýna fram á það.
Takk sömuleiðis fyrir uppbyggilegt innlegg og gagnkvæma virðingu fyrir skoðunum samferðamanna þinna.
Dofri Hermannsson, 3.3.2008 kl. 22:09
Þetta sem að Dofri er að segja um að ungar konur séu að flýja landsbyggðina í stórum stíl er ekki nein nýlunda. Þetta er að gerast út um allan heim.
Eftir sitja karlmennirnir þar til þeir gefast upp á einverunni og flytja að lokum í bæinn - á eftir konunum.
Það er nóg að líta á hækkandi meðalaldur þeirra sem búa orðið á landsbyggðinni og svo hvað karlar eru orðnir mun fleiri en konur.
Umræðan er góð og gild og ekki óeðlilegt að spurt sé HVAÐ ÞARF TIL svo að ungu konurnar yfirgefi ekki byggðarlöginn eins og nú er raunin.
Lausnin er ekki flókin, það þarf að skila því til baka sem kvótakerfið tók með einum eða öðrum hætti svo að þetta fólk hafi eitthvað til að lifa af!
Á meðan gerir borgin ekki annað en að stækka og stækka og því miður leita peningarnir þangað sem að þeir eru fyrir.
Hvort að stórfelld iðnvæðing sé það sem öllu bjargi í okkar fámenna landi þykir mér vera freka einföld lausn. Það hlýtur að vera hægt að byggja upp eitthvað annað. Uppbygging Bláa Lónsins er gott dæmi þar sem góð hugmynd hefur vaxið. Ef eitthvað er, þá vantar fólk til að sinna störfum á því svæði.
Pólinn á Ísafirði var dæmi um fyrirtæki sem náði að vaxa þar til peningamenn að sunnan náðu að læsa klónum í það og svo má segja um fleiri fyrirtæki þarna á Vestfjörðum.
En persónulega þykir mér slæmt ef það á að fara að setja upp mengandi stóriðnað á þessu afskekta og fallega svæði sem Vestfirðirnir eru.
Ef að það á að framkvæma allt út frá hagkvæmnissjónarmiðum, þá væri best að flytja alla strax á mölina og byggja eina risablokk þar sem allir íbúar landsins geta búið.
Er það það sem að við viljum?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.3.2008 kl. 22:44
Ég veit ekki hverja þú móðgar meira, Dofri, giftar konur eða gifta menn hér fyrir vestan. Að slá málinu svona upp, er niðurlægjandi, þér finnst það kanski í lagi. Það má alveg afgreiða fleiri mál á svipaðann máta.
Sigurður Jón Hreinsson, 3.3.2008 kl. 23:12
Ég held að ég verði að lýsa þeirri skoðun minni á að fullyrðingar og framsetning í garð Vestfirðinga er með ólíkindum ósmekkleg hér að ofan - um margt.
Það kemur mér ekkert á óvart að Kristinn Pétursson tali á því máli sem mér þykir á sunnudögum gaman að kalla vestfirsku - tæpitungulaust - enda alvörumál á ferðinni, en ekki spurning um hvað hægt er að selja verktökum Vatnsmýrina á til uppbyggingar á ... einhverju sem málamiðlanir og peningar að ógleymdum pólitískum greiðum munu goldnir verða í formi heppilega staðsettra lóða þar sem dritað verður niður bensínstöðvum og öðru sem ekki var fyrirhugað. (löng setning og fallega þýsk)
Þetta að leggja niður völlinn í núverandi mynd er enn einn naglinn í kistulok byggðar á vestfjörðum - enda meðal mikilvægra samgangna þar - nú lenda menn á Bíldudal til að komast á Patreksfjörð eða Brjánslæk - þeir sem ekki eru fyrir langt og leiðinlegt ferðalag með Breiðafjarðarferjunni - enda ekki mönnum bjóðandi á öðrum en logndögum.
Það er sennilega mest um það að nýsköpun á vestfjörðum sé sprottin af skeleggum konum - og kynbundnu átaki þar.
Ég hef lítt heyrt um nýsköpunarsjóð karla sem vilja umhverfisvæn sprotafyrirtæki til að heilla kvenfólk (og halda í það).
Samsetning bæjarstjórna á vestfjörðum er nokkuð "kvennd" ef miðað er við landsmeðaltal - það neglir þetta karlavægistal. Og þaðan heyrist í konum fyrir vestan og hafa þær flestar skoðanir ef ég man rétt.
Hins vegar er ég á því að konur á þessum stöðum séu meðvitaðri en almennt gerist um landið hvað er að draga björg í bú (ekki síður en til sveita almennt).
Enn er verið að vega að landsbyggðinni með þessari ágætu stjórn SF og Hauka - það á að leggja helst niður Íbúðalánasjóð. Eitthvað trend sem aflar atkvæða á höfuðborgarsvæðinu - nefnd samkeppnissjónarmið og undarlega staða hans.
Ég tel hins vegar að hann standi fyllilega undir nafni nú sem eina hjálparhella þeirra sem vilja kaupa eða selja úti á landi þar sem hús eru ekki metin til veðs af öðrum stofnunum - og er þvert á skilning sumra þingmanna og annarra pólitíkusa vel í anda þess sem kemur frá EB (enda má lesa það úr meginreglum og markmiði þess að styðja eigi og megi við landsbyggð sem á undir högg að sækja - jaðarbyggðir).
Ef vandinn er ekki leystur með olíuhreinsistöð í Vesturbyggð - þá væri ekki úr vegi að þeir sem hana níða hvað mest kæmu með lausn Vesturbyggðar. Gott væri að skreppa þangað og kynna sér staðhætti, ræða við fólk, dvelja lengur en einn tvo daga, versla í matinn fyrir svona fimmmanna fjölskyldu, reyna það svo nokkrar vikur á atvinnuleysisbótum (eins og fólk hefur þurft að þola lengi á Bíldudal) og athuga hvort skoðunin hafi breyst frá því að hrópa á Háskóla og sprotafyrirtæki í græna geiranum.
Sá hinn sami ætti svo að vera staddur við störf inn á Mjólká, veikjast og bíða eftir að það losnaði sjúkraflug sem tæki við honum og flytti (vonandi ekki út á Löngusker eða heiði) af því að Gæsluþyrlan var bundin við umferðareftirlit eða hrossasmölun sem þá taldist með brýnni erindum.
Mér þykir ekkert gaman að samgöngumálum þessa dagana í Kópavogi - en mikið tel ég mig samt sjóaðan eftir að hafa sótt vinnu milli fjarða á Vestfjörðum við flest veðurskilyrði sem hægt var að hugsa upp.
Þegar hvað mest var rætt um samgöngubætur fyrir vestan var enn kvóti á svæðinu. En samgöngumál voru ekki ákjósanleg og stóðu að miklu leiti útgerð og flestu öðru slíku fyrir þrifum. Verslun var að sjálfsögðu háð samgöngum um aðföng sem voru langt í frá ókeypis né áreiðanlegar sökum þess að vegagerðinni var skammtað afar takmarkað fjármagn (en snjór og ófærð þekkjast víst enn sumstaðar þrátt fyrir hugsanlega hlýnun jarðar).
Flótti kvenfólks af vestfjörðum (ef umfram karla) myndi skýrast fremur af því að þær eru líklegri en karlar til að fylgja börnum sínum í "land tækifæranna" á suðvesturhorninu.
Að öðru fellur mér mjög vel við það að einhver skuli vilja háskóla á vestfirði - en fyrst (eins og þú segir) verður að finna lausn þess að menntafólk flykkist á svæðið - það þarf jú menntafólk í slíkar stofnanir og sú stefna ríkir að meginstefnu að jafnhæfa konu skuli ráða karli fremur í skólana.
En auðvitað er best að búa í Kópavogi þó enginn sé þar Háskólinn.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 4.3.2008 kl. 02:35
Sigurður Jón og Bragi.
Þið virðist, eins og Ásthildur, lesa það sem þið viljið sjá frekar en það sem er skrifað. Sjá aths. 10. Af hverju þið kjósið að taka því persónulega þegar rætt er um skort á kvenhylli landsbyggðarinnar veit ég ekki.
Sú staða að konur, einkum ungar konur, eru miklu færri í dreifbýlinu en þéttbýlinu er alvarleg staðreynd sem þeir eiga að taka alvarlega sem þykjast hafa áhuga á að stemma stigu við byggðaþróuninni.
Bragi - flytur þú ekki beint vestur þegar olíuhreinsistöðin verður komin í Hvestu?
Hvaða starf í slíkri stöð finnst þér mest spennandi?
Dofri Hermannsson, 4.3.2008 kl. 08:42
Ekki spurning - ef starf verður í boði fyrir mig er það málið - kvenhylli og alles...
En ef um er spurt og svarað af alvöru: Jú - ég gæti meira en íhugað að flytja aftur vestur. Ef svona apparat verður sett upp er án efa starf þar fyrir mann eins og mig, enda sýnist mér ekki veita af því að einhver hluti minnar kynslóðar verði þarna eftir - þó ég geti ekki talist með yngra fólki eða kona.
Eins og þú veist mætavel eru störf í boði fyrir mann með lögfræðimenntun, áhuga á stjórnsýslu nú eða liðtækan lyftaramann ef því er að skipta.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 4.3.2008 kl. 09:47
Svo er það alltaf stóra spurning, hvað þarf að planta niður mörgum stórvirkjunum, álverum ... til að 300 þúsund manns hafi það svona skítsæmilegt hér á fróni?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.3.2008 kl. 10:48
Sjá spurningar til þín á mínu bloggi. En þessi fullyrðing þín stenst engan veginn staðreyndir....
Harpa Hall (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:52
Þegar ég stóð í þeim sporum á Ísafirði fyrir tuttugu árum að ákveða hvort ég vildi eyða ævinni þar, þá vógu kvennamál mjög þungt eins og hjá flestum öðrum.
Ég man að flestar álitlegustu stelpurnar voru fluttar úr bænum, flestar suður í skóla, eða farnar að vinna fyrir sunnan, sumar reyndar gengnar út og farnar að búa.
Mín tilfinning er því sú að ýmislegt er til í þessu hjá Dofra, að kvenfólkið ráði miklu um þróun byggðanna.
Theódór Norðkvist, 4.3.2008 kl. 15:09
PS, Kjartan, við höfum það skítsæmilegt vegna virkjana, a.m.k. finnur maður vel skítafýluna frá virkuninni á Hellisheiðinni.
Theódór Norðkvist, 4.3.2008 kl. 16:34
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Dofri, konurnar eru ómissandi.
Þið getið ekki án þeirra verið!!
Þær eru flottastar.
Baráttukveðjur fyrir Vestfjörðum
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vopnafirði
P.s. 50% Vestfirðingur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:01
Sæll Dofri. Kíktu á Jakob, hann er í stuði með Guði.
http://jakobk.blog.is/blog/jakobk/entry/463917/#comments
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:03
en skyldi kvenhylli mín verða útskýrð með að ég eigi ekki við byggðavanda að etja?
Brjánn Guðjónsson, 5.3.2008 kl. 12:34
Sæl öll. Hópast stelpurnar í kringum þig Brjánn? Færðu engan frið?
Dofri þegar ég las síðasta pistilinn þinn hélt ég að þú værir að tala um Vestfirði. "Ríki í ríkinu"
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:12
"Á meðan eiginmenn, feður og afar hafa setið á viturlegum fundum um stofnun nógu stórrar verksmiðju til að allir bæjarbúar geti fengið þar örugga vinnu hafa eiginkonur og dætur pakkað ofan í töskur og flutt í þéttbýlið. "
þetta er náttúruleg nett della - konur vilja stöðugleika í lífinu og munu því ekki fara frá húsbóndanum á heimilinu í von um eitthvað annað betra einhversstaðar annarsstaðar.
Óðinn Þórisson, 6.3.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.