Þjóðarkarakterinn

landsliðLeikurinn í gær var ævintýralegur! Það hefur alla tíð verið þannig með handboltalandsliðið okkar að manni hefur verið svipt á til og frá, úr hæstu hæðum og alveg niður á botninn og svo aftur upp í hæstu hæðir. Þetta er tilfinningalegur rússíbani.

Í gær náði ég hæðum með landsliðinu sem ég man ekki eftir síðan við unnum B keppnina um árið. Ég hlustaði á þetta í útvarpinu, akandi á leið til Keflavíkur. Hélt stjörfum höndum í stýrið og þorði varla að trúa því að þetta væri satt. Þetta var alveg magnað.

Ég held að handboltalandsliðið okkar sé þjóðarsálin sjálf. Samansafn snillinga sem á erfitt með að ganga í takt og halda góðri stöðu en brillerar svo þegar öll von virðist vera úti. Þarf alltaf að fara fjallabaksleið að hlutunum. Klúðra auðveldu málunum en vinna vonlausu málin. Ætli það sé ekki satt sem útlendingar segja - að "þetta reddast!" sé sér íslenskt hugtak?


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband